Fyrir unglingana
Vatnsbrúsi
Stuðlar að nægri vökvainntöku með töff hönnun og hagnýtum eiginleikum. Ekki skemmir fyrir að þetta er mun umhverfisvænni kostur en plastflöskur.
Bók
Hvort sem þetta er hinn fullkomni flótti frá hversdagsleikanum eða uppspretta innblásturs fyrir skapandi hugsuði, þá er bók klassísk jólagjöf. Hægt er að skoða úrvalið í Bókatíðindum 2024.
Jogging-galli
Þægilegur en jafnframt smart klæðnaður fyrir alls konar aðstæður.
Skartgripir
Tímalaus jólagjöf sem getur bætt glæsileika við hvaða klæðnað sem er.
Tækni
Snjallúrin frá Apple eru hagnýt úr sem meðal annars fylgjast með hreyfingu, mæla hjartslátt og gera fólki kleift að senda skilaboð.
Fyrir hana
Náttföt
Þægindi, notalegheit og hentugt fyrir róleg kvöld heima fyrir. Mjúkt náttfatasett gerir háttatímann enn þá betri og er því persónuleg og hagnýt gjöf.
Gjafabréf í spa
Hin fullkomna gjöf fyrir fyrir djúpa og endurnærandi slökun.
Ferðaskartgripaskrín
Fyrir þær konur sem eiga nóg af glingri og eru duglegar að ferðast, þá er ferðaskartgripaskrín fullkomin gjöf.
Leðurhanskar
Stílhreinn og hagnýtur staðalbúnaður fyrir veturinn, sérstaklega þegar kemur að því að skafa bílinn á köldum vetrarmorgnum.
Líkamsskrúbbur
Dekurgjöf sem býður upp á ljómandi mjúka húð. Tree Hut-skrúbbarnir eru mjög vinsælir þessa dagana.
Fyrir hann
Húðvörur
Nauðsynlegt að eiga í skápnum ef stuðla á að heilbrigðri húð. CeraVe vörurnar gefa húðinni fullkominn raka.
Peysa
Þægileg og fjölhæf flík sem er nauðsynleg í fataskápinn, ekki síst fyrir köldu vetrarmánuðina hér á landi.
Gjafakort í Sælkerabúðina
Fyrir þá karlmenn sem hafa gaman af því að elda og borða gott kjöt, þá gæti gjafabréf í Sælkerabúðina verið góður kostur undir jólatréð.
Sokkar
Sokkar geta verið skemmtileg eða klassísk hönnun sem hentar hvaða stíl sem er.
Mjúkur náttsloppur
Það er fátt betra en að eiga góðan og mjúkan náttslopp til að slaka á heima hjá sér.
Fyrir heimilisunnandann
Ilmkerti
Lýsir upp skammdegið með góðum ilm, Noma selur dásamlegu Bath & Body Works ilmkertin. Til eru tvær stærðir af kertum og hellingur af mismunandi ilmtegundum.
Kaffibollar
Það er eins og kaffið verði betra þegar það er drukkið úr fallegum bolla. Bollarnir frá Ingu Elínu eru til dæmis algjört augnkonfekt, en fleiri bollar eftir íslenska keramíklistamenn eru á markaði.
Handsápa
Það er mun skemmtilegra að þrífa sér um hendur með vel lyktandi handsápu í glæsilegum umbúðum.
Skurðarbretti
Skurðarbretti eru fjölþætt og hagnýt gjöf fyrir alla þá sem njóta sín í eldhúsinu. Hvort sem það er í þeim tilgangi að skera niður eða bera fram mat, þá auðveldar fallegt skurðarbretti matseldina og gerir hana skemmtilegri.
Viskíglös
Fallega hönnuð viskíglös gera drykkjuupplifunina margfalt skemmtilegri. Eins er hægt að finna viskísteina, sem eru til þess gerðir að halda drykkjum köldum án þess að þeir þynnist út með vatni.
Fyrir íþróttaiðkandann
Golfboltar
Frábær gjöf fyrir golfiðkendur, sem nýtist við æfingar og á golfvellinum.
Hlaupaskór
Þægilegir hlaupaskór gera hlaup margfalt betri. Hoka-hlaupaskórnir eru með þeim vinsælustu á markaðinum.
Jógahandklæði
Mikilvægur staðalbúnaður fyrir jóga, eða annars konar líkamsræktartíma.
Þráðlaus heyrnartól
Góð heyrnartól eru gulli betra þegar kemur að líkamsrækt. Enn þá betra er ef þau eru þráðlaus, þannig það fari sem minnst fyrir þeim.
Tennisspaðar
Frábær gjöf fyrir tennisunnendur, byrjendur sem og lengra komna.
Athugasemdir