Lífskjör geti ekki vaxið eins mikið á næstunni eins og þau hafi gert

Það lít­ur út fyr­ir að verð­bólg­an haldi áfram að hjaðna sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar. Hér er rýnt í vaxta­ákvörð­un Seðla­bank­ans í vik­unni.

Lífskjör geti ekki vaxið eins mikið á næstunni eins og þau hafi gert

Meginvextir Seðlabanka Íslands lækkuðu um hálfa prósentu í vikunni og eru nú átta prósent. En meginvextirnir eru greiddir viðskiptabönkum á sjö daga bundin innlán þeirra hjá Seðlabankanum.

Viðskiptabankarnir fylgdu flestir strax í kjölfarið og lækkuðu óverðtryggða vexti til samræmis en Landsbankinn hafði lækkað suma vexti sína fyrir ákvörðun Seðlabankans. Samhliða vaxtaákvörðun peningastefnunefndar var gefið út ritið Peningamál og með því ný greining hagfræðisviðs Seðlabankans á þróun efnahagsumsvifa og verðbólguvæntinga. 

Það lítur út fyrir að verðbólgan haldi áfram að hjaðna samkvæmt yfirlýsingu peningastefnunefndar sem byggist á sjálfstæðu mati nefndarinnar á greiningu hagfræðisviðs bankans. Verðbólga mælist nú 4,6% og er því rétt rúmum tveimur prósentum yfir markmið bankans sem er 2,5%. Verðbólga án húsnæðis er komin niður í 3,2%. Samkvæmt samræmdri mælingu Evrópsku hagstofunnar mælist verðbólgan hérlendis 3,6% í desember, en í því ljósi eru 8% stýrivextir háir í evrópskum samanburði. Þó hærri verðbólga hérlendis hafi verið skýrð sögulega með meiri hagvexti …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    50 punktar eða hálft prósent er vegna þess að þeim er ekki stætt á að lækka minna... en þeir ættu í raun að lækka miklu meira ef fræðin réðu ferðinni. Það er blákaldur sannleikur að Seðlabankinn vill viðhalda sem hæstum vöxtum til að bankar og fjármálafyrirtæki græði sem mest... þetta er ásetningarbrot ekki fræði. Það eru ekki sömu fyrirvarar vegna hækkana og lækkana... Seðló ber alla ábyrgð á verðbólgunni.... enginn annar. Það er að segja hækkunum... lækkanir eru vegna annarra aðila... ekki Seðló.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár