Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kattarrán í Skeifunni: Brottnám Diegós sást í öryggismyndavél

Versl­un­ar­stjóri A4 í Skeif­unni seg­ir að ör­ygg­is­mynda­vél­ar búð­ar­inn­ar hafi náð mynd­skeiði af því þeg­ar ein­stak­ling­ur nam Diegó, einn fræg­asta kött lands­ins, á brott um kvöld­mat­ar­leyt­ið í gær­kvöldi. Eig­and­inn geti gert lög­reglu við­vart.

Kattarrán í Skeifunni: Brottnám Diegós sást í öryggismyndavél
Frægur köttur Diegó heldur oft til í anddyri A4 og Hagkaupa. Mynd: Facebook

„Við erum búin að gera allt sem við getum. Við fórum í öryggismyndavélar og sáum þetta þar og það er búið að láta eiganda kattarins vita svo að hún geti haft samband við lögregluna.“ 

Þetta segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni í samtali við Heimildina. Þar talar hún um hvarf Diegó, eins frægasta kattar landsins, sem heldur iðulega til í anddyri A4 eða Hagkaups í Skeifunni – en á báðum stöðum á hann sitt eigið bæli.

Í gærkvöld bárust fregnir af því að Diegó væri týndur og upp spruttu kenningar um að kötturinn hefði verið numinn á brott. Á Facebook-hópnum Spottaði Diegó, sem telur rúmlega 16 þúsund manns, sagðist ein kona telja sig hafa séð manneskju með köttinn meðferðis í strætisvagni um kvöldmatarleytið. 

Sigurborg Þóra segir að lýsingin af Facebook passi við myndefnið úr versluninni. „Þar sjáum við að einstaklingurinn kemur inn, tekur köttinn og fer út.“ …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár