Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða“

Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar í Foss­vogi að fylgj­ast með starf­sem­inni í nokkra mán­uði. Hann seg­ir að ástand­ið sem þar ríki gangi ekki til lengd­ar. „Það eru eng­in pláss til að koma inn sjúk­ling­um sem eru að koma inn með sjúkra­bíl­um.“

„Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða“
Jóhannes Kr. var gestur Ragnhildar Þrastardóttur í Pressu. Mynd: Heimildin

„Þetta hafði mikil áhrif á mig að vera inni og fylgjast með kannski 15 til 20 manna starfsliði reyna endurlífgun á sjúklingi. Stundum tókst það vel en stundum ekki. Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða.“

Þetta sagði blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson í nýjasta þætti Pressu á föstudag, þar sem hann ræddi við Ragnhildi Þrastardóttur um bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en þar hefur hann eytt fjórum mánuðum á vettvangi.

„Gengur ekki til lengdar“

Lengi hefur verið rætt um að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Spurður út í stöðuna segir Jóhannes að starfsfólkið sé að gera sitt besta. „Ég held að klemman sem að starfsfólkið er í er að það teygir sig alltaf lengra og lengra til að redda aðstæðunum sem eru komnar upp, að finna pláss fyrir næsta sjúkling. Það eru engin pláss til að koma inn sjúklingum sem eru að koma inn með sjúkrabílum.“ 

Jóhannes segir að æ oftar komi það fyrir að það verði mjög erfitt ástand. „Það gengur ekki til lengdar. Hvorki fyrir sjúklingana sem geta skaðast og ekki síst fyrir starfsfólkið sem gefst upp að lokum. Þau reyna sitt besta en við erum held ég að fara að nálgast þann tímapunkt að þetta gengur ekki lengur.“

Gamalt fólk liggur á göngum bráðamóttöku

Hann skýrir að á göngum deildarinnar liggi sjúklingar á nóttunni. Það sé þó lítill svefnfriður. „Ef að það kemur akút tilfelli – þá verða læti þarna. Neyðarhnappurinn er að fara í gang og ómar út um alla deild. Þannig að þetta er náttúrulega engin staða. Oft á göngunum er gamalt fólk sem er að bíða eftir innlögn inn á aðrar deildir sem eru fullar vegna þess að það er ekki hægt að koma þessu gamla fólki fyrir. Það eru ekki til hjúkrunarheimili og það kemst ekki heim til sín.“ 

Jóhannes segir að starfsfólkið taki stöðuna nærri sér. „Það vill að engir sjúklingar liggi lengi inni á bráðamóttökunni, vegna þess að þetta er bráðamóttaka – þarna á fólk ekki að liggja lengi. Það á að fá áframhaldandi meðferð á öðrum deildum spítalans en það er ekki hægt eins og staðan er.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár