Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Íslendingar spenntari fyrir atkvæðagreiðslu en aðild að ESB

Meiri­hluti lands­manna vill at­kvæða­greiðslu um hvort að­ild­ar­við­ræð­um Ís­lands við Evr­ópu­sam­band­ið verði hald­ið áfram. 45 pró­sent eru hlynnt að­ild að sam­band­inu.

Íslendingar spenntari fyrir atkvæðagreiðslu en aðild að ESB

Samkvæmt nýrri könnun Prósents eru 45 prósent Íslendinga hlynnt aðild að Evrópusambandinu (ESB). Hærra hlutfall, eða 58 prósent, er hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að hefja eigi aðildarviðræður líkt og ný ríkisstjórn hefur boðað að eigi sér stað eigi síðar en 2027. 

AðildHér má sjá afstöðu fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu

Þótt hlutfall þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið sé minna en helmingur landsmanna eru talsvert færri, eða 35 prósent, sem eru andvígir aðildinni. Tuttugu prósent hafa ekki myndað sér skoðun.

Samkvæmt niðurstöðum Maskínu eru launþegar í fullu starfi og fólk á eftirlaunum hlynntast aðild en atvinnurekendur andvígastir. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokks andvígastir atkvæðagreiðslu

Sem fyrr segir vill meirihluti þjóðarinnar, 58 prósent, að kosið verði um aðildarviðræður að ESB. Andvígir atkvæðagreiðslu eru 27 prósent en 15 prósent eru hvorki né. Þau sem kusu Pírata, Samfylkinguna og Viðreisn í síðustu alþingiskosningum eru hlynntust atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður en kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Lýðræðisflokksins og Miðflokksins eru andvígastir.

Aðeins minni áhugi á atkvæðagreiðslu virðist vera meðal yngsta aldurshópsins, 18-24 ára. Þar er aðeins helmingur sem vill að kosið verði. Mestur áhugi er meðal 45-54 ára, í þeim hópi vilja 65 prósent ganga að kjörborðinu.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    56% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir aðild og 68% þeirra hlynntir því að haldið verði áfram með samningaviðræður.
    Þetta bendir til að aðild verði samþykkt með miklum meirihluta að öllu óbreyttu.
    Endanlegir samningar munu leiða í ljós að hræðsluáróður andstæðinga aðildar á við lítil rök að styðjast.
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því.
    0
    • PB
      Páll Bragason skrifaði
      Vilji þjóðin ganga í Evrópusambandið getur alþingi gert þær breytingar á stjórnarskrá sem nauðsynlegar kunna að vera. Vilji þjóðarinnar er aðalatriði.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár