Donald Trump var 78 ára og 220 daga gamall á mánudaginn, er hann var á ný settur í embætti Bandaríkjaforseta. Enginn hefur verið eldri en Trump við embættistöku, en þetta met hrifsaði hann af forvera sínum, Joe Biden, sem varð elstur til að taka við embættinu í janúar 2021 og er til þessa sem hefur sinnt því. Á mánudag var Biden 82 ára og 61 dags gamall.
Gamlingjavæðing bandarískra stjórnmála hefur vakið nokkra athygli á undanförnum árum. Fyrir utan forsetana tvo, Biden og Trump, eru margir þingmenn komnir mjög á aldur og stundum hafa vaknað spurningar um getu þeirra til að sinna störfum sínum.
Öldungadeildin er full af öldungum, þeirra elstur er Chuck Grassley, Repúblikani frá Iowa-ríki, sem er 91 árs, fæddur 1933. Bernie Sanders, þingmaður frá Vermont, er 83 ára og Mitch McConnell, Repúblikani frá Kentucky, er 82 ára. Alls þrjátíu og einn öldungadeildarþingmaður til viðbótar er yfir 70 …
the syrup of Superman,
the homeboy of Hulk,
the beauty of Batman,
and the prump of Trump.