Vatn hefur líklega aldrei verið að finna á yfirborði Venusar að mati vísindamanna sem birt hafa nýja rannsókn um þennan næsta nágranna Jarðar. Hingað til hefur ein kenningin verið sú að eftir að mikið hraun rann um Venus hafi temprað loftslag ríkt á henni í marga milljarða ára. Á þeim tíma hafi höf og vötn getað myndast.
Vísindamenn við stjarnfræðistofnun Cambridge-háskóla rannsökuðu efnasamsetningu gastegunda frá eldgosum á Venusi og gerðu mat á rakamagni í þeim sem þykir benda til vatnsmagns í iðrum plánetunnar. Vatnsmagnið í gastegundunum reyndist aðeins 6 prósent sem vísindamennirnir telja benda til að aldrei hafi verið vatn á yfirborði plánetunnar Venusar. Til samanburðar er 60 prósent vatnsmagn í eldfjallagufum á Jörðinni.
Athugasemdir (1)