Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Höf hafa aldrei verið á Venusi

Ný rann­sókn bend­ir til að Ven­us sé ólík­ari jörð­inni en áð­ur var tal­ið.

Höf hafa aldrei verið á Venusi
Venus Plánetan Venus er önnur í röðinni frá sólinni í okkar sólkerfi. Hún kemst næst Jörðinni að stærð. Mynd: AFP

Vatn hefur líklega aldrei verið að finna á yfirborði Venusar að mati vísindamanna sem birt hafa nýja rannsókn um þennan næsta nágranna Jarðar. Hingað til hefur ein kenningin verið sú að eftir að mikið hraun rann um Venus hafi temprað loftslag ríkt á henni í marga milljarða ára. Á þeim tíma hafi höf og vötn getað myndast. 

Vísindamenn við stjarnfræðistofnun Cambridge-háskóla rannsökuðu efnasamsetningu gastegunda frá eldgosum á Venusi og gerðu mat á rakamagni í þeim sem þykir benda til vatnsmagns í iðrum plánetunnar. Vatnsmagnið í gastegundunum reyndist aðeins 6 prósent sem vísindamennirnir telja benda til að aldrei hafi verið vatn á yfirborði plánetunnar Venusar. Til samanburðar er 60 prósent vatnsmagn í eldfjallagufum á Jörðinni.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár