Klukkan er korter yfir eitt og í litlu herbergi á annarri hæð Alþingishússins situr maður í ljósbrúnum jakkafötum og er að skrolla í símanum. Þetta er fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, verðandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Áherslan er á orðið verðandi, en það er einmitt vegna þess sem hann er staddur í þessu herbergi, í stað þess að standa í þvögu alþingismannanna sem hafa næstum allir safnast saman í anddyrinu á neðri hæðinni. Einn þingvörðurinn upplýsir mig um það að hann fái ekki að vera með í athöfninni vegna þessarar óljósu stöðu sinnar. „Hann er bara geymdur þarna,“ er mér sagt.
Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokksins, á nefnilega eftir að afsala sér þingsætinu sem hann hyggst ekki taka og eftirláta Sigmundi það. Hann, tjáir starfsfólk mér, vildi ekki taka þátt í þingsetningarathöfninni þrátt fyrir að eiga tæknilega séð þingsæti.
„Svo er það öðruvísi með ráðherrann vegna þess að hann er skipaður …
Athugasemdir (1)