Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum

Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um til MAST vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir sjókvía­eldi í Seyð­is­firði renn­ur út í dag. Tæp­lega tólf þús­und und­ir­skrift­ir gegn leyf­inu hafa safn­ast.

Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum
Félagið VÁ stóð fyrir samstöðufundi á Seyðisfirði í október þar sem dregin var lína í sjóinn og firðinum lokað með neyðarblysum í því skyni að mótmæla fyrirhuguðu sjókvíaeldi í firðinum. Mynd: Aðsent

Fyrirtækið Kaldvík áformar að ala lax í sjókvíum á þremur stöðum í Seyðisfirði. Matvælastofnun, MAST, hefur unnið tillögu að leyfinu sem er fyrir allt að 10 þúsund tonna laxeldi í firðinum. Frestur til að skila inn athugasemdum til MAST vegna rekstrarleyfisins rennur út í dag. 

Leyfisveitingin hefur verið afar umdeild og stendur VÁ - félag um vernd fjarðar, fyrir undirskriftarsöfnun gegn henni en þegar þessar línur eru skrifaðar hafa safnast tæplega 12 þúsund undirskriftir.

Árið 2023 sýndi skoðanakönnun Gallup að 75 prósent Seyðfirðinga voru andvíg áformum um sjókvíaeldi í firðinum, en fyrirtækið Kaldvík hét á þeim tíma Ice Fish Farm. Nýja nafnið var tekið upp síðasta vor um svipað leyti og fyrirtækið var skráð á íslenska First North markaðinn. Umrætt rekstrarleyfi byggir á umsóknarferli sem hófst 2014 þegar matsáætlun umhverfisáhrifa voru kynnt. 

Fjögurra ára barátta

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, segir samtökin hafa verið og verða áfram í samtali við …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár