Samkvæmt fyrstu tölum sem nú hafa borist úr öllum kjördæmum eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi fækki úr átta í sex, að bæði Píratar og Vinstri græn falli af þingi og til viðbótar, að Sósíalistaflokkurinn fái engan þingmann kjörinn.
Þetta kemur til með að breyta landslaginu á þinginu töluvert, en flokkar á Alþingi hafa verið átta talsins frá árinu 2017. Síðast náðu einungis sex flokkar kjöri í alþingiskosningunum árið 2013.
Frá því að leiða ríkisstjórn í að þurrkast út
Brotthvarf Vinstri grænna af þingi eru söguleg tíðindi í íslenskri pólitík. Flokkurinn var stofnaður undir lok síðustu aldar sem arftaki kjarna úr Alþýðubandalaginu sem vildi ekki taka þátt í samfylkingu annarra vinstri manna og hefur síðan þá verið fasti í íslenska stjórnmálalandslaginu. Flokkurinn kjöri á Alþingi árið 1999, fékk þá rúm 9 prósent atkvæða og 6 þingmenn kjörna.
Allar götur síðan þá hafa Vinstri græn átt …
Athugasemdir