Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Íslendingar spenntari fyrir atkvæðagreiðslu en aðild að ESB

Meiri­hluti lands­manna vill at­kvæða­greiðslu um hvort að­ild­ar­við­ræð­um Ís­lands við Evr­ópu­sam­band­ið verði hald­ið áfram. 45 pró­sent eru hlynnt að­ild að sam­band­inu.

Íslendingar spenntari fyrir atkvæðagreiðslu en aðild að ESB

Samkvæmt nýrri könnun Prósents eru 45 prósent Íslendinga hlynnt aðild að Evrópusambandinu (ESB). Hærra hlutfall, eða 58 prósent, er hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að hefja eigi aðildarviðræður líkt og ný ríkisstjórn hefur boðað að eigi sér stað eigi síðar en 2027. 

AðildHér má sjá afstöðu fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu

Þótt hlutfall þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið sé minna en helmingur landsmanna eru talsvert færri, eða 35 prósent, sem eru andvígir aðildinni. Tuttugu prósent hafa ekki myndað sér skoðun.

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru launþegar í fullu starfi og fólk á eftirlaunum hlynntast aðild en atvinnurekendur andvígastir. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokks andvígastir atkvæðagreiðslu

Sem fyrr segir vill meirihluti þjóðarinnar, 58 prósent, að kosið verði um aðildarviðræður að ESB. Andvígir atkvæðagreiðslu eru 27 prósent en 15 prósent eru hvorki né. Þau sem kusu Pírata, Samfylkinguna og Viðreisn í síðustu alþingiskosningum eru hlynntust atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður en kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Lýðræðisflokksins og Miðflokksins eru andvígastir.

Aðeins minni áhugi á atkvæðagreiðslu virðist vera meðal yngsta aldurshópsins, 18-24 ára. Þar er aðeins helmingur sem vill að kosið verði. Mestur áhugi er meðal 45-54 ára, í þeim hópi vilja 65 prósent ganga að kjörborðinu.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    56% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir aðild og 68% þeirra hlynntir því að haldið verði áfram með samningaviðræður.
    Þetta bendir til að aðild verði samþykkt með miklum meirihluta að öllu óbreyttu.
    Endanlegir samningar munu leiða í ljós að hræðsluáróður andstæðinga aðildar á við lítil rök að styðjast.
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því.
    0
    • PB
      Páll Bragason skrifaði
      Vilji þjóðin ganga í Evrópusambandið getur alþingi gert þær breytingar á stjórnarskrá sem nauðsynlegar kunna að vera. Vilji þjóðarinnar er aðalatriði.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu