Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vatnamálin felldu virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar

Virkj­un­ar­áform í Hvamms­virkj­un eru í upp­námi eft­ir að land­eig­end­ur unnu stór­sig­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í máli gegn ís­lenska rík­inu og Lands­virkj­un. Tvö leyfi af þrem­ur voru þá felld úr gildi.

Vatnamálin felldu virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar
Hvammsvirkjun Orkustofnun veitti Landsvirkjun upphaflega virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember árið 2022. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú fellt virkjunarleyfið úr gildi. Mynd: Af vef Landsvirkjunar

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti öll leyfi Landsvirkjunar til byggingar Hvammsvirkjunar á miðvikudag og féllust á rök landeigenda sem kærðu leyfisveitingar tengdar Hvammsvirkjun.

Dómurinn felldi úr gildi tvær ákvarðanir af þremur. Það var heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á Þjórsá og svo ákvörðun Orkustofnunar frá september síðastliðnum, þar sem Landsvirkjun var veitt framkvæmdaleyfi til þess að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Kröfu stefnenda um að ógilda leyfi Fiskistofu var hins vegar hafnað.

Efnislega í andstöðu við lög

Orkustofnun veitti Landsvirkjun upphaflega virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember árið 2022. Það leyfi og síðar framkvæmdaleyfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem veitt var upphaflega í júní 2023, voru ógild með úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var einkum sú að við undirbúning leyfanna hefði farist fyrir að gæta að löggjöf um stjórn vatnamála. Að mati kærenda nú var ekki brugðist við þessu við undirbúning nýrra leyfa og því kærðu þau leyfisveitingarnar á ný þar sem þær væru efnislega í andstöðu við lög og ólöglegar. 

Þjórsá má ekki rýra

Markmið laga um stjórn vatnamála frá árinu 2011 eru að vernda vatn og vistkerfi þeirra, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Vistkerfi byggja á líffræðilegum, eðlisefnafræðilegum og vatnsformfræðilegu ástandsmati áa og vatna sem eru nefnd vatnshlot. Samkvæmt lögum um stjórn vatnamála má ástand vatnshlota ekki rýrna þannig að það falli um ástandsflokk. Undantekningartilvik eru þegar nýtingin er þjóðhagslega mikilvæg en þarf þó að vera sjálfbær og með langtímavernd vatnsauðlindarinnar í huga.

Annmarkar á leyfi

Í niðurstöðu héraðsdóms um þetta segir að ekki liggi fyrir gild ákvörðun um heimild til að breyta vatnshlotinu Þjórsá á þann hátt að ekki sé hægt að ná fram umhverfismarkmiðinu sem sett hefur verið fyrir vatnshlotið, sem þó var mikilvæg forsenda þess að Orkustofnun gæti veitt virkjunarleyfið, samkvæmt raforkulögum. Það teljist verulegur efnisannmarki á virkjunarleyfinu sem leiðir til þess að fallast ber á kröfu stefnenda um ógildingu þess.

Í umfjöllun Heimildarinnar í nóvember var greint frá einni kæru landeiganda á svæðinu og veiðifélagi Kálfár. Þar sagði meðal annars: 

„Breyting á Þjórsá í Hvammslón er ekki bara breyting á gerð vatnshlotsins heldur einnig á aðstæðum og vistfræðilegum eiginleikum Þjórsár.“ 

Kæra þeirra var samhljóða kærum fjölda annarra íbúa og landeigenda á svæðinu. „Það er meira íþyngjandi en orð fá lýst að þurfa nú í annað sinn að leita ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar sem svo alvarlegum annmarka er háð, eftir áratuga baráttu til að halda Þjórsá óbeislaðri í miðri sveit, með sínu lífríki,“ sögðu íbúarnir sem kærðu útgáfu framkvæmdaleyfis sveitarfélagsins Rangárþings ytra.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég vil vandaða stjórnsýsu um hugsanlegar virkjanir ekki endalaus klúður! Ekki skal ég grát þessa virkjun niðri í byggð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár