Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Þá er þessum 25 ára kafla lokið“

„Lýð­ræð­ið hef­ur tal­að og þjóð­in,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir í nótt.

„Þá er þessum 25 ára kafla lokið“

Allt bendir til þess að tíma Vinstri grænna sé lokið í íslenskum stjórnmálum og formaðurinn hafi kvatt Alþingi í nótt, í það minnsta í bili. Svandís Svavarsdóttir mætti í sjónvarpssal RÚV fyrr í nótt til þess að rýna í stöðuna og ræða næstu skref. 

„Lýðræðið hefur talað og þjóðin,“ sagði Svandís. 

„Þetta eru sögulegar kosningar. Við erum að sjá svo stórar breytingar á kerfinu, við erum að tala um þessa gamalgróna flokka sem hafa fylgt þjóðinni í öld eða svo vera í áður óþekktri stöðu. Við sjáum að vinstri vængurinn er í þeirri stöðu að þurfa virkilega að endurskipuleggja sig og hugsa um sína stöðu.“

Hún sagði það hafa haft áhrif að VG hafi mælst undir fimm prósenta mörkunum frá því í maí. Það hafi verið við ramman reip að draga þegar skilaboðin hafi verið þau að atkvæði greitt VG félli dautt niður. 

Lýsti áhyggjum af umhverfismálunum

Verst væri þó að ákveðnir málaflokkar ættu ekki sterka málsvara á Alþingi, eins og þingið virðist verða. „Ég hef áhyggjur, sérstaklega af umhverfis- og náttúruverndarmálum. Ég hef áhyggjur af því að  þetta þing sem er að raðast upp er ekki virkilega að taka utan um þá málaflokka sem snúast um framtíðina, þessa lengri framtíð, þessa náttúru sem er hvergi annars staðar og loftslagið, vegna þess að það er rödd sem skiptir máli,“ sagði Svandís. 

Vinstri grænir ná ekki 2,5 prósenta mörkunum sem þarf til að eiga rétt á 12 milljóna grunnframlagi í úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. 

Niðurstaðan er alveg klár, sagði Svandís, en viðfangsefni Vinstri grænna; félagslegt réttlæti, jöfnuður og vinstri stefnan, umhverfismál og kvenfrelsi myndu finna sinn farveg. „Það liggur alveg fyrir. Við erum ekkert að fara að leggja niður þessi sjónarmið eða þessi baráttumál sem hafa fylgt okkur um aldir, liggur mér við að segja.“

Þungt yfir ríkisstjórninni

Aðspurð hvað biði hennar vildi hún leyfa nóttinni að klárast áður en slíkum spurningum yrði svarað. „Ég mun halda upp á það í næstu viku að hafa verið formaður í tvo mánuði,“ áréttaði hún. Það hafi verið þungt í kringum fráfarandi ríkisstjórn um þó nokkurt skeið.

Sjálfstæðisflokkurinn náði vopnum sínum á síðustu dögum en flokkarnir sem mynduðu ríkisstjórn með honum fengu slæma útreið í kosningunum. Vinstri græn falla út af þingi og Framsóknarflokkurinn missir átta þingmenn af þrettán, nú þegar 143 þúsund atkvæði hafa verið talin. Hverfandi líkur eru á að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, nái inn á þing. 

Báðir flokkarnir höfðu gert sér von um að ná sér á strik á endasprettinum og von var í lofti á kosningavöku Vinstri grænna í upphafi kvölds. Þegar líða tók á nóttina varð þyngra yfir stuðningsfólki flokksins og tár féllu í salnum. 

Verða að finna nýjan farveg

„Þá er þessum 25 ára kafla lokið,“ sagði Svandís í útsendingu RÚV. „Að minnsta kosti er komið hlé í hann, en við verðum að finna farveg fyrir þessi sjónarmið.“

Bjart hafi verið yfir grasrótinni að undanförnu og mikill hugur í fólki. Hún sé því bjartsýn að það takist að finna þessum mikilvægu baráttumálum farveg. „Þegar það þarf að gróðursetja upp á nýtt þá þarf að stinga upp jarðveginn og það tekur á. Við erum á þeirri vegferð að vökva og sinna jarðveginum.“ 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu