Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir það tilfinningu samtakanna að andlega veikir einstaklingar fái ekki viðunandi þjónustu á Landspítalanum þegar þeir greinast með önnur veikindi en andleg.
„Það er eins og það sé ekki hlustað jafn vel þegar einstaklingar með geðrænan vanda kvartar undan líkamlegum einkennum, eins og er gert er þegar aðrir sjúklingar eigi í hlut,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og tekur sem dæmi að ýmsu sé flaggað þegar andlega veikir einstaklingar eru til meðferðar og mikil áhersla sé lögð á þær greiningar sem fyrir eru. Þannig virðast þær greiningar yfirtrompa þá kvilla sem hrjá fólkið þá stundina, sem eru oft alls ótengdir andlegum veikindum.
Tilefnið er mál konu sem lést í umsjón spítalans í ágúst árið 2021. Þegar málið er samandregið má sjá að upphafið að endalokum konunnar var á bráðadeild Landspítalans, þar sem ekki reyndist pláss fyrir hana. Hún var með lungnabólgu en fékk ekki sams konar þjónustu og …
Athugasemdir