Gefðu góðar gjafir um jólin

Jóla­há­tíð­in er geng­in í garð og get­ur það reynst ein­hverj­um krefj­andi að finna hinar full­komnu jóla­gjaf­ir. Hvort sem þú ert að versla fyr­ir þinn heitt­elsk­aða, bestu vin­konu þína, eða fjöl­skyldu­með­lim, þá höf­um við tek­ið sam­an lista yf­ir snið­ug­ar jóla­gjaf­ir sem gætu hitt í mark!

Gefðu góðar gjafir um jólin

Fyrir unglingana

 

Vatnsbrúsi 

Stuðlar að nægri vökvainntöku með töff hönnun og hagnýtum eiginleikum. Ekki skemmir fyrir að þetta er mun umhverfisvænni kostur en plastflöskur.

Finna má bæði Stanley-brúsa og Chilly‘s brúsa í verslunum Elko og víðar.

Bók

Hvort sem þetta er hinn fullkomni flótti frá hversdagsleikanum eða uppspretta innblásturs fyrir skapandi hugsuði, þá er bók klassísk jólagjöf. Hægt er að skoða úrvalið í Bókatíðindum 2024.

Í verslunum Eymundsson ættu allir að gefa fundið bækur við sitt hæfi. 

Þægilegur en jafnframt smart klæðnaður fyrir alls konar aðstæður.

Gallarnir frá M fitness og Metta Sport eiga án efa eftir að hitta í mark.  

Skartgripir

Tímalaus jólagjöf sem getur bætt glæsileika við hvaða klæðnað sem er.

Úrval af glæsilegum skartgripum fyrir öll kyn má finna hjá MyLetra.  

Snjallúrin frá Apple eru hagnýt úr sem meðal annars fylgjast með hreyfingu, mæla hjartslátt og gera fólki kleift að senda skilaboð.

AppleWatch má til dæmis finna hjá símafyrirtækjunum, Epli og verslunum Elko

 

Fyrir hana

 

Þægindi, notalegheit og hentugt fyrir róleg kvöld heima fyrir. Mjúkt náttfatasett gerir háttatímann enn þá betri og er því persónuleg og hagnýt gjöf.

Mikið úrval er að finna á vefsíðu Kringlunnar, en náttfötin hér að ofan eru frá Gina Tricot. Lindex er einna fremst í flokki þegar kemur að flottum og þægilegum náttfötum.

Hin fullkomna gjöf fyrir fyrir djúpa og endurnærandi slökun.

Hreyfing býður upp á gjafabréf sem hægt er að nýta í úrval af þjónustu, svo sem snyrtimeðferðir eða nudd. Boðið er upp á sömu þjónustu á flestum snyrtistofum landsins.

Fyrir þær konur sem eiga nóg af glingri og eru duglegar að ferðast, þá er ferðaskartgripaskrín fullkomin gjöf. 

Ferðaskartgripaskrínin frá Andrea eru mjög vinsæl.

Stílhreinn og hagnýtur staðalbúnaður fyrir veturinn, sérstaklega þegar kemur að því að skafa bílinn á köldum vetrarmorgnum. 

Leðurhanskarnir á myndinni eru frá Ungfrúin góða.

Dekurgjöf sem býður upp á ljómandi mjúka húð. Tree Hut-skrúbbarnir eru mjög vinsælir þessa dagana.

Þeir fást meðal annars í verslunum Hagkaups og Krónunnar

Fyrir hann 

 

Nauðsynlegt að eiga í skápnum ef stuðla á að heilbrigðri húð. CeraVe vörurnar gefa húðinni fullkominn raka. 

 Vörurnar fást meðal annars í Hagkaup og Krónunni.

Þægileg og fjölhæf flík sem er nauðsynleg í fataskápinn, ekki síst fyrir köldu vetrarmánuðina hér á landi.

Í Húrra Reykjavík má til dæmis finna úrval af peysum, bæði í einföldum stíl en einnig svolítið einkennandi í útliti. Annars er úrvalið mikið í flestum herrafataverslunum.

Fyrir þá karlmenn sem hafa gaman af því að elda og borða gott kjöt, þá gæti gjafabréf í Sælkerabúðina verið góður kostur undir jólatréð.

Hægt er að kaupa gjafabréf frá þeim fyrir nokkrar mismunandi upphæðir, allt frá 5.000 krónum upp í 40.000 krónur. Fleiri sælkeraverslanir bjóða upp á gjafakort á mismunandi verðbili, til dæmis Kjötkompaní.

Sokkar geta verið skemmtileg eða klassísk hönnun sem hentar hvaða stíl sem er.

Í Yeoman verslun er hægt að gera góð kaup af skemmtilegum sokkum á sérstöku tilboði. 

Það er fátt betra en að eiga góðan og mjúkan náttslopp til að slaka á heima hjá sér.

Sloppurinn hér að ofan er frá Svefn og heilsa, en þarmá finna náttsloppa í öllum litum og sniðum. 

Fyrir heimilisunnandann 

 

Lýsir upp skammdegið með góðum ilm, Noma selur dásamlegu Bath & Body Works ilmkertin. Til eru tvær stærðir af kertum og hellingur af mismunandi ilmtegundum. 

Verslunin Noma, sem er í Glæsibæ, selur þessi kerti.

Það er eins og kaffið verði betra þegar það er drukkið úr fallegum bolla. Bollarnir frá Ingu Elínu eru til dæmis algjört augnkonfekt, en fleiri bollar eftir íslenska keramíklistamenn eru á markaði.

Bollarnir frá Ingu Elínu fást meðal annars í Epal. Í Kirsuberjatrénu er líka úrval bolla eftir íslenska listamenn.

Það er mun skemmtilegra að þrífa sér um hendur með vel lyktandi handsápu í glæsilegum umbúðum.

Í versluninni Dimm má finna ýmsar vandaðar handsápur í fallegum umbúðum. 

Skurðarbretti eru fjölþætt og hagnýt gjöf fyrir alla þá sem njóta sín í eldhúsinu. Hvort sem það er í þeim tilgangi að skera niður eða bera fram mat, þá auðveldar fallegt skurðarbretti matseldina og gerir hana skemmtilegri.

ILVA er með heilan helling af fallegum skurðarbrettum, í öllum stærðum og gerðum.  

Fallega hönnuð viskíglös gera drykkjuupplifunina margfalt skemmtilegri. Eins er hægt að finna viskísteina, sem eru til þess gerðir að halda drykkjum köldum án þess að þeir þynnist út með vatni. 

Líf & list er staðurinn til að versla falleg viskíglös og viskísteina.

Fyrir íþróttaiðkandann

Frábær gjöf fyrir golfiðkendur, sem nýtist við æfingar og á golfvellinum.

Hægt er að finna pakka af golfboltum í öllum helstu golfbúðum landsins, sem og íþróttavöruverslunum. 

Þægilegir hlaupaskór gera hlaup margfalt betri. Hoka-hlaupaskórnir eru með þeim vinsælustu á markaðinum.

Hoka-hlaupaskó má meðal annars finna í Sportís eða Hlaupár

Mikilvægur staðalbúnaður fyrir jóga, eða annars konar líkamsræktartíma.

Verslunin Kenzen selur falleg og stílhrein jógahandklæði í þremur mismunandi litum, sem aðeins er hægt að versla á netinu. 

Góð heyrnartól eru gulli betra þegar kemur að líkamsrækt. Enn þá betra er ef þau eru þráðlaus, þannig það fari sem minnst fyrir þeim.

Elko býður meðal annars upp á úrval af þráðlausum heyrnartólum frá hinum ýmsu merkjum, meðal annars hin víðfrægu AirPods.

Frábær gjöf fyrir tennisunnendur, byrjendur sem og lengra komna. 

Úrval tennisspaða er að finna á Rackent Now, en spaðinn á myndinni er frá Sportverzlun.is.





Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég kalla þetta svítuna“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár