Danskir húsgagnaframleiðendur í bobba

Dansk­ir hús­gagna­fram­leið­end­ur hafa ekki margt til að gleðj­ast yf­ir þessa dag­ana. Sal­an hef­ur dreg­ist sam­an um tugi pró­senta og betri tíð ekki í aug­sýn. Ung­ir kaup­end­ur vilja ódýr hús­gögn og not­að er vin­sælt.

Í dönskum bókum um hönnun er Thorvald Bindesbøll (1846–1908)  oft nefndur sem upphafsmaður danskrar hönnunar. Hann kom víða við þótt kannski sé hann þekktastur fyrir vörumerki Carlsberg, sem hann hannaði árið 1904  og er enn notað.

Þegar fjallað er um danska hönnun í ræðu og riti er Kaare Klint (1888–1954) hins vegar iðulega getið sem eins helsta áhrifavalds í danskri húsgagnahönnun á síðustu öld. Hann varð dósent við Kunstakademiet í Kaupmannahöfn (Listaháskólann) frá 1924, og prófessor við sama skóla frá 1944 til dauðadags. Margir af þekktustu húsgagnahönnuðum Dana nutu leiðsagnar Kaare Klint, um lengri eða skemmri tíma.

Uppgangstími

Síðari hluti fimmta áratugar síðustu aldar, eftir að stríðinu lauk, var uppgangstími danskrar húsgagnahönnunar og framleiðslu. Danskir hönnuðir unnu gjarnan í náinni samvinnu við húsgagnaframleiðendur þar sem áhersla var lögð á vandað handverk. Margir þeirra hönnuða sem mest létu að sér kveða og þekktastir urðu höfðu byrjað starfsferilinn sem mublusmiðir og aðstoðarmenn á smíðastofum. Í viðtölum nefndu margir úr þessum hópi hve vel það hefði gagnast þeim að hafa fengið þjálfun í handverkinu.

Arne Jacobsen, Hans J. Wegner, Poul Volther, Børge Mogensen, Poul Kjærholm, Nanna Ditzel, Verner Panton og Finn Juhl. Þessir hönnuðir, og margir fleiri, eru þekktir um víða veröld vegna húsgagna, og innanstokksmuna, sem orðið hafa til á teikniborðum þeirra. Að öðrum ólöstuðum í þessum hópi er Arne Jacobsen líklega þekktastur, ásamt Hans J. Wegner.

Kaupfélagsmublurnar

Árið 1942 kom danska kaupfélagasambandið FDB á fót húsgagnaverkstæði. Tilgangurinn var að smíða húsgögn á viðráðanlegu verði. Einn forsvarsmanna FDB sagði að með þessu væri verið að koma til móts við óskir almennings um ódýr og vönduð húsgögn. Fyrsti forstöðumaður FDB Møbler, eins og fyrirtækið hét, og heitir, var Børge Mogensen, 28 ára metnaðarfullur arkitekt. Hann teiknaði sjálfur fjölmörg húsgögn fyrir FDB og það gerðu líka margir aðrir arkitektar. Í þeim hópi var Poul Volther, sem árið 1946 hannaði stól, sem heitir því látlausa nafni J46. Þessi stóll hefur verið framleiddur í vel á aðra milljón eintaka, fleiri en nokkurt annað húsgagn FDB. Fyrir nokkrum árum var greint frá því í dönskum fjölmiðli að J46 stólinn væri að finna á rúmlega 800 þúsund dönskum heimilum. Ótal eftirlíkingar af þessum vinsæla stól hafa verið framleiddar, misvandaðar. Teiknistofu FDB var lokað árið 1968 og húsgagnasmíðinni var hætt árið 1980. Árið 2013 var hins vegar framleiðslan endurlífguð, ef svo má að orði komast, og nú eru fjölmargar FDB húsgagnaverslanir í Danmörku, sem allar selja ný húsgögn, smíðuð eftir gömlu teikningunum.

Ölkassar, hrísgrjónapappírsljós og IKEA

Í lok sjöunda áratugarins og mörg ár þar á eftir var danska hönnunin ekki í tísku í heimalandinu. Málaðir ölkassar og hrísgrjónapappírsljós komu í staðinn og árið 1969 var fyrsta IKEA-verslunin opnuð í Danmörku, í Ballerup. Bókahillur Mogen Koch og hægindastólar Poul Kjærholm voru out“. Svo kom að því að ölkössunum og pappírsljósunum fækkaði smátt og smátt, hvort kassarnir og ljósin komi aftur í sama mæli er ekki gott að segja, allt fer jú í hringi er iðulega sagt. IKEA hefur hins vegar ekki farið neitt og virðist sífellt verða fyrirferðarmeira í húsbúnaðarheiminum“.

Horft til útlanda og barist við eftirlíkingar

Á níunda og tíunda áratug beindu danskir húsgagnaframleiðendur sjónum sínum í auknum mæli út fyrir danska landsteina. Miklu fé var varið í auglýsingar og kynningar á danskri hönnun, sú kynning var ekki einskorðuð við húsgögn. Þetta mikla kynningarstarf skilaði miklum árangri og sala og útflutningur á dönskum húsbúnaði jókst til muna, bæði til landa í Evrópu og í fjarlægari heimsálfum. Dönsk húsgögn hafa alla tíð þótt dýr og það hefur freistað þjófa og sömuleiðis framleiðenda eftirlíkinga. Danskir framleiðendur húsgagna og margs konar varnings hafa á undanförnum árum eytt miklum fjármunum í baráttu við framleiðendur eftirlíkinga á húsgögnum og margs konar hlutum öðrum. Sem dæmi má nefna LEGO fyrirtækið sem hefur árum saman átt í kostnaðarsömum málaferlum til að verja sig gegn eftirlíkingaframleiðslu.

Kúnnarnir vilja bara það gamla

Oft hefur verið um það rætt og ritað í dönskum fjölmiðlum að alltof lítið nýtt gerist í danskri hönnun. Ungir hönnuðir eigi erfitt með að koma hugmyndum sínum á framfæri, framleiðendur bera því við að kaupendur vilji bara kaupa þetta gamla“ eins og fulltrúi eins framleiðanda komst að orði. Það þýðir ekkert að setja á markaðinn nýja hitakönnu, fólk vill bara kaupa Stelton-könnuna“.  Sem vel að merkja kom á markaðinn 1977. Hinn þekkti stóll Hans J. Wegner, sem oft er kallaður Ypsilon-stóllinn (heitir CH 24), hefur verið framleiddur síðan 1950 og selst enn eins og heitar lummur.

Sér kapítuli í danskri hönnunarsögu er PH5 loftljós Poul Henningsen, ljósið  kom á markaðinn árið 1958 og er nánast að finna hvert sem litið er innandyra í Danmörku, og reyndar mun víðar.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meirihlutaslitin
6
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár