Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ásgeir H. Ingólfsson er látinn

Ás­geir H. Ing­ólfs­son, skáld og blaða­mað­ur, er lát­inn. Hann hafði ný­ver­ið feng­ið þær fregn­ir að hann væri með ban­vænt krabba­mein. Að ósk fjöl­skyldu hans fer við­burð­ur­inn Lífs­kviða, sem Ás­geir ætl­aði að halda í dag eigi að síð­ur fram.

Ásgeir H. Ingólfsson er látinn

Ásgeir H. Ingólfsson, skáld og blaðamaður, féll frá í nótt. Skömmu fyrir áramót greindist hann með krabbamein og nýverið fékk Ásgeir að vita að meinið væri ekki tækt til meðferðar.

Í félagi við vini sína fékk Ásgeir þá hugmynd að halda viðburðinn Lífskviðu, mannfagnað og listviðburð, og var hann fyrirhugaður í dag. Að ósk fjölskyldu Ásgeirs fer viðburðurinn eigi að síður fram þó forsendur hans séu breyttar. 

„Vonumst til að sjá sem flesta og minnast mæts manns. Húsið verður opið frá tvö í dag og upplestur hefst uppúr sjö í kvöld,“ skrifa vinir hans í viðburðinn á Facebook þar sem tilkynnt er um fráfall Ásgeirs. Lífskviða fer fram á Götu sólarinnar við Kjarnaskóg á Akueyri. 

Ásgeir var í viðtali í Heimildinni sem kom út í gær þar sem hann sagði frá því hvernig hann brást við þeim fregnum að hann væri að fara að deyja og hugmyndinni að Lífskviðu. 

Þar benti hann á að hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir. „Þegar ég heyri fyrst orðið krabbamein, að ég sé með krabbamein, þá eru engin börn sem ég þarf að hafa áhyggjur af og það er enginn arfur sem ég þarf að skipta. Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann.

„Ég held að við séum allt of mörg þar að hugsa, þegar við fáum að vita að við erum að fara að deyja, að við eigum ekkert meira eftir til að gefa“

Það er því ákveðin heimspeki sem liggur að baki Lífskviðunni. „Ég held að við séum allt of mörg þar að hugsa, þegar við fáum að vita að við erum að fara að deyja, að við eigum ekkert meira eftir til að gefa. Það er kannski rétt miðað við þann strúktúr sem við höfum komið okkur upp í kapítalismanum þar sem það að deyja þýðir, jú, að fólk syrgir og allt það, en að fólk gerir erfðaskrá og er að hugsa um þá peninga sem það á.

Fyrir mörg okkar eru mestu verðmætin hins vegar bundin í tölvum, stílabókum; í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki.

Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á. Kannski getur einhver klárað skáldsöguna sem ég er bara búinn að skrifa fyrstu tíu blaðsíðurnar af.“

Lífskviðan var því hugsuð sem fögnuður sköpunar þar sem Ásgeir ætlaði að deila sínum verkum, og því sem komið er af þeim, en einnig er von á fjölda annarra listamanna sem ætla að lesa upp ljóð, flytja tónlist, sýna myndlist.

Viðtalið við Ásgeir má lesa hér í heild sinni:

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár