Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Börðust í gegnum vindinn

Fá­ir voru á ferli í Reykja­vík í dag á með­an rauð við­vör­un var við gildi. Þó voru nokkr­ir sem ákváðu að berj­ast í gegn­um vind­inn, á göngu með hund­inn, hlaup­um eða í skoð­un­ar­ferð niðri við sjó. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fang­aði augna­blik­in.

Börðust í gegnum vindinn

Hærri vindhraði hefur ekki mælst á Veðurstofureitum síðan 7. febrúar 2022 en í dag, þegar vindhviður hafa náð hátt í 60 m/s á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Aðeins tvisvar hafa vindhviður mælst hærri á Fróðárheiði á þessari öld, árin 2015 og 2008. 

Á höfuðborgarsvæðinu náði veðrið hámarki um klukkan 18 og voru hviður víða á milli 30 til 35 m/s. Óveðrinu hafa fylgt þrumur og eldingar.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að viðbragðsaðilar hafi sinnt fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar sem rauð viðvörun var í gildi til klukkan 19. Appelsínugul viðvörun verður síðan í gildi fram að miðnætti. Lögreglan hvetur fólk því til að halda sig heima.

Síðdegis hafi lítil umferð verið á höfðuborgarsvæðinu og flestir fylgt fyrirmælum um að vera ekki á ferli. Verkefni dagsins hafa að mestu snúið að lausamunum sem hafa fokið, auk þess sem vatnstjón varð þegar flæddi inn í hús. Alls hafa útköllin verið á annað hundrað og nýtur lögregla og slökkvilið aðstoðar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 

Enn að hvessa fyrir austan

Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum. Sem stendur er veðrið byrjað að ganga niður vestast á landinu, þótt enn sé að hvessa fyrir austan. 

Tilkynna þarf komu barns

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins hefur sent frá sér tilkynningu um að rauð viðvörun verði einnig í gildi frá klukkan 8 til 13 á morgun, fimmtudag. Fólk er því hvatt til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir og vera ekki á ferðinni ef nauðsyn ber ekki til. Röskun verður á skólastarfi og lágmarksmönnun verður í grunn- og leikskólum. Tilkynna þarf komu barns með tölvupósti til skólastjórnenda. 

Biðja fólk um að fylgjast með

Almannavarnir hafa hvatt fólk til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar http://www.vedur.is.  Eins er bent á að hægt sé að fylgjast með færð á vegum á  vef Vegagerðarinnar http://www.umferdin.is.

    Kjósa
    8
    Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

    Athugasemdir

    Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

    Mest lesið

    Mest lesið

    Mest lesið í vikunni

    Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
    2
    ViðtalÍ leikskóla er álag

    Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

    Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

    Mest lesið í mánuðinum

    Mest lesið í mánuðinum

    Nýtt efni

    Mest lesið undanfarið ár