Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Lyklabörn, hundasokkar og arfi í Skólagörðunum

Bók­in Stór­kost­lega sum­ar­nám­skeið­ið er ætl­uð yngstu sjálf­stæðu grunn­skóla­les­end­um en hent­ar líka frá­bær­lega til sam­lest­urs for­eldra og barna á kvöld­in – tel­ur Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir.

Lyklabörn, hundasokkar og arfi í Skólagörðunum
Stórkostlega sumarnámskeiðið Höfundarnir Tómas Zöega og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Bók

Stór­kost­lega sum­ar­nám­skeið­ið

Höfundur Tómas Zöega, Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Forlagið – Mál og menning
Niðurstaða:

Stórkostlega sumarnámskeiðið

Tómas Zöega, Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Forlagið – Mál og Menning

Gefðu umsögn

Stórkostlega sumarnámskeiðið er saga um uppátækjasama krakka í sumarfríi sem þurfa að kljást við ofgnótt eða skort sumarnámskeiða.

Pabbi Péturs steingleymdi sér; skráði hann nefnilega ekki á eitt einasta sumarnámskeið á meðan foreldrar Stefaníu skráðu hana á þau öll, henni til mikillar mæðu. Pétur og Stefanía eru perluvinir sem áður hafa komið fyrir í tveimur bókum tvíeykisins Tómasar Zoëga og Sólrúnar Ylfu Ingimarsdóttur. Sagan er ætluð yngstu sjálfstæðu grunnskólalesendum en hentar líka frábærlega til samlesturs foreldra og barna á kvöldin.

Skráð á öll sumarnámskeiðin

Pétur býr með pabba sínum í rólegum takti og heimsækir ömmu sína og Nornina sem býr í bílskúrnum þegar hann vantar meira fútt í daginn.

Alltaf þegar Stefanía kemur í heimsókn er von á nýjum ævintýrum sem hún keyrir jafnan áfram á meðan Pétur er ánægður með að fá að fylgja með og aðstoða vinkonu sína við hvaða hugdettu sem hún fær, sjá um skólagarðinn fyrir hana á meðan hún er á siglinganámskeiði (hún er skráð á öll sumarnámskeiðin, muniði!) eða halda sölu á hundasokkum sem eru í raun sokkar sem minnkuðu í galdraþvottavél ömmu og Nornarinnar.

„Myndskreytingar Sólrúnar Ylfu eru hreint út sagt stórkostlegar og gefa bókinni mikinn lit“
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

Heimur fullorðinna slettist inn

Í anda samtímabókmennta um ævintýri krakka slettist heimur fullorðinna inn í heim vinanna, Pétur þarf að sjá um sig sjálfur þegar pabbi er í vinnunni þar sem hann er ekki skráður á sumarnámskeiðin, og Stefanía fær Pétur með sér í háleynilegt verkefni að flytja út í smíðakofa til að sleppa frá síæpandi foreldrum sínum. Allt er þetta þó gert án þess að um sé að ræða of mikla tilfinningasemi, Stefanía er jafnfljót niður og upp í skapinu og Pétur skilur lítið í fullorðna fólkinu en reynir þó ekki að breyta því.

Í bókinni eru fjölmörg hugtök úr minni þúsaldarkynslóðar-æsku eins og lyklabörn og jafnvel smíðaverkstæðis-námskeið og Skólagarðar. Gagnrýnandi fékk á tilfinninguna að sögusvið bókarinnar sé ekki endilega að reyna að setja sig inn í samtíma barna í dag með sína snjallsíma og sjónvarpsgláp heldur er frekar nostalgísk sýn á sumur æskunnar sem líða hratt með sínum daglegu ævintýrum. Þessi söguheimur býr til sjarmerandi dýnamík sem frábærar myndskreytingarnar bæta svo nýrri vídd við.

Frábær samvinna hjá ungum höfundum

Myndskreytingar Sólrúnar Ylfu eru hreint út sagt stórkostlegar og gefa bókinni mikinn lit. Persónurnar Nornin, unglingurinn Brynjólfur sem vinnur í skólagörðunum, eða skordýrin sem Pétur er að lesa um í skordýrabókinni sinni lifna við á síðunni og gera að verkum að orð og mynd fara framúrskarandi vel saman í bókinni. Augljóst að um frábæra samvinnu er að ræða hjá þessum ungu en meira en upprennandi höfundum. Því ber að fagna að fá nýjar og auðlesnar sögur fyrir yngstu lesendur, en sagan gefur þó engan afslátt í orðaforða eða hugmyndaauðgi. Það er óskandi að höfundar haldi áfram sínu samstarfi og færi okkur enn fleiri barnabækur sem ýta undir lifandi lestur.


Í hnotskurn: Stórkostlega sumarnámskeiðið er frábær lestur fyrir fyrstu bekki grunnskóla, með lifandi persónum og frábærum myndskreytingum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár