Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Vatnamálin felldu virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar

Virkj­un­ar­áform í Hvamms­virkj­un eru í upp­námi eft­ir að land­eig­end­ur unnu stór­sig­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í máli gegn ís­lenska rík­inu og Lands­virkj­un. Tvö leyfi af þrem­ur voru þá felld úr gildi.

Vatnamálin felldu virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar
Hvammsvirkjun Orkustofnun veitti Landsvirkjun upphaflega virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember árið 2022. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú fellt virkjunarleyfið úr gildi. Mynd: Af vef Landsvirkjunar

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti öll leyfi Landsvirkjunar til byggingar Hvammsvirkjunar á miðvikudag og féllust á rök landeigenda sem kærðu leyfisveitingar tengdar Hvammsvirkjun.

Dómurinn felldi úr gildi tvær ákvarðanir af þremur. Það var heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á Þjórsá og svo ákvörðun Orkustofnunar frá september síðastliðnum, þar sem Landsvirkjun var veitt framkvæmdaleyfi til þess að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Kröfu stefnenda um að ógilda leyfi Fiskistofu var hins vegar hafnað.

Efnislega í andstöðu við lög

Orkustofnun veitti Landsvirkjun upphaflega virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember árið 2022. Það leyfi og síðar framkvæmdaleyfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem veitt var upphaflega í júní 2023, voru ógild með úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var einkum sú að við undirbúning leyfanna hefði farist fyrir að gæta að löggjöf um stjórn vatnamála. Að mati kærenda nú var ekki brugðist við þessu við undirbúning nýrra leyfa og því kærðu þau leyfisveitingarnar á ný þar sem þær væru efnislega í andstöðu við lög og ólöglegar. 

Þjórsá má ekki rýra

Markmið laga um stjórn vatnamála frá árinu 2011 eru að vernda vatn og vistkerfi þeirra, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Vistkerfi byggja á líffræðilegum, eðlisefnafræðilegum og vatnsformfræðilegu ástandsmati áa og vatna sem eru nefnd vatnshlot. Samkvæmt lögum um stjórn vatnamála má ástand vatnshlota ekki rýrna þannig að það falli um ástandsflokk. Undantekningartilvik eru þegar nýtingin er þjóðhagslega mikilvæg en þarf þó að vera sjálfbær og með langtímavernd vatnsauðlindarinnar í huga.

Annmarkar á leyfi

Í niðurstöðu héraðsdóms um þetta segir að ekki liggi fyrir gild ákvörðun um heimild til að breyta vatnshlotinu Þjórsá á þann hátt að ekki sé hægt að ná fram umhverfismarkmiðinu sem sett hefur verið fyrir vatnshlotið, sem þó var mikilvæg forsenda þess að Orkustofnun gæti veitt virkjunarleyfið, samkvæmt raforkulögum. Það teljist verulegur efnisannmarki á virkjunarleyfinu sem leiðir til þess að fallast ber á kröfu stefnenda um ógildingu þess.

Í umfjöllun Heimildarinnar í nóvember var greint frá einni kæru landeiganda á svæðinu og veiðifélagi Kálfár. Þar sagði meðal annars: 

„Breyting á Þjórsá í Hvammslón er ekki bara breyting á gerð vatnshlotsins heldur einnig á aðstæðum og vistfræðilegum eiginleikum Þjórsár.“ 

Kæra þeirra var samhljóða kærum fjölda annarra íbúa og landeigenda á svæðinu. „Það er meira íþyngjandi en orð fá lýst að þurfa nú í annað sinn að leita ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar sem svo alvarlegum annmarka er háð, eftir áratuga baráttu til að halda Þjórsá óbeislaðri í miðri sveit, með sínu lífríki,“ sögðu íbúarnir sem kærðu útgáfu framkvæmdaleyfis sveitarfélagsins Rangárþings ytra.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég vil vandaða stjórnsýsu um hugsanlegar virkjanir ekki endalaus klúður! Ekki skal ég grát þessa virkjun niðri í byggð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár