Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
Kolfinna Eldey

„Þegar svona lagað gerist er eins og maður sé sleginn í höfuðið með sleggju. Hjartað springur og allt sem maður einu sinni hélt að skipti máli sér maður að skiptir ekki nokkru máli. Þegar það dýrmætasta sem maður á er tekið frá manni þá finnst manni maður engu hafa að tapa lengur.“

Þetta skrifar Ingibjörg Dagný Ingadóttir í færslu á Facebook-síðu sinni. Dóttir hennar – hin tíu ára gamla Kolfinna Eldey Sigurðardóttir – fannst látin við Krýsuvíkurveg í september. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið dóttur sinni bana. 

Vitnað er til færslunnar með góðfúslegu leyfi frá Ingibjörgu Dagnýju.

Hún segist frekar hafa átt von á að fá loftstein í höfuðið en því sem gerðist í september. „Í langan tíma beið ég bara eftir að vakna því þetta hlyti að vera martröð. En í stað þess hvern dag sem ég vaknaði þá beið mín martröð. Einhver allt önnur veröld sem ég þekkti ekki en var fleygt harkalega inn í.

Aldrei á ævinni hef ég verið jafn mikið til í að vakna ekki á morgnana. En ég hef neyðst til að vakna. Ekki bara í einu tilliti. Ég hef vaknað upp af þeim svefni sem við erum látin sofa sem samfélag,“ skrifar hún.

„Ég missti meira en dóttur mína þann 15. september“
Ingibjörg Dagný Ingadóttir
-móðir Kolfinnu Eldeyjar

Sigurður hafi elskað dóttur sína og hún hann

Ingibjörg segir engan sem þekkti barnsföður hennar hafa ætlað að trúa því sem átti sér stað, þetta hafi komið flatt upp á alla.

„Því hann hefur ætíð verið kurteis, hjálpsamur, samviskusamur, örlátur og duglegur. Hann hefur alltaf verið mín stoð og stytta og minn besti vinur. Hann elskaði dóttur sína og gerði allt fyrir hana. Hún elskaði hann og þau áttu ætíð gott samband. Upplifun mín hefur því verið að ég missti meira en dóttur mína þann 15. september.“

Síðasta vor týndist Sigurður Fannar sporlaust heiman frá sér í Grafarvogi, mætti ekki til vinnu og ekki var hægt að ná í hann. Ingibjörg Dagný lét því lýsa eftir honum. Þegar liðið var á þriðja sólarhring fannst hann á gangi í Kópavogi.

„Hann var orðinn uppþornaður og með sár á fótum eftir að hafa labbað stanslaust. Hann hafði bara gengið um allan þann tíma í einhverju geðrofi, maníu eða einhverju sem ég kann ekki betur að nefna. En það var ljóst að það var eitthvað að. Hann fékk aðhlynningu í einhverjar klukkustundir á bráðamóttökunni áður en hann var útskrifaður,“ skrifar Ingibjörg Dagný.

Hún segir að eftir þetta hafi hún hjálpað Sigurði að sækja um hjálp á geðdeildinni. „Hann fær einhverjar pillur frá læknum eins og þeim er von og vísa og eftir einhverra daga bið fær hann höfnun frá áfallateyminu. Ekkert viðtal, engar skýringar, ekki neitt.“

Ætluðu að leika sér með nýtt leikfang

Sumarið segir Ingibjörg að hafi liðið áfallalaust. Sigurður hafi þó drekkt sér í vinnu, líkt og fólk sem hafi gengið í gegnum áföll sé gjarnt á að gera. „En ég sé að það er alltaf eitthvað að plaga hann,“ skrifar hún.

Sunnudaginn sem dóttir Ingibjargar lést fór Sigurður í Hafnarfjörð til að útrétta og dytta að bílnum sínum. Ingibjörg segir hann hafa haft Kolfinnu Eldeyju með því að þau hafi ætlað að finna sér stað til að leika með leikfang sem þær höfðu keypt nokkrum dögum áður – bolta til að kasta á milli tveggja festispjalda með frönskum rennilás.

„En þau skila sér ekki úr þeirri ferð. Ég var búin að hringja margsinnis og það var mjög óvenjulegt að hann skyldi ekki svara mér í síma. Upp úr níu um kvöldið fæ ég löggu og prest heim til mín og veröldin hrynur. Restin er sögð saga.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist þarna útfrá. Það veit enginn. Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að gera svona lagað. Hann man ekki sjálfur hvað gerðist. Hann var kominn langleiðina með að taka eigið líf og er alveg eyðilagður. Við syrgjum bæði dóttur okkar.“

„Samfélagið þarf að vakna“

Ingibjörg segir að hún sé að segja sögu sína vegna þess að samfélagið þurfi að vakna.

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvernig kerfunum hefur verið leyft að koma fram við okkur. Hvernig orðræðunni hefur lengi verið stýrt í þá áttina að láta okkur berjast innbyrðis og valda sundrungu milli okkar. Hvernig fólk hefur verið stimplað klikkað, geðveikt og ruglað.

Þannig var réttlætt að afskrifa það, loka inni og hlusta ekki á það. Á meðan þetta er ekkert annað en fólk sem hefur þurft að þola mismikið af misstórum áföllum. Og þau fá takmarkaða hjálp, ef einhverja. Það er eins og stefnan sé að hjálpin eigi að vera einhver lúxusvara sem bara ríka fólkið á að eiga kost á. Af hverju ætli það sé.“

Ingibjörg segir að pillur séu ekki lausn frekar en hækjur og að rót vandans sé enn til staðar. Hana þurfi að finna og takast á við. „Hún liggur oftar en marga grunar í áföllum sem hefur aldrei verið unnið úr. Börn eiga ekki að þurfa að erfa áföll foreldra sinna. Við erum öll á sömu skútunni. Við þurfum að vinna saman.“

Ingibjörg veltir því fyrir sér af hverju það sé yfirhöfuð hægt að neita fólki sem vanti hjálp um hana.

„Hver gefur öðrum rétt til að ákveða hvort ég þurfi hjálp eða ekki? Eina hlutverk stofnana á að vera að finna út úr því hvernig hjálp hentar í samráði við sjúklinginn, því hann er jú sérfræðingur í sinni eigin líðan. Annað er bara ofbeldi. Viljum við ekki samfélag þar sem fólk fær hjálp? Viljum við búa í samfélagi þar sem sjálfsvígstíðni, morð og ofbeldisglæpir eru algengir?“

„Það á ekki nokkur manneskja að þurfa að jarða barnið sitt“

Ingibjörg segist vera lánsöm og þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk með dóttur sinni. „Hún var alltaf sólargeisli í mínu lífi. Og ég mun gera mitt besta á minni lífsleið að fylgja hennar fordæmiað dreifa gleði og ást. Því þegar minn tími loks kemur og ég fæ að yfirgefa þetta jarðsvið þá vil ég að ég hafi lokið mínum verkefnum með sóma svo bæði hún og ég geti verið stoltar af mér.“

Kolfinna Eldey hafi lýst upp herbergið aðeins með því að vera til „Dóttir mín var góð, fyndin, vitur, skemmtileg, full af orku og hugmyndum, skapandi og frjáls. Hún var kærleiksrík, elskuleg, sjálfstæð, umhyggju- og hjálpsöm. Allir sem hana þekktu elskuðu hana.“

Ingibjörg segir Kolfinnu Eldeyju hafa kennt sér margt. „Dóttir mín var betri manneskja en ég hef nokkru sinni verið. Hún átti þetta ekki skilið.Hún gaf frá sér svo mikla ást. Hún kom til mín til að minna mig á það hver ég er. Hver við öll erum. Við erum fyrst og fremst kærleiksverur. Við fæðumst með eiginleikann til að elska, og það er það eina sem barn biður um þegar það kemur í heiminn. Ást og umhyggja.“

Ingibjörg segir það eina sem nokkurn tíma muni skipta raunverulegu máli í lífinu vera hvort fólk hafi hjálpað öðrum. „Ef þú getur verið sólargeisli í lífi einhvers þá hefurðu náð markmiði lífsins. Þetta er ekki flóknara en það. Þegar þú skilur það þá skilurðu lífið. Eitthvað sem gert er af ást og samkennd er ávallt rétta ákvörðunin.“

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Þau voru nokkur svona lítil ljós sem slokknuðu á síðasta ári. Það er vont að sjá og verða vitni að, en verra að vera aðstandandi. Við verðum að fara að girða okkur í brók og gera betur. Þetta er allt of dýrt fyrir okkur öll.
    1
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Faðirinn þarf samt töluvert meiri hjálp en nokkur annar í fjölskyldunni. Þetta drama hverfur ekki sama hvað manneskja vinnur í sjálfri sér eða tekur marga AA fundi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár