Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Höf hafa aldrei verið á Venusi

Ný rann­sókn bend­ir til að Ven­us sé ólík­ari jörð­inni en áð­ur var tal­ið.

Höf hafa aldrei verið á Venusi
Venus Plánetan Venus er önnur í röðinni frá sólinni í okkar sólkerfi. Hún kemst næst Jörðinni að stærð. Mynd: AFP

Vatn hefur líklega aldrei verið að finna á yfirborði Venusar að mati vísindamanna sem birt hafa nýja rannsókn um þennan næsta nágranna Jarðar. Hingað til hefur ein kenningin verið sú að eftir að mikið hraun rann um Venus hafi temprað loftslag ríkt á henni í marga milljarða ára. Á þeim tíma hafi höf og vötn getað myndast. 

Vísindamenn við stjarnfræðistofnun Cambridge-háskóla rannsökuðu efnasamsetningu gastegunda frá eldgosum á Venusi og gerðu mat á rakamagni í þeim sem þykir benda til vatnsmagns í iðrum plánetunnar. Vatnsmagnið í gastegundunum reyndist aðeins 6 prósent sem vísindamennirnir telja benda til að aldrei hafi verið vatn á yfirborði plánetunnar Venusar. Til samanburðar er 60 prósent vatnsmagn í eldfjallagufum á Jörðinni.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár