Að sögn breska sálfræðingsins Adam Phillips hrærumst við einhvers staðar milli lífsins sem við lifum og lífsins sem við viljum. Hann segir tilvist okkar skiptast í tvennt; í hið eiginlega líf og „hið ólifaða líf“, líf sem við lifum aldrei en teljum að hefði getað orðið. Þannig eyðum við ævinni með manneskjunni sem við urðum aldrei og spurningunni: Hvað ef?
Janúar ár hvert ver ég í biturleika með manneskjunni sem ég hefði getað verið í desember. „Hið ólifaða líf“ í jólamánuðinum var dásemdin ein, fullt af unaðslegri afslöppun á sófanum með bók í annarri, bolla af heitu kakói í hinni, Pottþétt jól 3 á fóninum og jólakonfektkassa á sófaborðinu. Hið eiginlega líf var hins vegar ísköld örvilnun – sein með gjafirnar, sein með jólamatinn, sein í jólaboðið, smalandi börnunum eins og sauðfé í réttum sem einnig þarf að koma í sokkabuxur og setja á bindi, í sífellu, að eilífu, eins og Bill Murray í Groundhog Day, amen.
Í ljós kemur hins vegar að janúar gremjan þarf ekki endilega að vera eyðileggingarafl. Phillips er þeirrar skoðunar að leit okkar að ánægju liggi til grundvallar hæfni okkar til að lifa af. Þegar við leyfum okkur að finna til gremju öðlumst við skilning á hvað það er sem veitir okkur gleði. Það er því „hið ólifaða líf“ og gremjan sem því fylgir sem gerir okkur kleift að komast í gegnum hið eiginlega líf.
Ég er eflaust ekki ein um að gremjast að jólin hafi ekki veitt mér þá ánægju sem árstíðin boðar. Láti maður hins vegar gremjuna vísa sér veginn blasir við hið augljósa: Hver segir að ekki megi gera í janúar það sem stóð til að gera í desember?
Eftirfarandi eru uppskriftir að jólum í janúar.
1) Gæðastundir í sófanum
Janúar er tími boðháttar. Strengdu heit. Farðu í ræktina. Skráðu þig á námskeið. Settu þér
markmið. Gerðu eitthvað.
En eftir eril jólanna, í stað þess að gera, hví ekki bara að vera – á sófanum.
Í ár stálu Alþingiskosningar athyglinni frájólabókaflóðinu eins og Grinch stal jólunum. Kæmu kosningar ekki í veg fyrir bóklestur voru það jólaverkin sem mynduðuóeiginlegan virkisvegg um sófann.
Í jólabókaflóðinu í ár má finna margar gæðastundir ísófanum:
2) Rólegheit utan heimilisins
En gæðastundir einskorðast ekki við sófann. Hafðir þú ætlað þér að fara á huggulega jólatónleika en festist í áráttukenndri leit að hinni fullkomnu jólagjöf, jafnþrálátri og umferðarteppan í bílastæðahúsinu í Kringlunni? Ekki örvænta:
3) Smákökur sem setja hlutina í samhengi
Skömmu fyrir jól 2023 var Grindavík rýmd vegna eldgosahættu. Þótt minna hafi farið fyrir umfjöllun um þrautir Grindvíkinga þessi jól búa Grindvíkingar enn við áskoranir.
Í Grindavík er að finna bakaríið Hérastubb þar sem þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu hafa staðið vaktina af elju og eldmóði í tuttugu og níu ár. Erfiðleikarnir sem þau hafa þurft að takast á við setja hversdagsáhyggjur – eins og þær að hafa ekki náð að njóta jólanna – í samhengi. En þrátt fyrir óvissu, rýmingar og rafmagnsleysi bakar fjölskyldan enn.
Síðustu jól sló í gegn uppskrift að jólasmákökum Hérastubbs, sem birtist í pistli hér á Heimildinni. Hafi fyrirfarist að baka um jólin eru engar reglur sem kveða á um að bannað sé að baka smákökur í janúar.
Janúarjóla súkkulaðibitakökur Hérastubbs
120 g sykur
100 g púðursykur
120 g smjörlíki
1 egg
80 g súkkulaðibitar
240 g hveiti
1,5 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
Setjið sykur, púðursykur og smjörlíki í hrærivél og hrærið. Bætið við eggi og vanilludropum og hrærið. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið uns deigið helst vel saman. Rúllið deigið í hæfilega pylsu. Skerið pylsuna í 1 cm þykkar sneiðar, raðið þeim á plötu og bakið í ofni við 180 gráður í 6-8 mínútur.
4) Sjónvarpsdagskráin
Jólin eru árstíð kærleika og friðar. Eða svo segir allavega í jólalaginu. Hin meinta ró jólanna er þó fyrir mörgum ekki annað en ósönnuð tilgáta.
Sjónvarpsgláp verður æ stærri þáttur jólanna. Ekki eru þó allir svo lánsamir að geta leyft sér slíkan munað.
Í aðdraganda jóla hafði blaðamaður DV samband við mig og spurði hver væri mín uppáhalds jólamynd. Svarið var auðvelt: You’ve Got Mail með Meg Ryan og Tom Hanks. Við eiginmaðurinn höfðum horft á myndina árlega með viðhöfn í aðdraganda jóla þangað til við hentu DVD spilaranum fyrir nokkrum árum. Í kjölfar samtalsins einsetti ég mér að horfa á um jólin hinn meinfyndna óð til ástarinnar, kapítalismans og internetsins eftir uppáhalds pistlahöfundinn minn, NoruEphron.
Ekki varð þó af því.
Af nógu er að taka í janúar fyrir þau sem höfðu ekki tíma til að horfa á sjónvarpið um jólin:
5) Leifarnar í eldhússkápnum
Áður en heilsuátakið hefst í janúar er ekki úr vegi að klára leifarnar af góðgætinu sem leynast í eldhússkápnum.
Breskar jólakartöflur sem smakkast vel árið um kring
1 kg kartöflur (helst tegund sem er „mjölkennd“ (e. „floury) sem verður extra rjómakennd við bakstur).
100 g gæsa- eða andafita
2 teskeiðar hveiti
Maldon salt
- Hitið ofninn í 180C (200C sé hann ekki með viftu). Setjið rúmgóða ofnskúffu inn í ofninn og leyfið henni að hitna.
- Skrælið kartöflurnar og skerið hverja í fjóra bita (tvo séu þær litlar).
- Setjið kartöflurnar í pott með vatni og salti. Látið suðuna koma upp og leyfið kartöflunum að sjóða í tvær mínútur.
- Setjið fituna í ofnskúffuna og leyfið henni að hitna vel.
- Hellið vatninu af kartöflunum gegnum sigti.
- Hristið kartöflurnar til í sigtinu svo yfirborð þeirra úfni.
- Stráið hveitinu yfir kartöflurnar og hristið aðeins meira.
- Setjið kartöflurnar varlega í heita ofnskúffuna – það ætti að snarka í fitunni – og veltið þeim vel upp úr fitunni.
- Dreifið kartöflunum um ofnskúffuna svo hver kartafla hafi nóg pláss.
- Bakið kartöflurnar í 40-50 mínútur. Veltið þeim upp úr fitunni á 10-15 mínútna fresti uns þær eru gylltar og stökk að utan en mjúkar að innan.
- Stráið loks saltinu yfir.
Athugasemdir (3)