Þann 27. júlí 1794 gekk mikil rigningarhryðja yfir París. Svo hörð var rigningin að borgarbúar héldust ekki við úti á strætunum og flúðu inn til sín.
Þessi lemjandi rigning stóð nógu lengi til þess að hún hafði afgerandi áhrif á gang veraldarsögunnar.
Þannig var mál með vexti að þennan dag höfðu andstæðingar harðlínumannsins Robespierre skorið upp herör gegn honum í byltingarstjórn Frakklands. Í þeirri stjórn var Robespierre þá áhrifamikill og hafði hleypt af stokkunum sannkallaðri ógnarstjórn.
Þúsundir raunverulegra og ímyndaðra óvina Robespierres voru leiddir undir fallöxina og komu þaðan höfðinu styttri.
Robespierre á flótta
En nú höfðu andstæðingar hans sem sé hrakið hann á flótta og hann hafði leitað hælis í þáverandi ráðhúsi Parísar, Hôtel de Ville. Hann hafði ekki miklar áhyggjur, því hann þóttist vita að hann gæti kallað til nógu marga af stuðningsmönnum sínum, bæði meðal almennings og hersins, til þess að snúa við blaðinu.
Hann lét …
Athugasemdir