Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ný ríkisstjórnin ósamstíga varðandi inngöngu inn í ESB

Grund­vallarágrein­ing­ur er inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um inn­göngu inn í ESB. All­ir for­menn­irn­ir eru þó sam­mála um að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mál­ið.

Ný ríkisstjórnin ósamstíga varðandi inngöngu inn í ESB
Grundvallaágreiningur er innan nýrrar ríkisstjórnar um inngöngu inn í ESB, þó að allir formenn séu sammála um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Mynd: Golli

Ríkisstjórnin er ósammála í afstöðu sinni til inngöngu í ESB. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði á blaðamannafundi í Hafnarborg, þar sem samtarfssamningur flokkanna var undirritaður, að hún væri andvíg inngöngu í ESB. Á sama tíma er hún hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp viðræður á ný.

„Persónulega vil ég ekki ganga inn í Evrópusambandið að svo komnu, en þjóðin á alltaf að eiga lokaorðið,“ sagði hún á fundinum. Þannig er að teiknast upp samskonar staða og þegar VG og Samfylkingin hófu upprunalega samningaviðræður við ESB skömmu eftir Hrun. Þá var VG andvígt inngöngu sem olli miklum átökum innan flokkanna.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að það væru uppi áhyggjur vegna málsins.

„Það hafa margir áhyggjur af því að það verði sundrung í umræðunni, þess vegna skptir máli tíminn, tímasetningar og aðdragandi,“ sagði hún og bætti við að þess vegna meðal annars væri ákveðið að kjósa á seinni hluta kjörtímabilsins, …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Munurinn á Ingu og Vg varðandi ESB umsókn er sá, að Inga ætlar að beygja sig undir vilja þjóðarinnar, sem Vg gerði ekki. Inga hefur ekki áhuga á að hljóta sömu örlög og Vg.
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hvers svo sem "vilji þjóðarinnar" kann að vera þá hefur hann ekkert lagagildi umfram stjórnarskránna og hún heimilar ekki ESB aðild. Það er einföld staðreynd.
      0
  • GH
    Gunnar Hólmsteinn skrifaði
    Það er ekkert að því að þjóðin fái að ,,kíkja í pakka" - eða að minnsta kosti að hún fái tækifæri til þess. Hér eru hins vegar ýmsir sem vilja hindra þjóðina í því í nafni þröngra sérhagsmuna. Tími kominn til að gefa þeim frí.
    8
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hérna er pakkinn: https://www.eeas.europa.eu/node/18060_en
      Þið hafið fengið 12 ár til að kíkja í hann.
      0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því. Allir þingmenn verða að vinna drengskaparheit að stjórnarskrá og þeir mega ekki virða það að vettugi með því að stuðla að broti gegn stjórnarskránni. Enginn stjórnarsáttmáli getur breytt því.
    -5
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    "Ný ríkisstjórnin ósamstíga varðandi inngöngu inn í ESB" Hvað með það? Þær sögðu það sem skiptir máli. Þjóðin ræður.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár