Innlit á kosningavökur: Veldi Viðreisnar og svanasöngur Vinstri grænna

Á með­an Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir dans­aði und­ir tón­um Qween með Retro Stef­son söng Una Torfa­dótt­ir, dótt­ir Svandís­ar Svavars­dótt­ur for­manns Vinstri grænna, mögu­lega svana­söng flokks­ins. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar kíkti á kosn­inga­vök­ur tveggja flokka í mjög ólíkri stöðu.

<span>Innlit á kosningavökur:</span> Veldi Viðreisnar og svanasöngur Vinstri grænna
Kosninganótt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kom dansandi og klappandi á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg í nótt. Undir ómaði Qween með Retro Stefson. Verður Þorgerður Katrín drottningin í nýrri ríkisstjórn? Mynd: Golli

Hverjum datt í hug að kjósa á þessum árstíma? Það er skítkalt, niðamyrkur og vindkælingin. Maður minn! Jú, alveg rétt, það var Bjarni Benediktsson. Það er samt ekki alfarið honum að kenna að hér er ég, klukkan 22 á laugardagskvöldi á kjördegi að mana mig upp í fara á kosningavöku Viðreisnar.

Þetta er í annað sinn sem ég fer út úr húsi þennan kjördaginnn, ég arkaði í KR-heimilið í ljósaskiptunum til að greiða atkvæði. Það var ekki margt um manninn í Frostaskjóli, kjörsókn var um 50 prósent í Reykjavík þegar ég hafði skilað mínu atkvæði í kjörkassann. Ég mætti Silju Báru Ómarsdóttur hverfiskjörstjóra á, það er fáir sem elska kosningar jafn mikið og hún. „Ég er orðin ansi sjóuð þessu,“ viðurkennir hún skælbrosandi. Forsetakosningar, bæði hér heima og í Bandaríkjunum, hafa átt hug hennar allan stóran hluta ársins og nú þingkosningar hér heima. Svo er hún sjálf líklega á leiðinni í kosningabaráttu í rektorskjöri. En það er önnur saga. 

Aftur að kosningavökum gærkvöldsins. Af hverju varð Viðreisn fyrir valinu sem fyrsti viðkomustaður? Þegar kjördagur rann upp var útlit fyrir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins sem boðar „hægri hagstjórn og vinstri velferð“, kæmist í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndunarviðræður eftir kosningar (engar áhyggjur samt, Heimildin sótti fleiri kosningavökur). Sjálfri fannst mér líka áhugavert að sjá hvers konar fólk myndi sækja kosningavöku Viðreisnar, flokks sem tók flugið í skoðanakönnunum eftir að boðað var til kosninga, úr 11,1 prósent fylgi 13. október í 17,6 prósent daginn fyrir kjördag samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. 

Handgerða rósa C-iðÓfáar myndir voru teknar við handgerða Viðreisnar C-ið á Borginni í nótt.

Ég dúðaði mig því upp í annað skipti og hélt út í vetrarnóttina. Klukkan var nú reyndar bara rétt að verða 22 þannig það var ennþá kvöld. Það á samt ekki að vera dimmt á kosninganótt. Það á að vera bjart, vor í lofti og ekki skemmdi þegar próflokafögnuð bar upp á sama dag og kosningar. Það er hins vegar ekki raunin núna, flestir nemendur eru enn í lokaprófum en mér sýndist unga fólkið ekki láta það á sig fá. Unga fólkið var mætt á Hótel Borg þar sem appelsínugula viðvörun Viðreisnar breiddi úr sér með blöðruvöndum og risavöxnu handgerðu rósa C-i sem tók einn mann allan daginn að fullkomna, að því er skipuleggjandi kosningavökunnar tjáði mér.

Við fyrstu sýn fannst mér ég hafa villst inn í tímavél, mér leið eins og ég væri mætt í kosningapartý Höllu Tómasdóttur í Grósku. Dúndrandi, taktföst tónlist og mikil mannmergð. Ungt fólk í útvíðum buxum, ungir menn með klippingu sem ég á erfitt með að átta mig á og ungar konur með fullkomlega greidd tögl (e. slicked-back). 

Það er góð og falleg orka í loftinu á Borginni. „Þú verður að fá hrós, þetta er sturlaður kjóll!“ segir viðkunnalegur ungur maður (samt ekki með þeim yngstu) þegar hann heilsar vinkonu sinni sem er í appelsínugulum rykktum kjól. Á næsta borði kemur yngri maður askvaðandi og hristir hendurnar. „Ég lykta eins og hvítvín.“ Það reyndist þrautin þyngri að ferja hvítvín í gegnum mannfjöldann. Vinkona hans er með lausn og spreyjar á hann ilmvatni. Sætur keimur umlykur andrúmsloftið á Borginni. 

Á BorginniBarinn á Hótel Borg var þéttskipaður á kosninganótt.

Unga fólkið, aðal rannsóknarlöggan, grínistinn og ríkissáttasemjari

Unga fólkið þekkir kannski ekki sögu Borgarinnar en inn kemur maður með glampa í augunum. „Ég hef ekki komið hingað inn í 30 ár.“ Hann heilsar frambjóðendum, Grími Grímssyni yfirlöregluþjóni rannsóknarlögreglunnar, og Aðalsteini Leifssyni, fyrrverandi ríkissáttasemjara. 

Lögga á þingGrímur Grímsson er einn af 34 nýjum þingmönnum sem taka sæti á Alþingi þegar þing kemur saman eftir kosningar.

Allir salirnir á Borginni eru að fyllast. Í fyrstu voru tveir salir í notkun en fljótlega var sá þriðji opnaður, mun fyrr en til stóð að sögn Söru Sigurðardóttur, skipuleggjanda kosningavökunnar. „Það er strax pakkað!“ og klukkan er bara rétt rúmlega 22. Röðin á barinn lengist og það þarf strax að sópa upp glerbrot. 

Klukkan nálgast ellefu og formaðurinn er væntanleg í salinn. „Freedom, freedom“ ómar í hjóðkerfinu og þegar sést glitta í Þorgerði fer fólkið að kyrja: „Togga, Togga, Togga!“ og inn kemur dansandi Þorgerður Katrín sem heilsar og faðmar kjósendur. Næsta lag tekur við og Þorgerður dansar áfram við Qween með Retro Stefson.

Drottningin er mætt. Fyrir ofan hana er frosinn Bjarni Benediktsson á stórum skjá í útsendingu RÚV. 

„Togga, Togga, Togga!“
kyrjaði stuðningsfólk Viðreisnar þegar formaðurinn gekk í salinn

Í innsta salnum er aðeins rólegri stemning. Þar er kveikt á kosningavöku RÚV og engin önnur tónlist hljómar undir. Búið er að raða upp nokkrum röðum af stólum og á fremsta bekk sitja Jón Gnarr, sem skipar 2. sæti í Reykjavík suður, ásamt Jógu eiginkonu sinni og að minnsta kosti einum syni, mögulega fleirum. Það vantar bara Klaka, heimilishundinn. 

FOMO á kosninganótt

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, bregður fyrir á skjánum að veita viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum að missa af þessu!“ segir enn eini ungi maðurinn við hóp vina sinna sem ég stórefast um að séu með kosningarétt. Það er erfitt að þjást af FOMO (e. Fear of Missing out) á kosninganótt en Miðflokkurinn ákvað að halda sitt partý í seilingarfjarlægð frá miðbænum, í Valsheimilinu. 

Sjálf fékk ég smá FOMO (ekki vegna Miðflokksins reyndar) en mér var líka orðið mjög heitt og ég þurfti nauðsynlega að pissa en nennti ómögulega í klósettröðina. Ég ákvað að hoppa yfir í Iðnó á kosningavöku VG. Þar var engin röð á klósettið. Áður en ég geng inn í salinn lít ég yfir hópinn sem er þarna samankominn. Það er fámennt miðað við Hótel Borg en þarna er alls konar fólk. Ég brosi til eldri konu með skjannahvítt hár í tagli (ekki slicked-back þó), hring í nefinu, þykka silfurkeðju um hálsinn, klædd grænum kjól og bleikum sokkabuxum. Það er verið að lesa fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi. 100 atkvæði. Það má heyra saumnál detta. Þetta er búið. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, segist samt vera bjartsýnn. „Ég held að við merjum þetta.“ Þegar fyrstu tölur í Reykjavík Suður voru lesnar upp hópuðu frambjóðendur og helsta stuðningsfólk sig saman á fremsta hringborðinu rétt eins og um leikhlé í liðsíþrótt væri að ræða. Flokkurinn nær ekki inn þingmanni. Það féllu tár í Iðnó. „Lýðræðið hefur talað og þjóðin,“ sagði Svandís þegar ljóst var í hvað stefndi. 

DóttirUna Torfadóttir söng fyrir gesti á kosningavöku Vinstri grænna í Iðnó. Mögulega í síðasta sinn?

Vinstri græn fengu 2,4 prósent atkvæða þegar lokatölu lágu fyrir og ná því ekki 2,5 prósent þröskuldinum sem tryggir stjórnmálasamtökum fjárstuðning frá ríkinu. Hvað verður um Vinstri græn sem stjórnmálaafl? Svandís var ekki á staðnum þegar fyrstu tölur í hennar kjördæmi voru lesnar upp, hún var á leiðinni í leiðtogakappræður á RÚV. Una Torfadóttir, dóttir Svandísar, var enn í Iðnó, búin að syngja fyrir gesti, en baðst undan spjalli við blaðamann, tilfinningarnar voru að bera hana ofurliði. Svandís sagði svo í Facebook-færslu sem hún birti eftir hádegi í dag að greiningar á pólitískri stöðu bíða betri tíma. Við sjáum hvað setur. 

Troðið á Borginni

Ég ákvað að kíkja aftur í partýið til Viðreisnar en það reyndist það hægara sagt en gert. Myndarleg röð var fyrir utan Borgina og hópur ungmenna (en ekki hver) tilkynnir að búið sé að loka salnum. Fleirum verður ekki hleypt inn. Klukkan var að ganga tvö.

 „Hvar er Framsókn?“ spyr einn í hópnum. Kosningavaka rótgróna bændaflokksins er á Oche, pílu- og karaoke-stað sem er hluti af alþjóðlegri afþreyingarkeðju. Það þykir of langt að fara í Kringluna en vinahópurinn deyr ekki ráðalaus: „Bjórkvöld í gamla herberginu mínu!“ 

Ég brosi út í annað. Þetta er mitt merki að segja það gott á kosninganótt. Ég ætla ekki að smygla mér inn á kosningavöku Viðreisnar sem vill ekki eða getur ekki tekið við fleirum. Svo þurfti ég líka að mæta á fótboltaæfingu hjá 8. flokki KR klukkan 9 morguninn eftir. Á leiðinni heim verður mér hugsað til Qween og Þorgerðar Katrínar. Ætli það verði þrjár drottningar: Þorgerður Katrín, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland sem leiða næstu ríkisstjórn? Eða verður það karlmannleg seigla sem siglir okkur inn í framtíðina?

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Kanntu (pólitískt) brauð að baka?
Ari Trausti Guðmundsson
AðsentAlþingiskosningar 2024

Ari Trausti Guðmundsson

Kanntu (póli­tískt) brauð að baka?

Hægr­ið og po­púl­ismi sækja á, hér á landi sem og ann­ars stað­ar, skrif­ar Ari Trausti Guð­munds­son. „Rétt eins og í sjö ára stjórn­ar­tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar mun eitt og ann­að fara með ágæt­um á næstu ár­um nýrr­ar stjórn­ar en í hand­rit­ið á þeim bæ mun vanta miklu meiri vinstri áhersl­ur og heild­ræn­an skiln­ing á sjálf­bærri þró­un.“

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár