Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Það sem kosningabaráttan segir okkur um samfélagið

Síð­ustu sex vik­ur hafa ell­efu stjórn­mála­flokk­ar lagt sig fram við að kynna sín stefnu­mál og mál­flutn­ing­ur þeirra hef­ur fall­ið í mis­frjó­an jarð­veg. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa sömu­leið­is stað­ið í ströngu við að greina orð­ræð­una og hvað hún seg­ir um þá flokka sem bjóða fram til þings. Hér greina þeir hins veg­ar hvað um­ræð­an í að­drag­anda kosn­inga seg­ir um sam­fé­lag­ið.

Það sem kosningabaráttan segir okkur um samfélagið
Kosningabaráttan á lokametrunum Frambjóðendur níu af ellefu flokkum sem bjóða sig fram mættu á kappræður Heimildarinnar og reyndu sitt besta við að heilla kjósendur. Hvað segir málflutningurinn sem einkennt hefur þessa kosningabaráttu um okkur? Mynd: Golli

Kosningabaráttunni sem staðið hefur yfir í rúmlega sex vikur fer brátt að ljúka því Íslendingar ganga til kosninga á laugardag. Á þessum tiltölulega stutta tíma hafa ellefu stjórnmálaflokkar keppst við að koma sínum skilaboðum áleiðis til almennings með ýmsum leiðum. Í samtali stjórnmálamanna og kjósenda hafa sum málefni fengið meira pláss í umræðunni á meðan önnur hafa fengið litla sem enga athygli.

Umræða sem á sér stað í aðdraganda alþingiskosninga segir okkur ýmislegt um stjórnmálaflokka og einstaklingana sem bjóða sig fram undir merkjum þeirra. Hún segir okkur líka mikið um okkur sjálf, kjósendur.

Líta má á kosningabaráttuna sem nokkurs konar spegil sem gefur okkur vísbendingar um viðhorf landsmanna til ýmissa málefna, hvaða hugmyndir og gildi togast á í hugum kjósenda og ekki síst hver forgangsröðun okkar er hverju sinni.

Fimm ólíkir viðmælendur sem eru allir sérfræðingar á sínu sviði eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt – það að hafa fylgst …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár