Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Þá er þessum 25 ára kafla lokið“

„Lýð­ræð­ið hef­ur tal­að og þjóð­in,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir í nótt.

„Þá er þessum 25 ára kafla lokið“

Allt bendir til þess að tíma Vinstri grænna sé lokið í íslenskum stjórnmálum og formaðurinn hafi kvatt Alþingi í nótt, í það minnsta í bili. Svandís Svavarsdóttir mætti í sjónvarpssal RÚV fyrr í nótt til þess að rýna í stöðuna og ræða næstu skref. 

„Lýðræðið hefur talað og þjóðin,“ sagði Svandís. 

„Þetta eru sögulegar kosningar. Við erum að sjá svo stórar breytingar á kerfinu, við erum að tala um þessa gamalgróna flokka sem hafa fylgt þjóðinni í öld eða svo vera í áður óþekktri stöðu. Við sjáum að vinstri vængurinn er í þeirri stöðu að þurfa virkilega að endurskipuleggja sig og hugsa um sína stöðu.“

Hún sagði það hafa haft áhrif að VG hafi mælst undir fimm prósenta mörkunum frá því í maí. Það hafi verið við ramman reip að draga þegar skilaboðin hafi verið þau að atkvæði greitt VG félli dautt niður. 

Lýsti áhyggjum af umhverfismálunum

Verst væri þó að ákveðnir málaflokkar ættu ekki sterka málsvara á Alþingi, eins og þingið virðist verða. „Ég hef áhyggjur, sérstaklega af umhverfis- og náttúruverndarmálum. Ég hef áhyggjur af því að  þetta þing sem er að raðast upp er ekki virkilega að taka utan um þá málaflokka sem snúast um framtíðina, þessa lengri framtíð, þessa náttúru sem er hvergi annars staðar og loftslagið, vegna þess að það er rödd sem skiptir máli,“ sagði Svandís. 

Vinstri grænir ná ekki 2,5 prósenta mörkunum sem þarf til að eiga rétt á 12 milljóna grunnframlagi í úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. 

Niðurstaðan er alveg klár, sagði Svandís, en viðfangsefni Vinstri grænna; félagslegt réttlæti, jöfnuður og vinstri stefnan, umhverfismál og kvenfrelsi myndu finna sinn farveg. „Það liggur alveg fyrir. Við erum ekkert að fara að leggja niður þessi sjónarmið eða þessi baráttumál sem hafa fylgt okkur um aldir, liggur mér við að segja.“

Þungt yfir ríkisstjórninni

Aðspurð hvað biði hennar vildi hún leyfa nóttinni að klárast áður en slíkum spurningum yrði svarað. „Ég mun halda upp á það í næstu viku að hafa verið formaður í tvo mánuði,“ áréttaði hún. Það hafi verið þungt í kringum fráfarandi ríkisstjórn um þó nokkurt skeið.

Sjálfstæðisflokkurinn náði vopnum sínum á síðustu dögum en flokkarnir sem mynduðu ríkisstjórn með honum fengu slæma útreið í kosningunum. Vinstri græn falla út af þingi og Framsóknarflokkurinn missir átta þingmenn af þrettán, nú þegar 143 þúsund atkvæði hafa verið talin. Hverfandi líkur eru á að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, nái inn á þing. 

Báðir flokkarnir höfðu gert sér von um að ná sér á strik á endasprettinum og von var í lofti á kosningavöku Vinstri grænna í upphafi kvölds. Þegar líða tók á nóttina varð þyngra yfir stuðningsfólki flokksins og tár féllu í salnum. 

Verða að finna nýjan farveg

„Þá er þessum 25 ára kafla lokið,“ sagði Svandís í útsendingu RÚV. „Að minnsta kosti er komið hlé í hann, en við verðum að finna farveg fyrir þessi sjónarmið.“

Bjart hafi verið yfir grasrótinni að undanförnu og mikill hugur í fólki. Hún sé því bjartsýn að það takist að finna þessum mikilvægu baráttumálum farveg. „Þegar það þarf að gróðursetja upp á nýtt þá þarf að stinga upp jarðveginn og það tekur á. Við erum á þeirri vegferð að vökva og sinna jarðveginum.“ 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár