Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Pandórubox deilna um Vonarskarð opnað á mánudag

Þrett­án ára gam­alt deilu­mál verð­ur tek­ið fyr­ir á auka­fundi Vatna­jök­uls­þjóð­garðs á mánu­dag, hvort hefja eigi ferli sem ligg­ur í átt að tíma­bund­inni opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir bíl­um. Öku­tækj­um hef­ur ekki ver­ið heim­ilt að fara um svæð­ið frá stofn­un þjóð­garðs­ins.

Pandórubox deilna um Vonarskarð opnað á mánudag
Vonarskarð Náttúrustofa Suðausturlands sagði í áliti árið 2020 best að halda Vonarskarði sem kyrrlátu víðerni og því mælti stofnunin ekki með því að umferð yrði hleypt þar í gegn. Það gerði Náttúrustofa Norðurlands eystra ekki heldur og hið sama má segja um Náttúrufræðistofnun og rannsóknarhóp sem Vatnajökulsþjóðgarður fékk til að skoða málið, Mynd: Landvernd

Aukafundur hefur verið boðaður í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs næstkomandi mánudag en annað af þeim málum sem taka á fyrir þar er þó mjög gamalt þrætuepli – hvort opna eigi fyrir umferð vélknúinna ökutækja um viðkvæmt svæði, svokallað Vonarskarð.

Náttúrufræðistofnun og fleiri aðilar hafa mælt gegn því að það verði gert en óheimilt hefur verið að aka um svæðið frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2009. Hópur útivistarmanna, sérstaklega þeirra í ferðaklúbbnum 4x4 hefur talað fyrir opnun skarðsins og var það meðal annars til umfjöllunar á fundi 4x4 og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra síðastliðið miðvikudagskvöld.

Ef stjórn þjóðgarðsins samþykkir tillögu um tímabundna opnun Vonarskarðs fyrir vélknúinni umferð mun hún þurfa að rökstyðja þá ákvörðun, útbúa tillögu að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun og setja hana í lögbundið umsagnar- og kynningarferli. Stjórnin þarf jafnframt að rökstyðja það ef hún hafnar tillögu um opnun skarðsins fyrir vélknúinni umferð.

Stjórn sem á ekki langt eftir

Þuríður Helga …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifaði
    Samút stendur alls ekki undir nafni sem einhvers konar samtök útivistarfólks. Hið rétta er að þetta er lítil klíka jeppakalla sem undanfarna áratugi hefur tekist að hreiðra um sig í kerfinu og dulbúast sem málsvari alls útivistarfólks.
    Af þessu leiðir að raddir mjög stórra hópa útivistarfólks eiga enga rödd innan þessara undarlegu samtaka sem hafa m.a. samtök húsbílaeigenda innan sinna vébanda en ekki Ferðafélag Íslands svo eitt dæmi sé tekið.
    Samút hefur lengi verið eins og lítill klúbbur Sjálfstæðismanna. Fulltrúi Samút til áratuga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fráfarandi formaður samtakanna eftir áratuga slímusetu hefur verið virkur í bæjarmálum í Garðabæ fyrir flokkinn. Þeir hafa grímulaust dregið taum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í fylkingaskipan flokksins og hann launað fylgispektina með því að láta ráðuneyti sitt styrkja Samút um milljónir þótt samtökin uppfylli alls ekki þau skilyrði sem þarf að uppfylla til slíks samstarfs.
    En hingað er þráhyggja þeirra og áratuga pex komið með þá. Dyggur fótgönguliði flokksins, Jón Helgi Björnsson, sem er stjórnarformaður þjóðgarðsins vinnur eftir fyrirmælum ráðuneytis og hlýðir húsbónda sínum sem þarf að launa jeppaköllum greiða og stuðning. Til eru vönduð lögfræðiálit, frá Lex og fleirum sem telja að opnun á umferð um svæðið myndi kalla lögsóknir yfir þjóðgarðinn en þeir hafa greinilega ákveðið að láta á það reyna. Spyrjum að leikslokum.
    1
  • Karl Ingólfsson skrifaði
    Svæðisráð samþykkti árið 2020, að aflokknu vönduðu umsagnarferli, að leyfa skyldi hjólreiðar um hefðbundna leið um Vonarskarð og að ökuleiðin skyldi opnuð 1. september til prufu í þjú ár. Göngumenn sækja lítt í Vonarskarð í september enda er svæði alþekkt veðravíti.
    Þessu til viðbótar samþykkti svæðisráðið að hnykkja þyrfti á vernd jarðhitasvæðisins en illu heillli hefur stefna VJÞ falist í því að beina allri umferð inn í ofurviðkvæmt jarðhitasvæðið. Þeir sem segjast tala fyrir náttúruvernd í Vonarskarði hafa látið sig litlu skipta traðk ferðamanna um ofurviðkvæmt jarðhitasvæðið sem er með al viðkvæmustu svæðum Miðhálendisins.
    Öku og hjólaleiðin er hinsvegar víðsfjarri jarðhitasvæðinu og fer um ógróið og greiðfært land.

    Fyrirkomulagið undanfarin 13 ár hefur hámarkað álagið á jarðhitasvæðið en lokað á umferð reiðhjóla og bíla um land sem er hvorki viðkvæmara eða sérstæðara en land norðan og sunnan Vonarskarðs. Samtök Útivistarféalga hafa ítrekað bent á að þessi stefna feli í sér "Lágmarks aðgengi með hámarks skaðsemi".
    Vonandi næst að afgreiða þetta mál í samræmi við sáttatillögu Svæðisráðs frá 2020. Sú tillaga er nær samhljóða sáttatillögu svæðisráðsins frá 2010, en yngri tillagan hnykkir á aukinni vernd jarðhitasvæðisins í samræmi við áherslur Samút.

    Það er rangt að það sé einungis þröngur hópur jeppamanna sem talar fyrir breyttu aðgengi að Vonarskarði. Hjólreiðamenn eru einnig verulega ósáttir við órökstudda lokun og Samtök Útivistarfélaga styðja einnig sáttatillögu svæðisráðsins. Það segir mikið um (ó)heilindi lokunarmanna að nefna hvorki Samút eða hjóreiðamenn en tönnlast á jeppamönnum sem frá upphafi hafa sætt sig við sáttatillögur Samút um Vonarskarð.
    Vonandi fer þessari þarflausu deilu að ljúka svo tryggja megi aðgengi að þeim hluta Vonarskarðs sem þolir umferð og að tryggt verði betur en verið hefur að jarðhitasvæðið fái þá vernd er þarf.
    Um þetta er að nokkru fjallað í þessari grein minni í Kjarnanum:

    https://kjarninn.is/skodun/2021-02-22-vonarskard-um-hvad-er-deilt/

    Höfundur er varamaður Samút í Svæðisráði Vestursvæðis VJÞ og félagi í Íslenska Alpaklúbbnum.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár