Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Bókmenntahátíðin Iceland Noir hressir upp á skammdegið

Bók­mennta­há­tíð­in Ice­land No­ir hefst þann 20. nóv­em­ber og fjöldi er­lendra og ís­lenskra höf­unda stíg­ur á svið. Með­al er­lendra gesta verða að þessu sinni Har­l­an Co­ben, Dav­id Walliams, Ann Cleeves, Sara Blædel, Marc Levy og Ant­hony Horowitz.

Bókmenntahátíðin Iceland Noir hressir upp á skammdegið
Yrsa Sigurðardóttir stofnaði bókmenntahátíðina Iceland Noir ásamt rithöfundinum Ragnari Jónasyni.

„Fram undan er virkilega fjölbreytt og skemmtileg Iceland Noir-hátíð,“ segir Yrsa Sigurðardóttiririthöfundur, en hún er stofnandi Iceland Noir ásamt Ragnari Jónassyni. Hafa þau annast skipulagningu hátíðarinnar frá upphafi en frá árinu 2022 hafa rithöfundarnir Óskar Guðmundsson og Sverrir Norland einnig komið að þeirri vinnu, sem og Lilja Sigurðardóttir á upphafsárum hennar. Meðal erlendra gesta verða að þessu sinni Harlan Coben, David Walliams, Ann Cleeves, Sara Blædel, Marc Levy og Anthony Horowitz. Fulltrúar leikins menningarefnis eru meðal annars leikstjórinn Robert Zemeckis og leikkonan Brenda Blethyn.

Bókmenntahátíðin Iceland Noir var haldin í fyrsta sinn fyrir rúmum áratug. Tilgangur með stofnun hennar ku vera sá að gefa íslenskum lesendum tækifæri til að hitta erlenda höfunda og auðga íslenskt menningarlíf á þeim árstíma sem skammdegið er farið að segja hressilega til sín.

Bróðir Díönu prinsessu

Þá segir Yrsa: „Við hlökkum sömuleiðis til að taka við breska barnabókahöfundinum Alex Falase-Koya, Deena Mohammed frá Egyptalandi og höfundinum og aktívistanum Winnie Li,“ segir Yrsa. „Loks kemur bróðir Díönu prinsessu, Charles Spencer, og ræðir bók sína, A Very Private School, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda um allan heim þegar hún kom út.“

Fjölmargir íslenskir höfundar koma einnig fram á Iceland Noir 2024; Stefán Máni, Þórdís Gísladóttir, Eva Björg Ægisdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Hildur Knútsdóttir, Einar Kárason, Kamilla Einarsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Steinþór Ívarsson, Áslaug Kristjáns, Ragnhildur Þrastardóttir, Einar Lövdahl og Helga Soffía Einarsdóttir, ásamt leikaranum Ólafi Darra. Samtals er gert ráð fyrir um 80 höfundum, ljóðskáldum og fulltrúum leikins efnis.

Fríviðburðir og lausir miðar

Hátíðin fer að þessu sinni fram dagana 20.–23. nóvember. Að sögn aðstandenda eru enn örfáir miðar til sölu á Tix.

Vert er að vekja athygli á fríviðburðum sem fara fram þann 19. nóvember, annars vegar ljóðakvöld á Röntgen og svo glæpakvöld í Sveinatungu í Garðabæ.

Ljóðakvöldið á Röntgen hefst kl. 20 á þriðjudagskvöldi. Þá stíga á svið Sverrir Norland, Kristín Ómarsdóttir, Bubbi Morthens, Vala Hauksdóttir, Ragnar Jónasson, Þórður Sævar Jónsson, Linda Vilhjálms og Natasha S. Í Sveinatungu í Garðabæ verður svo Anthony Horowitz í samtali við Elizu Reid kl. 19 þann 20. nóvember en Sara Blædel ræðir við Yrsu klukkan 20.15 sama kvöld. Allir velkomnir!

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár