Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fjórir flokkar mættu ekki á fund bíllausra

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn, Flokk­ur fólks­ins og Lýð­ræð­is­flokk­ur­inn sendu eng­an full­trúa á op­inn kosn­inga­fund Sam­taka um bíl­laus­an lífs­stíl sem fram fór í mið­borg­inni á mið­viku­dag.

Fjórir flokkar mættu ekki á fund bíllausra
Fundur Nokkrir auðir stólar voru á sviðinu á kosningafundi Samtaka um bíllausan lífsstíl sem fram fór á miðvikudag. Mynd: Skjáskot

Samtök um bíllausan lífsstíl héldu opinn kosningafund á Loft Hostel í Reykjavík síðdegis á miðvikudag, þar sem fulltrúum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu var boðið að senda fulltrúa til að svara spurningum fundargesta um málefni á borð við bættar almenningsamgöngur, aðstæður fyrir virka ferðamáta og fleira.

Sex flokkar sendu fulltrúa á fundinn, en Framsóknarflokkurinn, Flokkur fólksins Miðflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn gerðu það ekki.

„Það verða nokkrir háðungarstólar hér, þeim til háðungar sem ekki sendu fulltrúa,“ sagði sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem stýrði umræðum á fundinum.

Stjórnmálamennirnir sem voru til svara á fundinum voru þau Pawel Bartoszek frá Viðreisn, Rósa Björk Brynjólfsdóttir frá VG, Dóra Björt Guðjónsdóttir frá Pírötum, Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu, Sigurður Örn Hilmarsson frá Sjálfstæðisflokki og Davíð Þór Jónsson frá Sósíalistaflokknum. 

Búi Bjarmar Aðalsteinsson, einn þeirra sem stóðu fyrir fundinum, segir við Heimildina að hann kunni ekki skýringar á því af hverju flokkarnir sem ekki mættu hafi ekki sent fulltrúa. Allir flokkar hafi þó sannarlega fengið boð um að sitja fundinn.

Búi segir að þvert yfir línuna hafi upplifun hans af samtalinu með stjórnmálafólkinu verið sú að flokkarnir væru ekki með miklar pælingar eða skýra stefnu um virka ferðamáta, fyrir utan það sem snýr að almenningssamgöngum.

Svör stjórnmálamannanna voru að hans sögn með þeim hætti að þau virtust búin til á staðnum, frekar en að þau endurspegluðu einhverja raunverulegar stefnu flokkanna. En það er einmitt tilgangur svona fundar, segir Búi Bjarmar, að setja þessi mál á dagskrá og fá stjórnmálaflokka til að hugsa um þau. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að þrír flokkar hefðu ekki sent fulltrúa á fundinn en hið rétta er að fjórir flokkar gerðu það ekki. Flokkur fólksins gleymdist í fyrstu útgáfu fréttarinnar sem birtist í prentútgáfu blaðsins föstudaginn 22. nóvember. 

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Skil þau vel ;) Ég hefði heldur ekki mætt. Er alfarið á móti bíllausum lífstíl.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár