Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Lífskjör geti ekki vaxið eins mikið á næstunni eins og þau hafi gert

Það lít­ur út fyr­ir að verð­bólg­an haldi áfram að hjaðna sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar. Hér er rýnt í vaxta­ákvörð­un Seðla­bank­ans í vik­unni.

Lífskjör geti ekki vaxið eins mikið á næstunni eins og þau hafi gert

Meginvextir Seðlabanka Íslands lækkuðu um hálfa prósentu í vikunni og eru nú átta prósent. En meginvextirnir eru greiddir viðskiptabönkum á sjö daga bundin innlán þeirra hjá Seðlabankanum.

Viðskiptabankarnir fylgdu flestir strax í kjölfarið og lækkuðu óverðtryggða vexti til samræmis en Landsbankinn hafði lækkað suma vexti sína fyrir ákvörðun Seðlabankans. Samhliða vaxtaákvörðun peningastefnunefndar var gefið út ritið Peningamál og með því ný greining hagfræðisviðs Seðlabankans á þróun efnahagsumsvifa og verðbólguvæntinga. 

Það lítur út fyrir að verðbólgan haldi áfram að hjaðna samkvæmt yfirlýsingu peningastefnunefndar sem byggist á sjálfstæðu mati nefndarinnar á greiningu hagfræðisviðs bankans. Verðbólga mælist nú 4,6% og er því rétt rúmum tveimur prósentum yfir markmið bankans sem er 2,5%. Verðbólga án húsnæðis er komin niður í 3,2%. Samkvæmt samræmdri mælingu Evrópsku hagstofunnar mælist verðbólgan hérlendis 3,6% í desember, en í því ljósi eru 8% stýrivextir háir í evrópskum samanburði. Þó hærri verðbólga hérlendis hafi verið skýrð sögulega með meiri hagvexti …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    50 punktar eða hálft prósent er vegna þess að þeim er ekki stætt á að lækka minna... en þeir ættu í raun að lækka miklu meira ef fræðin réðu ferðinni. Það er blákaldur sannleikur að Seðlabankinn vill viðhalda sem hæstum vöxtum til að bankar og fjármálafyrirtæki græði sem mest... þetta er ásetningarbrot ekki fræði. Það eru ekki sömu fyrirvarar vegna hækkana og lækkana... Seðló ber alla ábyrgð á verðbólgunni.... enginn annar. Það er að segja hækkunum... lækkanir eru vegna annarra aðila... ekki Seðló.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár