Hvorki Píratar né Vinstri græn mælast með 5 prósent fylgi á landsvísu í nýrri könnun Prósents, en fylgi Pírata mælist 3,4 prósent og Vinstri grænna 2,4 prósent í könnuninni. Að auki mælist fylgi Lýðræðisflokksins 1 prósent.
Sósíalistaflokkurinn mælist hins vegar með með 5,4 prósent fylgi á landsvísu í þessari könnun, litlu minna en Framsókn sem mælist nú með 5,6 prósenta fylgi. Aðrir flokkar mælast með tveggja stafa fylgistölur í þessari nýjustu mælingu Maskínu.
Samfylkingin og Viðreisn mælast stærstu flokkar landsins í könnunni, en báðir flokkar bæta við sig frá síðustu mælingu Prósents og Viðreisn allverulega. Fylgi Samfylkingar er nú 22,4 prósent en fylgi Viðreisnar 21,5 prósent.
Miðflokkurinn mælist ögn stærri en í síðustu viku, með 15,5 prósent fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn fær sína verstu mælingu í skoðanakönnun nokkru sinni og mælist með 12 prósent fylgi í þessari könnun Prósents. Flokkur fólksins mælist með aðeins minna fylgi en í síðustu viku, eða …
Athugasemdir