Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Að breyta fjalli

Ein af fyrstu ráð­stöf­un­um Don­alds Trump á dög­un­um var að breyta um nafn á hæsta fjalli Norð­ur-Am­er­íku og nefna það (að nýju) eft­ir William McKinley, nýja upp­á­halds­for­set­an­um sín­um. En hver var McKinley og hví hef­ur Trump hann í há­veg­um?

Að breyta fjalli
Bandaríkjaforsetar William McKinley og Donald Trump koma báðir við sögu fjallsins Denali.

Þegar Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér á mánudaginn var tilskipun um að fjallið Denali í Alaska skyldi eftirleiðis nefnt McKinley-fjall, þá féll sú ákvörðun óneitanlega í skuggann af ýmsu öðru sem hann tók sér fyrir hendur þann dag.

Þó sagði þessi tilskipun sína sögu eða sögur.

William McKinleymátti ekki vamm sitt vita.

Í fyrsta lagi var hún og er til vitnis um hvernig Trump ætlar sér að setja mark sitt á bæði smátt sem stórt þegar hann hefst handa um að „make America great again“. Fjall, sem hann hefur aldrei séð, fær ekki að hafa nafnið sitt í friði.

En í öðru lagi er nafngiftin til marks um hver er hið nýja uppáhald Trumps af fyrirrennurum hans. Það er William McKinley sem var forseti Bandaríkjanna 1897–1901 og hefur hingað til verið þekktastur fyrir að hafa verið myrtur í embætti, en athyglin beinist nú vegna taumlausrar aðdáunar Trumps sem þreytist …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    talandi um nafnabreytingar,
    þá er hér- með tilvísun í ekki svo afskaplega fjarlæga fortíð-
    tillaga að nafni á núverandi keisara-wannabe forseta:
    „Donald J. Schicklgruber Drumpf.”
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár