Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Náði stöðugleika eftir eigin ólgu

Eft­ir rétt tæp sex­tán ár í for­ystu fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn hef­ur Bjarni Bene­dikts­son sagt sig frá stjórn­mál­um. Sag­an mun dæma hann vel, segja stuðn­ings­menn, en óljóst er ná­kvæm­lega hvað hann skil­ur eft­ir sig. Á síð­ustu fimm­tíu ár­um hef­ur eng­inn mynd­að fleiri rík­is­stjórn­ir og eng­inn átt að­ild að jafn­mörg­um sem springa.

Náði stöðugleika eftir eigin ólgu
Farinn Bjarni ætlar ekki að taka sæti á þingi þegar það kemur saman, þó aðeins séu nokkrar vikur síðan hann atti baráttu fyrir því að fá kjör. Hann er farinn í frí. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson segir skilið við pólitík eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í gegnum sex kosningar. Fáir stjórnmálamenn hafa átt aðild að jafnmörgum ríkisstjórnum og enn færri að jafnmörgum sem sprungu. Af fjórum ríkisstjórnum sem hann átti aðild að, lifði aðeins ein heilt kjörtímabil. 

Bjarni hefur verið einn valdamesti maður landsins um árabil og undir hans stjórn hefur hlutverk fjármálaráðherra stækkað. Jafnvel þó að hann sé óvinsælasti stjórnmálamaður landsins, samkvæmt mælingum, fullyrða samflokksmenn Bjarna að sagan muni dæma verk hans vel. En hver er arfleifð Bjarna Benediktssonar? 

Stærstu verkefni Bjarna hafa fyrst og fremst hverfst um að ná tökum á utanaðkomandi aðstæðum. Samningar við kröfuhafa föllnu bankanna og afnám gjaldeyrishafta sem sett voru á við hrun sömu banka, skuldaleiðrétting samkvæmt loforðum samstarfsflokks hans, og viðbrögð við Covid-19 faraldrinum. 

Fjármálaráðherra en ekki forsætis

Bjarni komst fyrst til valda árið 2013 þegar hann varð fjármálaráðherra  í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá formanns Framsóknarflokksins. …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár