Þó að málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd rati ekki ofarlega á lista yfir mikilvægustu málaflokkana í hugum íslenskra kjósenda, hefur umræðan um þennan málaflokk fengið mikið vægi í aðdraganda kosninga.
Þegar Bjarni Benediktsson boðaði til blaðamannafundar þann 13. október til að tilkynna ríkisstjórnarslit, þá nefndi hann meðal annars ágreining innan stjórnarinnar um aðgerðir í málefnum hælisleitenda sem ástæðu þess.
Í kappræðum formanna á RÚV föstudaginn 1. nóvember var bent á að umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi fækkað, sérstaklega ef Úkraína er tekin út fyrir sviga. Þess vegna vildu spyrlarnir vita um hvað umræðan snerist, hvort það sé um fjármagnið sem fylgir málaflokknum eða hræðsluna við að taka á móti hælisleitendum til Íslands. „Ég held að hún sé að sumu leyti eðlilegt viðbragð við mjög örum og hröðum breytingum á íslensku samfélagi,“ svaraði Kristrún Frostadóttir. Hlutfall fólks hafi tvöfaldast úr tíu í tuttugu prósent í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Í …
Athugasemdir