Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra

Lár­us M. K. Ólafs­son mun á næstu dög­um hefja störf sem að­stoð­ar­mað­ur Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra. Hann hef­ur starf­að sem sér­fræð­ing­ur á sviði orku- og um­hverf­is­mála hjá Sam­tök­um iðn­að­ar­ins frá ár­inu 2019.

Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra

Lögfræðingurinn Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann hefur frá árinu 2019 starfað sem sérfræðingur á sviði orku- og umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins og mun taka til starfa á næstu dögum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Lárus var árin 2008-2011 yfirlögfræðingur Orkustofnunar og staðgengill orkumálastjóra. Hann hefur einnig starfað sem lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Þá starfaði hann sem lögfræðingur á skrifstofu orkumála hjá iðnaðarráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu á árunum 2005-2008.

Lárus hefur einnig sinnt kennslu á sviði umhverfis- og auðlindaréttar við Háskóla Íslands. Frá árinu 2024 hefur hann verið formaður norræna umhverfismerkisins Svansins á Íslandi og hann hefur verið varaformaður í stjórn Úrvinnslusjóðs frá 2012.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár