Bókmenntahátíðin Iceland Noir hressir upp á skammdegið

Bók­mennta­há­tíð­in Ice­land No­ir hefst þann 20. nóv­em­ber og fjöldi er­lendra og ís­lenskra höf­unda stíg­ur á svið. Með­al er­lendra gesta verða að þessu sinni Har­l­an Co­ben, Dav­id Walliams, Ann Cleeves, Sara Blædel, Marc Levy og Ant­hony Horowitz.

Bókmenntahátíðin Iceland Noir hressir upp á skammdegið
Yrsa Sigurðardóttir stofnaði bókmenntahátíðina Iceland Noir ásamt rithöfundinum Ragnari Jónasyni.

„Fram undan er virkilega fjölbreytt og skemmtileg Iceland Noir-hátíð,“ segir Yrsa Sigurðardóttiririthöfundur, en hún er stofnandi Iceland Noir ásamt Ragnari Jónassyni. Hafa þau annast skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi en frá árinu 2022 hafa rithöfundarnir Óskar Guðmundsson og Sverrir Norland einnig komið að þeirri vinnu, sem og Lilja Sigurðardóttir á upphafsárum hennar. Meðal erlendra gesta verða að þessu sinni Harlan Coben, David Walliams, Ann Cleeves, Sara Blædel, Marc Levy og Anthony Horowitz. Fulltrúar leikins menningarefnis eru meðal annars leikstjórinn Robert Zemeckis og leikkonan Brenda Blethyn.

Bókmenntahátíðin Iceland Noir var haldin í fyrsta sinn fyrir rúmum áratug. Tilgangur með stofnun hennar ku vera sá að gefa íslenskum lesendum tækifæri til að hitta erlenda höfunda og auðga íslenskt menningarlíf á þeim árstíma sem skammdegið er farið að segja hressilega til sín.

Bróðir Díönu prinsessu

Þá segir Yrsa: „Við hlökkum sömuleiðis til að taka við breska barnabókahöfundinum Alex Falase-Koya, Deena Mohammed frá Egyptalandi og höfundinum og aktívistanum Winnie Li,“ segir Yrsa. „Loks kemur bróðir Díönu prinsessu, Charles Spencer, og ræðir bók sína, A Very Private School, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda um allan heim þegar hún kom út.“

Fjölmargir íslenskir höfundar koma einnig fram á Iceland Noir 2024; Stefán Máni, Þórdís Gísladóttir, Eva Björg Ægisdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Hildur Knútsdóttir, Einar Kárason, Kamilla Einarsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Steinþór Ívarsson, Áslaug Kristjáns, Ragnhildur Þrastardóttir, Einar Lövdahl og Helga Soffía Einarsdóttir, ásamt leikaranum Ólafi Darra. Samtals er gert ráð fyrir um 80 höfundum, ljóðskáldum og fulltrúum leikins efnis.

Fríviðburðir og lausir miðar

Hátíðin fer að þessu sinni fram dagana 20.–23. nóvember. Að sögn aðstandenda eru enn örfáir miðar til sölu á Tix.

Vert er að vekja athygli á fríviðburðum sem fara fram þann 19. nóvember, annars vegar ljóðakvöld á Röntgen og svo glæpakvöld í Sveinatungu í Garðabæ.

Ljóðakvöldið á Röntgen hefst kl. 20 á þriðjudagskvöldi. Þá stíga á svið Sverrir Norland, Kristín Ómarsdóttir, Bubbi Morthens, Vala Hauksdóttir, Ragnar Jónasson, Þórður Sævar Jónsson, Linda Vilhjálms og Natasha S. Í Sveinatungu í Garðabæ verður svo Anthony Horowitz í samtali við Elizu Reid kl. 19 þann 20. nóvember en Sara Blædel ræðir við Yrsu klukkan 20.15 sama kvöld. Allir velkomnir!

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
5
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár