„Þá er þessum 25 ára kafla lokið“

„Lýð­ræð­ið hef­ur tal­að og þjóð­in,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir í nótt.

„Þá er þessum 25 ára kafla lokið“

Allt bendir til þess að tíma Vinstri grænna sé lokið í íslenskum stjórnmálum og formaðurinn hafi kvatt Alþingi í nótt, í það minnsta í bili. Svandís Svavarsdóttir mætti í sjónvarpssal RÚV fyrr í nótt til þess að rýna í stöðuna og ræða næstu skref. 

„Lýðræðið hefur talað og þjóðin,“ sagði Svandís. 

„Þetta eru sögulegar kosningar. Við erum að sjá svo stórar breytingar á kerfinu, við erum að tala um þessa gamalgróna flokka sem hafa fylgt þjóðinni í öld eða svo vera í áður óþekktri stöðu. Við sjáum að vinstri vængurinn er í þeirri stöðu að þurfa virkilega að endurskipuleggja sig og hugsa um sína stöðu.“

Hún sagði það hafa haft áhrif að VG hafi mælst undir fimm prósenta mörkunum frá því í maí. Það hafi verið við ramman reip að draga þegar skilaboðin hafi verið þau að atkvæði greitt VG félli dautt niður. 

Lýsti áhyggjum af umhverfismálunum

Verst væri þó að ákveðnir málaflokkar ættu ekki sterka málsvara á Alþingi, eins og þingið virðist verða. „Ég hef áhyggjur, sérstaklega af umhverfis- og náttúruverndarmálum. Ég hef áhyggjur af því að  þetta þing sem er að raðast upp er ekki virkilega að taka utan um þá málaflokka sem snúast um framtíðina, þessa lengri framtíð, þessa náttúru sem er hvergi annars staðar og loftslagið, vegna þess að það er rödd sem skiptir máli,“ sagði Svandís. 

Vinstri grænir ná ekki 2,5 prósenta mörkunum sem þarf til að eiga rétt á 12 milljóna grunnframlagi í úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. 

Niðurstaðan er alveg klár, sagði Svandís, en viðfangsefni Vinstri grænna; félagslegt réttlæti, jöfnuður og vinstri stefnan, umhverfismál og kvenfrelsi myndu finna sinn farveg. „Það liggur alveg fyrir. Við erum ekkert að fara að leggja niður þessi sjónarmið eða þessi baráttumál sem hafa fylgt okkur um aldir, liggur mér við að segja.“

Þungt yfir ríkisstjórninni

Aðspurð hvað biði hennar vildi hún leyfa nóttinni að klárast áður en slíkum spurningum yrði svarað. „Ég mun halda upp á það í næstu viku að hafa verið formaður í tvo mánuði,“ áréttaði hún. Það hafi verið þungt í kringum fráfarandi ríkisstjórn um þó nokkurt skeið.

Sjálfstæðisflokkurinn náði vopnum sínum á síðustu dögum en flokkarnir sem mynduðu ríkisstjórn með honum fengu slæma útreið í kosningunum. Vinstri græn falla út af þingi og Framsóknarflokkurinn missir átta þingmenn af þrettán, nú þegar 143 þúsund atkvæði hafa verið talin. Hverfandi líkur eru á að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, nái inn á þing. 

Báðir flokkarnir höfðu gert sér von um að ná sér á strik á endasprettinum og von var í lofti á kosningavöku Vinstri grænna í upphafi kvölds. Þegar líða tók á nóttina varð þyngra yfir stuðningsfólki flokksins og tár féllu í salnum. 

Verða að finna nýjan farveg

„Þá er þessum 25 ára kafla lokið,“ sagði Svandís í útsendingu RÚV. „Að minnsta kosti er komið hlé í hann, en við verðum að finna farveg fyrir þessi sjónarmið.“

Bjart hafi verið yfir grasrótinni að undanförnu og mikill hugur í fólki. Hún sé því bjartsýn að það takist að finna þessum mikilvægu baráttumálum farveg. „Þegar það þarf að gróðursetja upp á nýtt þá þarf að stinga upp jarðveginn og það tekur á. Við erum á þeirri vegferð að vökva og sinna jarðveginum.“ 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Allt útlit fyrir sex flokka á Alþingi í fyrsta sinn frá 2013
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Allt út­lit fyr­ir sex flokka á Al­þingi í fyrsta sinn frá 2013

Nær út­séð virð­ist um að Pírat­ar, Vinstri græn og Sósí­al­ist­ar nái kjörn­um full­trúa á Al­þingi, sam­kvæmt fyrstu töl­um úr öll­um kjör­dæm­um. Bæði Vinstri græn og Pírat­ar eru miklu nær því að falla und­ir 2,5 pró­senta þrösk­uld­inn sem trygg­ir stjórn­mála­sam­tök­um fjár­stuðn­ing frá rík­inu en 5 pró­senta þrösk­uld­inn sem trygg­ir flokk­um jöfn­un­ar­þing­menn.

Mest lesið

Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
1
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.
Efnahagslegar afleiðingar kosninga:  Halló aftur, Trump
4
Greining

Efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar kosn­inga: Halló aft­ur, Trump

Arf­leifð Don­alds Trump frá fyrra kjör­tíma­bili seg­ir ekki mik­ið til um áhrif umbreyt­inga sem hann hygg­ur á nú á því næsta. Vænt­ing­ar kjós­enda hans eru lík­lega ekki al­veg þær sömu og millj­arða­mær­ing­anna sem einnig komu hon­um til valda að nýju. Hér er far­ið yf­ir stöð­una í al­þjóð­legu og póli­tísku sam­hengi ein­um degi fyr­ir okk­ar eig­in kosn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
5
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu