Í gær, þann 20. nóvember, var minningardagur um trans fólk sem hefur látist á síðastliðnu ári – bæði það sem fallið hefur fyrir eigin hendi og vegna hatursglæpa. Að því tilefni stóð Trans Ísland fyrir minningarstund í húsakynnum Samtakanna '78.
Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands, segir að 20. nóvember sé mikilvægur dagur fyrir trans fólk til að koma saman og standa saman. „Af erfiðu tilefni, vissulega, en það er líka alltaf mikill baráttuandi.“
Heilbrigðiskerfið hafi brugðist
Hún segir að það séu alltaf einhver sjálfsvíg meðal trans fólks á Íslandi, einkum ungmenna. Erfitt sé þó að átta sig á umfangi vandans, til dæmis sé ekki alltaf hægt að staðfesta hver séu trans og hver ekki.
„En þetta eru of mörg. Við höfum séð ákveðnar áskoranir á síðustu árum tengdar versnandi samfélagsumræðu og afleiðingum áskorana heilbrigðiskerfisins – sem hefur að mörgu leyti brugðist trans fólki á síðustu árum með stórlengdum biðlistum …
Athugasemdir (1)