Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
Laugardalshöll Samkvæmt upplýsingum í borgarvefsjá er hluti bílastæðanna við Laugardalshöll, sem nú eru boðin til sölu eina kvöldstund, ekki innan lóðarmarka Laugardalshallarinnar, heldur standa þau á almennu borgarlandi.

Þeim sem ætla að sækja jólatónleika í Laugardalshöll á laugardagskvöld býðst að kaupa sér sérstakan aðgang að bílastæðunum næst húsinu af tónleikahöldurunum, Senu Live. Uppsett verð á hverju bílastæði er 5.990 krónur fyrir kvöldið. 

Þetta hefur nokkrum sinnum verið gert við viðburðahald í húsinu, til dæmis á tónleikum Backstreet Boys fyrir nokkrum árum samkvæmt svari sem Heimildinni barst frá Senu, en alla jafna eru bílastæðin við húsið og raunar Laugardalnum öllum gjaldfrjáls.

Hluti bílastæðanna sem boðin eru til sölu þetta kvöld eru á landi sem tilheyrir ekki lóð Laugardalshallarinnar, heldur standa þau á landi Reykjavíkurborgar við Engjaveg. 

Þrátt fyrir mikið bílastæðaflæmi við íþróttamannvirkin á svæðinu, auk fjölda ókeypis bílastæða við Suðurlandsbraut og víðar í grenndinni, skapast oft ófremdarástand þegar fjölsóttir viðburðir standa yfir í Laugardalnum. Bílum er þá gjarnan lagt ólöglega á svæðinu.

Búast má við því að tónleikarnir á laugardaginn, Jólagestir Björgvins, verði vel sóttir. Þeir eru auglýstir sem kveðjutónleikar í þessari tónleikaröð, sem hefur verið fastur liður fyrir jólin um langa hríð.

Hafa selt aðgang að stæðum af og til 

Heimildin fékk ábendingu um bílastæðasöluna frá manni sem blöskraði verðlagningin á stæðunum og taldi að þarna væri um bæði okur og græðgi að ræða af hálfu Senu.

Samkvæmt svari frá Senu hefur fyrirtækið af og til selt aðgang að bílastæðum með svipuðum hætti, allt frá því að Justin Timberlake kom til landsins og spilaði í Kórnum árið 2014. Þetta hafi svo verið gert af og til, nú nýlega í tengslum við tónleika Backstreet Boys í Laugardalshöll. 

Í svarinu frá Senu, sem barst frá Ísleifi Þórhallssyni framkvæmdastjóra, segir einnig að verið sé að leitast við að auka gæði tónleikahaldsins og auka þjónustu við tónleikagesti.

Þar kemur einnig fram að fyrirtæki reikni með að það verði uppselt í stæðin fyrir tónleika. 

Málið útskýrt á sérstakri bílastæðasíðu

Á sérstakri bílastæðasíðu tónleikahaldarans er fyrirkomulagið útskýrt. Þar segir að öll þrjú bílastæðin sem eru í boði, A-, B- og C-stæði, kosti það sama.

BílastæðiAðgangur að þessum þremur bílastæðum kostar 5.990 kr. á laugardagskvöld. Stæðin fyrir framan Höllina, A-svæðið, er utan lóðarmarka Laugardalshallar og því á borgarlandi.

Starfsmenn munu hleypa inn á bílastæðin og skanna sérstaka miða sem fólk kaupir fyrir stæðin. Engar hömlur verða á fjölda gesta í hvern bíl, samkvæmt því sem segir á vef Senu. 

Þar segir jafnframt að engin ábyrgð sé tekin á bifreiðum, einungis verði vakt við innkeyrslur á svæðið til að skanna miðana, en bílarnir ekki vaktaðir sérstaklega í kjölfarið.

Sérstaklega er svo tekið fram að Sena Live hafi „enga stjórn á umferðinni“ og að miði í bílastæði gefi engan forgang í umferðinni á leið á tónleikana. „Búast má við því að umferð í kringum Höllina verði þung á tónleikadegi og það er á ábyrgð gesta að koma sér að stæðunum í tæka tíð,“ segir á vef Senu. 

Einnig er tekið fram að ekki sé selt inn í stæði fyrir hreyfihamlaða við Laugardalshöllina og að þeir sem eru með blátt P-merki geti fengið aðgang að stæðunum, á meðan plássið leyfir.

Forgangur að bílastæðakaupum fylgdi dýrustu miðunum

Miðarnir á Jólagesti Björgvins kosta frá 9.990 krónum og upp í 29.990 krónur, en það eru þá sérstakir VIP Gull-miðar, miðar á besta stað í húsinu, með sérinngangi í Laugardalshöllina og ókeypis drykk á barnum.

Til viðbótar fengu þeir sem keyptu VIP Gull-miðana forgang á að kaupa sér aðgang að bílastæðunum. Uppselt er orðið í flest sæti Laugardalshallarinnar, samkvæmt upplýsingum á miðasöluvefnum Tix. Hins vegar er enn hægt að kaupa aðgang að bílastæðunum, á öll þrjú svæðin.

Félagið Íþrótta- og sýningahöllin hf., sem er í jafnri eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins, rekur Laugardalshöllina. Blaðamaður hringdi þangað inn og fékk þau svör að fyrirtækið hefði ekki upplýsingar um bílastæðasöluna. 

Starfsmaður Laugardalshallarinnar benti því á ýmist tónleikahaldara eða Reykjavíkurborg fyrir frekari upplýsingar. Heimildin sendi fyrirspurnir á bæði Senu og Reykjavíkurborg vegna þessa máls.

Fréttin hefur verið uppfærð með svörum sem bárust frá Senu Live.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Hvert rennur peningurinn?
    0
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      nú, til tónleikahaldara (Senu). Þau eru bókað ekki að fara að skila neinu af þessu gjaldi til borgarinnar.
      0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Selja bílastæði sem þeir eiga ekki ? Ólögmætur gjörningur sem er full ástæða að lögreglan skoði.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár