Ég segi eins og er að mér finnst heimurinn afar ruglingslegur og vara við – þessi pistill einkennist ekki af bjartsýni. Kannski er það vegna aldurs að þessi tilfinning ágerist – og þó, margt í nútímanum virkar svo innilega órökrétt. Það eru ansi djúp vonbrigði sem við sem erum frjálslynd og á miðjunni í stjórnmálum þurfum að glíma við.
Ég hef margvíslegar áhyggjur af gangi heimsmála. Gervigreindin er ofarlega á blaði. Við umgöngumst þessa flóknu tækni, sem við skiljum í raun fjarskalega illa, af alltof mikilli léttúð. Treystum vísindafólki, tæknimönnum og auðmönnunum í Sílikondal sem hafa í raun frjálst spil.
„Í mér býr dálítill lúddíti“
Vélvitið reynist ábyggilega mjög spennandi í til dæmis læknavísindum – en um leið hefur maður áhyggjur af gríðarlegum ójöfnuði sem tæknin gæti haft í för með sér. Þarna fer fram stærsti hugverkaþjófnaður sögunnar.
Vélvitið er æ meira notað í hernaði og fjármálabraski þar sem gegnsæið …
Athugasemdir