Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Búast við að fleira trans fólk kveðji næstu fjögur árin

For­seti Trans Ís­lands seg­ir of mik­ið af trans fólki falla fyr­ir eig­in hendi á Ís­landi. Hún seg­ir að fólk sé ugg­andi yf­ir stöð­unni eft­ir ný­af­staðn­ar kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um og þær af­leið­ing­ar sem þær geta haft fyr­ir stöðu hinseg­in fólks.

Búast við að fleira trans fólk kveðji næstu fjögur árin
Minningarstund Haldin var minningarstund um trans fólk sem látið hefur lífið á síðastliðnu ári í gærkvöldi. Mynd: Golli

Í gær, þann 20. nóvember, var minningardagur um trans fólk sem hefur látist á síðastliðnu ári – bæði það sem fallið hefur fyrir eigin hendi og vegna hatursglæpa. Að því tilefni stóð Trans Ísland fyrir minningarstund í húsakynnum Samtakanna '78.

Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands, segir að 20. nóvember sé mikilvægur dagur fyrir trans fólk til að koma saman og standa saman. „Af erfiðu tilefni, vissulega, en það er líka alltaf mikill baráttuandi.“

Heilbrigðiskerfið hafi brugðist

Hún segir að það séu alltaf einhver sjálfsvíg meðal trans fólks á Íslandi, einkum ungmenna. Erfitt sé þó að átta sig á umfangi vandans, til dæmis sé ekki alltaf hægt að staðfesta hver séu trans og hver ekki.

„En þetta eru of mörg. Við höfum séð ákveðnar áskoranir á síðustu árum tengdar versnandi samfélagsumræðu og afleiðingum áskorana heilbrigðiskerfisins – sem hefur að mörgu leyti brugðist trans fólki á síðustu árum með stórlengdum biðlistum …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    FYRST ÖLLUM ER SAMA UM UM FOLK EINS OG MIG ÞA ÞAÐ
    0
  • Kolbrun Þorkelsdottir skrifaði
    Að stjórnmálamenn skuli beita spjótum sínum á transfólk er algjör hneysa, það eru engar heimildir um að transfolk valdi skaða á umhverfi sínu eða samfélaginu , hinsvegar hafa stjórnmálamenn vanrækt húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál sem valdið hefur mælanlegum skaða og ættu að finna sér eitthvað annað að gera.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár