Aukafundur hefur verið boðaður í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs næstkomandi mánudag en annað af þeim málum sem taka á fyrir þar er þó mjög gamalt þrætuepli – hvort opna eigi fyrir umferð vélknúinna ökutækja um viðkvæmt svæði, svokallað Vonarskarð.
Náttúrufræðistofnun og fleiri aðilar hafa mælt gegn því að það verði gert en óheimilt hefur verið að aka um svæðið frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2009. Hópur útivistarmanna, sérstaklega þeirra í ferðaklúbbnum 4x4 hefur talað fyrir opnun skarðsins og var það meðal annars til umfjöllunar á fundi 4x4 og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra síðastliðið miðvikudagskvöld.
Ef stjórn þjóðgarðsins samþykkir tillögu um tímabundna opnun Vonarskarðs fyrir vélknúinni umferð mun hún þurfa að rökstyðja þá ákvörðun, útbúa tillögu að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun og setja hana í lögbundið umsagnar- og kynningarferli. Stjórnin þarf jafnframt að rökstyðja það ef hún hafnar tillögu um opnun skarðsins fyrir vélknúinni umferð.
Stjórn sem á ekki langt eftir
Þuríður Helga …
Athugasemdir