„Við erum búin að gera allt sem við getum. Við fórum í öryggismyndavélar og sáum þetta þar og það er búið að láta eiganda kattarins vita svo að hún geti haft samband við lögregluna.“
Þetta segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni í samtali við Heimildina. Þar talar hún um hvarf Diegó, eins frægasta kattar landsins, sem heldur iðulega til í anddyri A4 eða Hagkaups í Skeifunni – en á báðum stöðum á hann sitt eigið bæli.
Í gærkvöld bárust fregnir af því að Diegó væri týndur og upp spruttu kenningar um að kötturinn hefði verið numinn á brott. Á Facebook-hópnum Spottaði Diegó, sem telur rúmlega 16 þúsund manns, sagðist ein kona telja sig hafa séð manneskju með köttinn meðferðis í strætisvagni um kvöldmatarleytið.
Sigurborg Þóra segir að lýsingin af Facebook passi við myndefnið úr versluninni. „Þar sjáum við að einstaklingurinn kemur inn, tekur köttinn og fer út.“ …
Athugasemdir