Kærir Sindra fyrir fjárdrátt í Tjarnarbíó: „Ég er sjálfur í miklu áfalli“

Snæ­björn Brynj­ars­son, leik­hús­stjóri Tjarn­ar­bíós, seg­ist vera í miklu áfalli vegna meints fjár­drátts fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra. Tjarn­ar­bíó mun leggja fram kæru á hend­ur Sindra Þór Sig­ríð­ar­syni sem er grun­að­ur um að hafa dreg­ið sér minnst 13 millj­ón­ir á nokk­urra ára tíma­bili.

Kærir Sindra fyrir fjárdrátt í Tjarnarbíó: „Ég er sjálfur í miklu áfalli“
Leikhússtjóri Snæbjörn Brynjarsson vonar að lögreglurannsókn á málinu muni gefa heildarmynd af því. Mynd: Golli

„Hann er grunaður um fjárdrátt og svo sem margt annað sem mætti skoða í hans málum. Það sem okkur grunar er að hann hafi stundað fjárdrátt hérna alveg frá lok árs 2021 og að þetta séu verulegar upphæðir.“

Þetta segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, í samtali við Heimildina. Leikhúsið hyggst kæra Sindra Þór Sigríðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóra leikhússins, fyrir fjárdrátt sem talinn er hafa átt sér stað frá árinu 2021.

Sindri Þór hafði starfað um árabil hjá Tjarnarbíói – fyrst sem markaðsstjóri og síðan sem framkvæmdastjóri.

Snæbjörn segir að upphæðin sé meira en 13 milljónir en ekki er hægt að fara út í nákvæma heildarupphæð sem stendur. „Ég er sjálfur í miklu áfalli og gáttaður á upphæðinni. Ég hafði ekki ímyndunarafl í að halda að það væri eitthvað glæpsamlegt í gangi né heldur að þetta væri á þessum skala.“ 

Grunur vaknaði eftir uppsögn Sindra

Sindra var sagt upp og lét af störfum um áramótin, en þá hafði Snæbjörn, sem hóf störf í haust, unnið með honum í nokkra mánuði. Eftir að Snæbjörn sneri aftur til starfa eftir jólafrí rakst hann á undarlega hluti í reikningum Tjarnarbíós og ákvað þá að fá endurskoðendaskrifstofu til að skoða málið.

„Nú hef ég verið að skoða þetta með endurskoðendum og lögmanni og við sjáum ástæðu til þess að leggja fram kæru. Ég vona að lögreglurannsókn á málinu muni gefa okkur einhverja heildarmynd af þessu.“

Sindri hafði verið framkvæmdastjóri leikhússins frá upphafi árs 2021 og varð prókúruhafi undir lok þess árs. „Þetta er langt tímabil sem þetta hefur átt sér stað á. Svo virðist vera alveg síðan Friðrik Friðriksson lét af störfum hérna. Þá var stutt millibilsástand áður en nýr leikhússtjóri var ráðinn inn þar sem Sindri tók við stöðu framkvæmdastjóra og sá um að greiða út laun og reikninga og allt annað sem viðkom rekstrinum,“ segir Snæbjörn.

Hafnaði ekki ásökununum

Leikhússtjórinn bætir því við að hann hafi fundað með Sindra og lögmanni og að þar hafi Sindri ekki neitað þessum ásökunum.

„Hann fetti fingur út í einhverjar einstakar færslur en hann virtist hafa ímyndað sér að hann gæti kannski samið sig einhvern veginn út úr þessu. Ég hef fyrst og fremst haft hagsmuni Tjarnarbíós og listamannanna hérna efst í huga. Fyrir mér er mjög mikilvægt að endurheimta sem mest af þessum peningum og það var það sem við lögðum upp með – en í ljósi þess hvað þetta eru alvarleg brot finnst mér ég ekki geta farið aðra leið en að kæra þetta,“ segir Snæbjörn, sem býst við því að kæran verði lögð fram í fyrramálið. 

Spurður hvaða áhrif málið muni hafa á leikhúsið, sem er lítil og óhagnaðardrifin starfsemi styrkt af Reykjavíkurborg, segir Snæbjörn að öllu verklagi verði breytt. „Við þurfum alveg að endurskoða hvernig við skipum í stjórn. Við þurfum líka að tryggja að enginn einn aðili hafi aðgang að bankareikningum og svoleiðis – við erum nú þegar búin að bæta úr því.“ 

Þá segir Snæbjörn að þegar fram líði stundir sé hann tilbúinn að hitta alla listamenn og verktaka sem hafi verið í húsinu á þessum tíma sem um ræðir og fara yfir með þeim það sem varði þeirra mál. „Þannig að allt sé uppi á borðum og enginn þurfi að vera með ósvaraðar spurningar. Ég auðvitað harma rosalega þetta mál.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lilja Rafney Magnúsdóttir
1
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.
Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi
3
Viðtal

Áföll, af­leið­ing­ar og leið­ir að betra lífi

Áföll eru alls kon­ar og geta orð­ið hvenær sem er á lífs­leið­inni. Sjöfn Everts­dótt­ir, yf­ir­sál­fræð­ing­ur á Áfalla- og sál­fræðimið­stöð­inni, ræddi við Heim­ild­ina um eðli áfalla og hvað hægt sé að gera til að bregð­ast við áfall­a­streiturösk­un. Guð­rún Reyn­is­dótt­ir, eig­andi Karma Jóga­stúd­íó, seg­ir áfallamið­að jóga hjálpa fólki að finna teng­ingu við lík­amann á ný.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár