Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Íslendingar spenntari fyrir atkvæðagreiðslu en aðild að ESB

Meiri­hluti lands­manna vill at­kvæða­greiðslu um hvort að­ild­ar­við­ræð­um Ís­lands við Evr­ópu­sam­band­ið verði hald­ið áfram. 45 pró­sent eru hlynnt að­ild að sam­band­inu.

Íslendingar spenntari fyrir atkvæðagreiðslu en aðild að ESB

Samkvæmt nýrri könnun Prósents eru 45 prósent Íslendinga hlynnt aðild að Evrópusambandinu (ESB). Hærra hlutfall, eða 58 prósent, er hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að hefja eigi aðildarviðræður líkt og ný ríkisstjórn hefur boðað að eigi sér stað eigi síðar en 2027. 

AðildHér má sjá afstöðu fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu

Þótt hlutfall þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið sé minna en helmingur landsmanna eru talsvert færri, eða 35 prósent, sem eru andvígir aðildinni. Tuttugu prósent hafa ekki myndað sér skoðun.

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru launþegar í fullu starfi og fólk á eftirlaunum hlynntast aðild en atvinnurekendur andvígastir. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokks andvígastir atkvæðagreiðslu

Sem fyrr segir vill meirihluti þjóðarinnar, 58 prósent, að kosið verði um aðildarviðræður að ESB. Andvígir atkvæðagreiðslu eru 27 prósent en 15 prósent eru hvorki né. Þau sem kusu Pírata, Samfylkinguna og Viðreisn í síðustu alþingiskosningum eru hlynntust atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður en kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Lýðræðisflokksins og Miðflokksins eru andvígastir.

Aðeins minni áhugi á atkvæðagreiðslu virðist vera meðal yngsta aldurshópsins, 18-24 ára. Þar er aðeins helmingur sem vill að kosið verði. Mestur áhugi er meðal 45-54 ára, í þeim hópi vilja 65 prósent ganga að kjörborðinu.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    56% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir aðild og 68% þeirra hlynntir því að haldið verði áfram með samningaviðræður.
    Þetta bendir til að aðild verði samþykkt með miklum meirihluta að öllu óbreyttu.
    Endanlegir samningar munu leiða í ljós að hræðsluáróður andstæðinga aðildar á við lítil rök að styðjast.
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því.
    0
    • PB
      Páll Bragason skrifaði
      Vilji þjóðin ganga í Evrópusambandið getur alþingi gert þær breytingar á stjórnarskrá sem nauðsynlegar kunna að vera. Vilji þjóðarinnar er aðalatriði.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu