Kosningavaka Framsóknarflokksins fer fram í Iðnó. Þar þakkaði Sigurður Ingi Jóhannsson sínu stuðningsfólki fyrir kosningabaráttuna. „Ég er gríðarlega stoltur af öllu okkar fólki,“ sagði hann. Kosningabaráttan hefði verið snörp, en þetta hefði verið „skemmtilegt, glatt, uppbyggilegt, upplýsandi og lausnamiðað. Nú erum við bara komin hingað.“
Samkvæmt fyrstu tölum nær formaður Framsóknarflokksins ekki inn á þing, en eftir að er að telja atkvæði í Suður- og Norð-Austurkjördæmi er Framsókn með 11,3 prósenta fylgi.
Sigðurður Ingi sagðist vonast eftir góðum tölum. „Við munum bíða hér í alla nótt eftir því að þær verði betri og betri, af því að við erum í stjórnmálum til að hafa áhrif.“
Athugasemdir