Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hvað greinir að Sósíalistaflokkinn og Vinstri græn?

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, fram­bjóð­andi Vinstri grænna, og Gunn­ar Smári Eg­ils­son, odd­viti Sósí­al­ista­flokks­ins, ræddu um ólík­ar stefn­ur flokka sinna í nýj­asta þætti Pressu. Ræddu þau með­al ann­ars um áhersl­ur flokk­anna á femín­isma og um­hverf­is­mál.

Pressa Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna, og Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, voru gestir Aðalsteins Kjartanssonar í Pressu í dag.

 „Það var vilji til að taka upp þennan kyndil og byggja upp sósíalískan flokk sem legði ekki bara áherslu á framboð til borgaralegra stjórnmála eins og þings og sveitarstjórna heldur tæki þátt í endurreisn verkalýðshreyfingarinnar sem baráttutækis alþýðunnar.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalista í Reykjavík norður, spurður hvað greindi flokk hans frá Vinstri grænum. Hann var viðmælandi Aðalsteins Kjartanssonar í nýjasta þætti Pressu í hádeginu ásamt Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, sem skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í sama kjördæmi og hann. 

Vinstri græn hafi yfirgefið verkalýðshreyfinguna

Gunnar Smári segir að með stofnun Sósíalistaflokksins hefði kyndill róttækrar verkalýðsbaráttu verið tekinn upp á ný, en Vinstri hreyfingin grænt framboð hefði að einhverju leyti lagt hann frá sér. Hann segir áherslur flokkanna tveggja mjög ólíkar. „Það er veigamikill munur út frá taktík, hvernig þú lítur á að baráttan eigi að vera háð.“ 

Rósa Björk segir að auðvitað séu margar áherslur flokkanna þegar kemur að félagshyggju og almannaþjónustu keimlíkar en VG leggi talsvert meiri áherslu á femínisma og umhverfismál, ólíkt sósíalistum.

„Mér finnst femínísk stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og umhverfismálin séu algjörlega aðskilin frá Sósíalistaflokknum. Þar beri þá þessa flokka algjörlega í sundur,“ segir Rósa Björk.

„Síðan er það kannski þessi reynsla og ábyrgðarkennd sem Vinstri græn búa yfir. Svo myndi ég líka kannski nefna það að VG hefur nú verið meira í nútímanum og framtíðinni en Sósíalistaflokkurinn. Og boðar nútímalegri stjórnmál en Sósíalistaflokkurinn hefur gert hingað til.“ 

Ósammála um áherslur hvors annars á femínisma

Gunnar Smári segir að að mati sósíalista sé forsenda þess að ná árangri í umhverfis- og mannréttindamálum að ná árangri í baráttunni fyrir félagslegu réttlæti. 

„Það ber þess ekki merki í stefnu Sósíalistaflokksins að vera femínískur flokkur eða umhverfisverndarflokkur,“ var svar Rósu Bjarkar. Gunnar Smári sagði þá að hún hefði ekki lesið stefnu flokksins. „Ég get sent þér hana.“

Rósa fullyrti hins vegar að hún hefði lesið hana nokkrum sinnum. „Þú segir að sósíalistar leggi áherslu á umhverfismálin og femínísku málin. Ég sé það ekki í stefnunni eða málflutningnum.“

Gunnar Smári sagði þá að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, hefði náð miklum árangri í baráttu láglaunakvenna fyrir efnahagslegu sjálfstæði. „Þetta hefur ekki verið gert með stuðningi femíníska flokksins, VG. Þvert á móti. Við höfum ekki fundið fyrir neinum stuðningi þar.“

Horfa má á nýjasta þátt Pressu í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár