Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Samfylkingin komið oftast upp í kosningaprófinu

Þús­und­ir not­enda hafa þreytt kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar, sem bygg­ir á svör­um fram­bjóð­enda flokk­anna við fjöl­mörg­um spurn­ing­um. Svör fram­bjóð­enda Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Flokks fólks­ins hafa feng­ið mesta sam­svör­un við þann hóp sem hef­ur tek­ið próf­ið til þessa.

Samfylkingin komið oftast upp í kosningaprófinu
Kosningapróf Mynd: Heimildin / JIS

Tæp þrjátíu prósent svarenda í Kosningaprófi Heimildarinnar áttu mesta samsvörun með frambjóðendum Samfylkingarinnar, samkvæmt niðurstöðum prófsins eins og þær litu út í gær. Í næstu sætum þar á eftir voru Píratar og Flokkur fólksins, en 18,5 og 16,5 prósent svarenda áttu mesta samsvörun við frambjóðendur þessara flokka. Enginn annar flokkur hafði mesta samsvörun við yfir tíu prósent svarenda í prófinu.

Kosningapróf Heimildarinnar er í tveimur útgáfum þetta árið, 30 spurninga léttútgáfu sem er opin öllum og svo 70 spurninga útgáfu sem er í boði fyrir áskrifendur og skilar ítarlegri niðurstöðum.

Frambjóðendur í efstu fimm sætum á öllum listum í öllum kjördæmum fengu boð um þátttöku í prófinu. Þeir sem þreyta prófið geta svo séð hvernig svör þeirra samsvara svörum frambjóðenda flokkanna, bæði meðaltals svörum flokkanna og svörum einstaka frambjóðenda.

Hlutfall svara í topp þremurÞessi mynd sýnir hversu hátt hlutfall svarenda hafa fengið þessa flokka á meðal þeirra þriggja efstu í Kosningaprófi Heimildarinnar.

Samfylkingin í topp þremur hjá 7 af 10 svarendum

Ljóst er að stór hluti þeirra sem tekið hafa prófið, sem finna má hér á vef Heimildarinnar, eiga samleið með flokkum sem flokkast geta vinstra megin við miðjuna á hinu pólitíska litrófi, miðað við niðurstöðurnar úr kosningaprófinu, en þeir þrír flokkar sem koma oftast upp eru hallir undir félagshyggju.  

Samsvörunin við Samfylkingu var ákaflega mikil hjá svarendum, en samanlagt höfðu 69,9 prósent þeirra sem voru búin að taka prófið í gær fengið Samfylkinguna sem einn þeirra þriggja flokka sem pössuðu best við svör þeirra. Píratar voru á meðal þriggja efstu flokka hjá 45,6 prósentum svarenda og Flokkur fólksins í 41,2 prósentum tilfella.

Vinstri græn voru í topp þremur hjá 28,3 prósentum svarenda, Framsókn hjá 27,1 prósenti svarenda, Viðreisn hjá 25,6 prósentum. Þar á eftir kom Lýðræðisflokkurinn, sem kom upp sem topp þrjú flokkur hjá 17,9 prósentum svarenda og þar á eftir Sjálfstæðisflokkur hjá 13,8 prósentum svarenda, Miðflokkur hjá 12,2 prósentum og Sósíalistar hjá 12 prósentum. Ábyrg framtíð rekur svo lestina en notendur prófsins fengu topp þrjú samsvörun við framboðið, sem býður bara fram í Reykjavík norður, í 7,3 prósentum tilfella. 

Hvað segir þetta okkur?

Allt er þetta nú til gamans gert og gefur okkur að sjálfsögðu litla hugmynd um annað en samsvörun skoðana þess hóps sem þreytt hefur prófið við skoðanir þeirra frambjóðenda sem þreyttu prófið fyrir hönd flokkanna. 

Það er svo einnig mögulegt að svör frambjóðenda endurspegli stefnu flokkanna misvel. Heimildin bauð öllum frambjóðendum í efstu fimm sætum í öllum kjördæmum að þreyta prófið, en svörunin var æði misjöfn eftir flokkum.

Hjá flestum flokkum var hún nokkuð góð, best hjá Sósíalistum, en 25 af 30 frambjóðendum flokksins svöruðu prófinu. Það gerðu einnig 23 frambjóðendur Samfylkingar, 22 frambjóðendur Pírata og Viðreisnar, 20 frambjóðendur Vinstri grænna, 16 frambjóðendur Framsóknar og 15 frambjóðendur Lýðræðisflokksins. 

Svörunin var hins vegar dræmari hjá Flokki fólksins (9 af 30), Sjálfstæðisflokki (7 af 30) og Miðflokki (4 af 30) og því síður hægt að segja að svörin í prófinu endurspegli almenna afstöðu flestra lykilframbjóðenda þessara flokka til þeirra málefna sem spurt er um. 

Kosningaprófið er áfram aðgengilegt á vef Heimildarinnar, en í ítarefni prófsins, sem aðgengilegt er áskrifendum, er hægt að glöggva sig á því hvernig frambjóðendur svara spurningum prófsins og einnig hvernig svörin sem maður veitir staðsetja mann á þremur ásum, frá frjálshyggju til félagshyggju, frá breytingum til íhaldssemi og frá valddreifingu til valdsækni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
3
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár