Krydd lífsins
3.5 stjörnur
Krydd lífsins
Höfundur: Einar Örn Gunnarsson
288 bls.
Sögur útgáfa
Þetta smásagnasafn teygir anga sína til allra höfuðborga Norðurlandanna, þótt Reykjavík og Kaupmannahöfn séu algengustu sögusviðin. Aðalpersónurnar eru oftast Íslendingar, en þó líka nokkrir heimamenn, stundum er það órætt. Hér hittum við fyrir nokkra listamenn og listfræðinga, áhugaleikara, lækni, blaðamann, bankamenn, hönnuð skipaskrúfu, bókmenntafræðing og fleiri – og einn helsti styrkur sagnanna er að hve mikilli alúð er kafað ofan í störf persónanna, stundum þeirra eiginlega starfa og stundum það sem þau dreymdi um að verða en urðu aldrei, eins og líksnyrtinn sem lifir lífi sínu sem leikari og konuna sem bregst við óvæntum skilnaði með því að rifja upp takta skautastjörnunnar sem hún var á unglingsárum.
„Þessar sögur eru þó jafnoft kómískar og þær eru sorglegar, jafnvægið þar á milli er prýðilegt
Oft óvænt endalok
Besta sagan er sú stysta og torræðasta – „Síðasti dagur í Tívolí“ – um aldraðan en þó bernskan mann sem …
Athugasemdir