Lyklabörn, hundasokkar og arfi í Skólagörðunum

Bók­in Stór­kost­lega sum­ar­nám­skeið­ið er ætl­uð yngstu sjálf­stæðu grunn­skóla­les­end­um en hent­ar líka frá­bær­lega til sam­lest­urs for­eldra og barna á kvöld­in – tel­ur Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir.

Lyklabörn, hundasokkar og arfi í Skólagörðunum
Stórkostlega sumarnámskeiðið Höfundarnir Tómas Zöega og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Bók

Stór­kost­lega sum­ar­nám­skeið­ið

Höfundur Tómas Zöega, Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Forlagið – Mál og menning
Niðurstaða:

Stórkostlega sumarnámskeiðið

Tómas Zöega, Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Forlagið – Mál og Menning

Gefðu umsögn

Stórkostlega sumarnámskeiðið er saga um uppátækjasama krakka í sumarfríi sem þurfa að kljást við ofgnótt eða skort sumarnámskeiða.

Pabbi Péturs steingleymdi sér; skráði hann nefnilega ekki á eitt einasta sumarnámskeið á meðan foreldrar Stefaníu skráðu hana á þau öll, henni til mikillar mæðu. Pétur og Stefanía eru perluvinir sem áður hafa komið fyrir í tveimur bókum tvíeykisins Tómasar Zoëga og Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur. Sagan er ætluð yngstu sjálfstæðu grunnskólalesendum en hentar líka frábærlega til samlesturs foreldra og barna á kvöldin.

Skráð á öll sumarnámskeiðin

Pétur býr með pabba sínum í rólegum takti og heimsækir ömmu sína og Nornina sem býr í bílskúrnum þegar hann vantar meira fútt í daginn.

Alltaf þegar Stefanía kemur í heimsókn er von á nýjum ævintýrum sem hún keyrir jafnan áfram á meðan Pétur er ánægður með að fá að fylgja með og aðstoða vinkonu sína við hvaða hugdettu sem hún fær, sjá um skólagarðinn fyrir hana á meðan hún er á siglinganámskeiði (hún er skráð á öll sumarnámskeiðin, muniði!) eða halda sölu á hundasokkum sem eru í raun sokkar sem minnkuðu í galdraþvottavél ömmu og Nornarinnar.

„Myndskreytingar Sólrúnar Ylfu eru hreint út sagt stórkostlegar og gefa bókinni mikinn lit“
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

Heimur fullorðinna slettist inn

Í anda samtímabókmennta um ævintýri krakka slettist heimur fullorðinna inn í heim vinanna, Pétur þarf að sjá um sig sjálfur þegar pabbi er í vinnunni þar sem hann er ekki skráður á sumarnámskeiðin, og Stefanía fær Pétur með sér í háleynilegt verkefni að flytja út í smíðakofa til að sleppa frá síæpandi foreldrum sínum. Allt er þetta þó gert án þess að um sé að ræða of mikla tilfinningasemi, Stefanía er jafnfljót niður og upp í skapinu og Pétur skilur lítið í fullorðna fólkinu en reynir þó ekki að breyta því.

Í bókinni eru fjölmörg hugtök úr minni þúsaldarkynslóðar-æsku eins og lyklabörn og jafnvel smíðaverkstæðis-námskeið og Skólagarðar. Gagnrýnandi fékk á tilfinninguna að sögusvið bókarinnar sé ekki endilega að reyna að setja sig inn í samtíma barna í dag með sína snjallsíma og sjónvarpsgláp heldur er frekar nostalgísk sýn á sumur æskunnar sem líða hratt með sínum daglegu ævintýrum. Þessi söguheimur býr til sjarmerandi dýnamík sem frábærar myndskreytingarnar bæta svo nýrri vídd við.

Frábær samvinna hjá ungum höfundum

Myndskreytingar Sólrúnar Ylfu eru hreint út sagt stórkostlegar og gefa bókinni mikinn lit. Persónurnar Nornin, unglingurinn Brynjólfur sem vinnur í skólagörðunum, eða skordýrin sem Pétur er að lesa um í skordýrabókinni sinni lifna við á síðunni og gera að verkum að orð og mynd fara framúrskarandi vel saman í bókinni. Augljóst að um frábæra samvinnu er að ræða hjá þessum ungu en meira en upprennandi höfundum. Því ber að fagna að fá nýjar og auðlesnar sögur fyrir yngstu lesendur, en sagan gefur þó engan afslátt í orðaforða eða hugmyndaauðgi. Það er óskandi að höfundar haldi áfram sínu samstarfi og færi okkur enn fleiri barnabækur sem ýta undir lifandi lestur.


Í hnotskurn: Stórkostlega sumarnámskeiðið er frábær lestur fyrir fyrstu bekki grunnskóla, með lifandi persónum og frábærum myndskreytingum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár