Náði stöðugleika eftir eigin ólgu

Eft­ir rétt tæp sex­tán ár í for­ystu fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn hef­ur Bjarni Bene­dikts­son sagt sig frá stjórn­mál­um. Sag­an mun dæma hann vel, segja stuðn­ings­menn, en óljóst er ná­kvæm­lega hvað hann skil­ur eft­ir sig. Á síð­ustu fimm­tíu ár­um hef­ur eng­inn mynd­að fleiri rík­is­stjórn­ir og eng­inn átt að­ild að jafn­mörg­um sem springa.

Náði stöðugleika eftir eigin ólgu
Farinn Bjarni ætlar ekki að taka sæti á þingi þegar það kemur saman, þó aðeins séu nokkrar vikur síðan hann atti baráttu fyrir því að fá kjör. Hann er farinn í frí. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson segir skilið við pólitík eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í gegnum sex kosningar. Fáir stjórnmálamenn hafa átt aðild að jafnmörgum ríkisstjórnum og enn færri að jafnmörgum sem sprungu. Af fjórum ríkisstjórnum sem hann átti aðild að, lifði aðeins ein heilt kjörtímabil. 

Bjarni hefur verið einn valdamesti maður landsins um árabil og undir hans stjórn hefur hlutverk fjármálaráðherra stækkað. Jafnvel þó að hann sé óvinsælasti stjórnmálamaður landsins, samkvæmt mælingum, fullyrða samflokksmenn Bjarna að sagan muni dæma verk hans vel. En hver er arfleifð Bjarna Benediktssonar? 

Stærstu verkefni Bjarna hafa fyrst og fremst hverfst um að ná tökum á utanaðkomandi aðstæðum. Samningar við kröfuhafa föllnu bankanna og afnám gjaldeyrishafta sem sett voru á við hrun sömu banka, skuldaleiðrétting samkvæmt loforðum samstarfsflokks hans, og viðbrögð við Covid-19 faraldrinum. 

Fjármálaráðherra en ekki forsætis

Bjarni komst fyrst til valda árið 2013 þegar hann varð fjármálaráðherra  í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá formanns Framsóknarflokksins. …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu