Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða“

Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar í Foss­vogi að fylgj­ast með starf­sem­inni í nokkra mán­uði. Hann seg­ir að ástand­ið sem þar ríki gangi ekki til lengd­ar. „Það eru eng­in pláss til að koma inn sjúk­ling­um sem eru að koma inn með sjúkra­bíl­um.“

„Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða“
Jóhannes Kr. var gestur Ragnhildar Þrastardóttur í Pressu. Mynd: Heimildin

„Þetta hafði mikil áhrif á mig að vera inni og fylgjast með kannski 15 til 20 manna starfsliði reyna endurlífgun á sjúklingi. Stundum tókst það vel en stundum ekki. Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða.“

Þetta sagði blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson í nýjasta þætti Pressu á föstudag, þar sem hann ræddi við Ragnhildi Þrastardóttur um bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en þar hefur hann eytt fjórum mánuðum á vettvangi.

„Gengur ekki til lengdar“

Lengi hefur verið rætt um að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Spurður út í stöðuna segir Jóhannes að starfsfólkið sé að gera sitt besta. „Ég held að klemman sem að starfsfólkið er í er að það teygir sig alltaf lengra og lengra til að redda aðstæðunum sem eru komnar upp, að finna pláss fyrir næsta sjúkling. Það eru engin pláss til að koma inn sjúklingum sem eru að koma inn með sjúkrabílum.“ 

Jóhannes segir að æ oftar komi það fyrir að það verði mjög erfitt ástand. „Það gengur ekki til lengdar. Hvorki fyrir sjúklingana sem geta skaðast og ekki síst fyrir starfsfólkið sem gefst upp að lokum. Þau reyna sitt besta en við erum held ég að fara að nálgast þann tímapunkt að þetta gengur ekki lengur.“

Gamalt fólk liggur á göngum bráðamóttöku

Hann skýrir að á göngum deildarinnar liggi sjúklingar á nóttunni. Það sé þó lítill svefnfriður. „Ef að það kemur akút tilfelli – þá verða læti þarna. Neyðarhnappurinn er að fara í gang og ómar út um alla deild. Þannig að þetta er náttúrulega engin staða. Oft á göngunum er gamalt fólk sem er að bíða eftir innlögn inn á aðrar deildir sem eru fullar vegna þess að það er ekki hægt að koma þessu gamla fólki fyrir. Það eru ekki til hjúkrunarheimili og það kemst ekki heim til sín.“ 

Jóhannes segir að starfsfólkið taki stöðuna nærri sér. „Það vill að engir sjúklingar liggi lengi inni á bráðamóttökunni, vegna þess að þetta er bráðamóttaka – þarna á fólk ekki að liggja lengi. Það á að fá áframhaldandi meðferð á öðrum deildum spítalans en það er ekki hægt eins og staðan er.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár