Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búast við að fleira trans fólk kveðji næstu fjögur árin

For­seti Trans Ís­lands seg­ir of mik­ið af trans fólki falla fyr­ir eig­in hendi á Ís­landi. Hún seg­ir að fólk sé ugg­andi yf­ir stöð­unni eft­ir ný­af­staðn­ar kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um og þær af­leið­ing­ar sem þær geta haft fyr­ir stöðu hinseg­in fólks.

Búast við að fleira trans fólk kveðji næstu fjögur árin
Minningarstund Haldin var minningarstund um trans fólk sem látið hefur lífið á síðastliðnu ári í gærkvöldi. Mynd: Golli

Í gær, þann 20. nóvember, var minningardagur um trans fólk sem hefur látist á síðastliðnu ári – bæði það sem fallið hefur fyrir eigin hendi og vegna hatursglæpa. Að því tilefni stóð Trans Ísland fyrir minningarstund í húsakynnum Samtakanna '78.

Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands, segir að 20. nóvember sé mikilvægur dagur fyrir trans fólk til að koma saman og standa saman. „Af erfiðu tilefni, vissulega, en það er líka alltaf mikill baráttuandi.“

Heilbrigðiskerfið hafi brugðist

Hún segir að það séu alltaf einhver sjálfsvíg meðal trans fólks á Íslandi, einkum ungmenna. Erfitt sé þó að átta sig á umfangi vandans, til dæmis sé ekki alltaf hægt að staðfesta hver séu trans og hver ekki.

„En þetta eru of mörg. Við höfum séð ákveðnar áskoranir á síðustu árum tengdar versnandi samfélagsumræðu og afleiðingum áskorana heilbrigðiskerfisins – sem hefur að mörgu leyti brugðist trans fólki á síðustu árum með stórlengdum biðlistum …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    FYRST ÖLLUM ER SAMA UM UM FOLK EINS OG MIG ÞA ÞAÐ
    0
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Að stjórnmálamenn skuli beita spjótum sínum á transfólk er algjör hneysa, það eru engar heimildir um að transfolk valdi skaða á umhverfi sínu eða samfélaginu , hinsvegar hafa stjórnmálamenn vanrækt húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál sem valdið hefur mælanlegum skaða og ættu að finna sér eitthvað annað að gera.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár