Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða“

Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar í Foss­vogi að fylgj­ast með starf­sem­inni í nokkra mán­uði. Hann seg­ir að ástand­ið sem þar ríki gangi ekki til lengd­ar. „Það eru eng­in pláss til að koma inn sjúk­ling­um sem eru að koma inn með sjúkra­bíl­um.“

„Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða“
Jóhannes Kr. var gestur Ragnhildar Þrastardóttur í Pressu. Mynd: Heimildin

„Þetta hafði mikil áhrif á mig að vera inni og fylgjast með kannski 15 til 20 manna starfsliði reyna endurlífgun á sjúklingi. Stundum tókst það vel en stundum ekki. Þarna verður maður áþreifanlega var við hvað það er stutt á milli lífs og dauða.“

Þetta sagði blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson í nýjasta þætti Pressu á föstudag, þar sem hann ræddi við Ragnhildi Þrastardóttur um bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en þar hefur hann eytt fjórum mánuðum á vettvangi.

„Gengur ekki til lengdar“

Lengi hefur verið rætt um að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Spurður út í stöðuna segir Jóhannes að starfsfólkið sé að gera sitt besta. „Ég held að klemman sem að starfsfólkið er í er að það teygir sig alltaf lengra og lengra til að redda aðstæðunum sem eru komnar upp, að finna pláss fyrir næsta sjúkling. Það eru engin pláss til að koma inn sjúklingum sem eru að koma inn með sjúkrabílum.“ 

Jóhannes segir að æ oftar komi það fyrir að það verði mjög erfitt ástand. „Það gengur ekki til lengdar. Hvorki fyrir sjúklingana sem geta skaðast og ekki síst fyrir starfsfólkið sem gefst upp að lokum. Þau reyna sitt besta en við erum held ég að fara að nálgast þann tímapunkt að þetta gengur ekki lengur.“

Gamalt fólk liggur á göngum bráðamóttöku

Hann skýrir að á göngum deildarinnar liggi sjúklingar á nóttunni. Það sé þó lítill svefnfriður. „Ef að það kemur akút tilfelli – þá verða læti þarna. Neyðarhnappurinn er að fara í gang og ómar út um alla deild. Þannig að þetta er náttúrulega engin staða. Oft á göngunum er gamalt fólk sem er að bíða eftir innlögn inn á aðrar deildir sem eru fullar vegna þess að það er ekki hægt að koma þessu gamla fólki fyrir. Það eru ekki til hjúkrunarheimili og það kemst ekki heim til sín.“ 

Jóhannes segir að starfsfólkið taki stöðuna nærri sér. „Það vill að engir sjúklingar liggi lengi inni á bráðamóttökunni, vegna þess að þetta er bráðamóttaka – þarna á fólk ekki að liggja lengi. Það á að fá áframhaldandi meðferð á öðrum deildum spítalans en það er ekki hægt eins og staðan er.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár