Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Uppbygging í Skeifunni varpi skugga á þróunarreit við Álfheima

Fast­eigna­þró­un­ar­fé­lag­ið Klasi sem vinn­ur að upp­bygg­ing­ar­verk­efni á bens­íns­stöðv­ar­reit við Álf­heima 49 furð­ar sig á því að Reykja­vík­ur­borg aug­lýsi nú deili­skipu­lag vegna upp­bygg­ing­ar á reit í Skeif­unni, sem myndi varpa yf­ir Álf­heimareit­inn á su­mar­kvöld­um.

Uppbygging í Skeifunni varpi skugga á þróunarreit við Álfheima
Skeifan 7-9 Fyrirhugað er að stærðarinnar fjölbýlishús rísi á lóðunum á milli ÁTVR og veitingastaðarins KFC í Skeifunni, upp við Suðurlandsbrautina. Handan hennar er í dag bensínstöð Olís, ein margra bensínstöðva sem á að víkja fyrir annarri uppbyggingu. Mynd: Teikning úr deiliskipulagstillögu

Fasteignaþróunarfélagið Klasi, sem undirbýr uppbyggingu á lóð við Álfheima 49, þar sem Olís rekur í dag bensínstöð, gerir „alvarlega athugasemd“ við auglýsta deiliskipulagstillögu á reit handan Suðurlandsbrautarinnar, í Skeifunni 7-9.

Á lóðum í Skeifunni 7-9, sem fasteignafélagið Eik á, stendur til að rífa tvær stórar atvinnubyggingar og byggja eitt stærðarinnar fjölbýlishús, að mestu 4 til 6 hæða hátt, en þó allt upp í 8 hæðir á norðvesturhorni. Þetta hús, sem gæti orðið með allt að 200 íbúðum samkvæmt deiliskipulagstillögu, segir Klasi að komi til með að skyggja á bensínstöðvarreitinn við Álfheima.

Í athugasemd sem fulltrúi Klasa hefur sett fram í skipulagsgátt segir að það komi „verulega á óvart“ að Reykjavíkurborg sé nú að auglýsa tillögu þar sem gert sé ráð fyrir allt að 6-8 hæða húsum sem standi beint í suður og vestur af Álfheimum.

Við skoðun á tillögunni sjáist „greinilega að þessi byggingaráform hafa mjög neikvæð áhrif á dvalarsvæði, …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár