Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skrímslabóka-röðin er orðin klassísk

„Þessi þekki­lega og vin­sæla harð­spjaldaröð fyr­ir yngstu les­end­ur er í ára­tug, frá 2004, bú­in að veita ung­um (og eldri les­end­um) dæma­lausa ánægju,“ skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son.

Skrímslabóka-röðin er orðin klassísk
Skrímslaveisla Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler og Takel Helmsdal.
Bók

Skrímsla­veisla

Höfundur Áslaug Jónsdóttir, Kalle Guettler, Takel Helmsdal.
Forlagið – Mál og menning
Gefðu umsögn

Í ellefta sinn hefur Áslaug Jónsdóttir sest niður með samverkamönnum sínum, Kalle og Rakel, og búið til nýja sögu í skrímslaröðinni. Þessi þekkilega og vinsæla harðspjaldaröð fyrir yngstu lesendur er í áratug, frá 2004,  búin að veita ungum (og eldri lesendum) dæmalausa ánægju.

Ótti og furða eru reyndar fylgdin sem hinar kátlegu og bráðlifandi myndskreyttu sögur af skrímslinu bjóða upp á og kalla eftir. Fjöldi höfunda hefur þrætt þessa braut að hugum ungra lesenda; hin torkennilega vera af öðrum heimi heillar markhópinn og leiðir saman unga og eldri lesendur. Letrið er sérgert og fellur inn í skoplegar en dramatískar myndirnar. Skrímslabókaröðin er orðin klassísk í barnabókagerðinni og líklega útflutningsvara. Verður að hrósa þremenningunum fyrir hugvitssamlega endurnýjun á söguefnum bók eftir bók, án þess að slegið sé af.

Enginn er svikinn af þessari bókaröð.

Í hnotskurn: Framúrskarandi framhald á vönduðu efni.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TL
    Trausti Leósson skrifaði
    Bókin fer til minna barnabarnra í útlöndum og er alltaf jafn vinsæl
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár