Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Með hærri laun en mamma sem er kennari

Hrann­ar Ása Magnús­ar lækna­nemi varð orð­laus þeg­ar hann komst að því að hann var með hærri laun í sum­ar­vinn­unni sinni en mamma hans sem er kenn­ari í fullu starfi.

Með hærri laun en mamma sem er kennari
„Á ekki séns inn á húsnæðismarkaðinn“ Hrannar býst við að þurfa að flytja aftur til foreldra sinna að námi loknu til að geta safnað sér fyrir útborgun í íbúð. Ekki sé hægt að leggja fyrir á leigumarkaði.

Ég vann við að keyra á milli spítalabygginga. Ég var að flytja sýni en líka fólk. Þetta var fín vinna en mér brá og átti ekki orð þegar ég áttaði mig á því að ég fékk meira útborgað þetta sumar en mamma mín sem er kennari. Hún er í fullu starfi og hefur unnið við það í tuttugu ár. Hún var reyndar að fá grunnlaun af því að það var sumar en ég var í starfi sem krafðist ekki neinnar menntunar. Mamma leggur sig mjög fram í vinnunni og til dæmis tóku hún og samkennari hennar að sér að kenna einum bekk þegar þriðji kennarinn fór í veikindaleyfi. Þær þrjár höfðu starfað saman í teymi. Mamma bætti á sig aukavinnu og þannig spöruðu þær Reykjavíkurborg marga hundrað þúsund kalla á mánuði því það þurfti ekki að ráða nýjan kennara. Og þetta var betra fyrir nemendurna því þeir þekktu mömmu og hinn kennarann. Maður verður svo reiður þegar það er svo verið að gagnrýna verkföll kennara. 

„Maður verður svo reiður þegar það er svo verið að gagnrýna verkföll kennara

Ég á stuðningsríka foreldra. Þau buðu mér að einbeita mér bara að náminu þegar ég var í menntaskóla, sögðu mér að vera ekki að hugsa um peninga. En ég hef verið að vinna hlutastarf með læknanáminu. Ég verð hálfnaður með það í sumar. Það kemur dálítið í hausinn á manni núna að vera ekki að vinna fulla vinnu. Maður á ekki séns inn á húsnæðismarkaðinn fyrr en ég er búin að vinna „my ass off“ fyrir íslenska ríkið. Ég þarf sennilega að búa hjá mömmu og pabba í nokkur ár meðan ég safna mér fyrir útborgun í fyrstu íbúð því það er ekki hægt ef ég verð á leigumarkaði. En ég er nýbúinn að fá íbúð á stúdentagörðum og ætla að hugsa sem minnst um hvernig húsnæðimál mín verða í framtíðinni.   

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár