Síðasta messan verður á aðfangadag klukkan 18, svo verða jarðarfarir og skírnir á milli jóla og nýárs og svo fer hempan á hilluna,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson prestur, sem söðlar um á fyrsta degi nýs árs, flytur búferlum til Vestmannaeyja þar sem hann verður framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Hann segir gaman að fá að enda prestsferilinn á sjálfri aðfangadagsmessunni.
„Alla jafna er þetta fjölmennasta guðsþjónusta ársins, sex-messan á aðfangadag, og margir sem koma kannski bara í kirkju í þessa messu. Það er svolítið gaman að fá að enda ferilinn á þessari messu. Full kirkja og allir í hátíðarskapi. Það verður engin jarðarfararstemning,“ segir hann.
Ólafur segist ætla að vanda sig í þessari lokamessu og reyna að vera í hátíðarskapi. „Þó að líka muni ég sakna þess. Ég er búinn að vera í þessu starfi í átján ár og haft gaman af því og verið með fólki á stærstu stundunum, bæði í …
Athugasemdir