Vatnamálin felldu virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar

Virkj­un­ar­áform í Hvamms­virkj­un eru í upp­námi eft­ir að land­eig­end­ur unnu stór­sig­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í máli gegn ís­lenska rík­inu og Lands­virkj­un. Tvö leyfi af þrem­ur voru þá felld úr gildi.

Vatnamálin felldu virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar
Hvammsvirkjun Orkustofnun veitti Landsvirkjun upphaflega virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember árið 2022. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú fellt virkjunarleyfið úr gildi. Mynd: Af vef Landsvirkjunar

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti öll leyfi Landsvirkjunar til byggingar Hvammsvirkjunar á miðvikudag og féllust á rök landeigenda sem kærðu leyfisveitingar tengdar Hvammsvirkjun.

Dómurinn felldi úr gildi tvær ákvarðanir af þremur. Það var heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á Þjórsá og svo ákvörðun Orkustofnunar frá september síðastliðnum, þar sem Landsvirkjun var veitt framkvæmdaleyfi til þess að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Kröfu stefnenda um að ógilda leyfi Fiskistofu var hins vegar hafnað.

Efnislega í andstöðu við lög

Orkustofnun veitti Landsvirkjun upphaflega virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember árið 2022. Það leyfi og síðar framkvæmdaleyfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem veitt var upphaflega í júní 2023, voru ógild með úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var einkum sú að við undirbúning leyfanna hefði farist fyrir að gæta að löggjöf um stjórn vatnamála. Að mati kærenda nú var ekki brugðist við þessu við undirbúning nýrra leyfa og því kærðu þau leyfisveitingarnar á ný þar sem þær væru efnislega í andstöðu við lög og ólöglegar. 

Þjórsá má ekki rýra

Markmið laga um stjórn vatnamála frá árinu 2011 eru að vernda vatn og vistkerfi þeirra, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Vistkerfi byggja á líffræðilegum, eðlisefnafræðilegum og vatnsformfræðilegu ástandsmati áa og vatna sem eru nefnd vatnshlot. Samkvæmt lögum um stjórn vatnamála má ástand vatnshlota ekki rýrna þannig að það falli um ástandsflokk. Undantekningartilvik eru þegar nýtingin er þjóðhagslega mikilvæg en þarf þó að vera sjálfbær og með langtímavernd vatnsauðlindarinnar í huga.

Annmarkar á leyfi

Í niðurstöðu héraðsdóms um þetta segir að ekki liggi fyrir gild ákvörðun um heimild til að breyta vatnshlotinu Þjórsá á þann hátt að ekki sé hægt að ná fram umhverfismarkmiðinu sem sett hefur verið fyrir vatnshlotið, sem þó var mikilvæg forsenda þess að Orkustofnun gæti veitt virkjunarleyfið, samkvæmt raforkulögum. Það teljist verulegur efnisannmarki á virkjunarleyfinu sem leiðir til þess að fallast ber á kröfu stefnenda um ógildingu þess.

Í umfjöllun Heimildarinnar í nóvember var greint frá einni kæru landeiganda á svæðinu og veiðifélagi Kálfár. Þar sagði meðal annars: 

„Breyting á Þjórsá í Hvammslón er ekki bara breyting á gerð vatnshlotsins heldur einnig á aðstæðum og vistfræðilegum eiginleikum Þjórsár.“ 

Kæra þeirra var samhljóða kærum fjölda annarra íbúa og landeigenda á svæðinu. „Það er meira íþyngjandi en orð fá lýst að þurfa nú í annað sinn að leita ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar sem svo alvarlegum annmarka er háð, eftir áratuga baráttu til að halda Þjórsá óbeislaðri í miðri sveit, með sínu lífríki,“ sögðu íbúarnir sem kærðu útgáfu framkvæmdaleyfis sveitarfélagsins Rangárþings ytra.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár