Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 8. nóvember 2024: Hvaða kattartegund er þetta? og 16 fleiri spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 8. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 8. nóvember 2024: Hvaða kattartegund er þetta? og 16 fleiri spurningar
Fyrri mynd: Af hvaða tegund telst þessi köttur vera?
Seinni mynd:Hver er karl þessi? Á flestum myndum sem þið sjáið af honum er hann aðeins eldri en þetta.

Almennar spurningar:

  1. Hvað hét fyrsti forseti Bandaríkjanna?
  2. Hvað hét annar forseti Bandaríkjanna?
  3. Og þá liggur beint við að spyrja, hvað hét þriðji forseti Bandaríkjanna?
  4. Einn frambjóðandi til forseta í Bandaríkjunum á dögunum var Jill Stein sem raunar hefur boðið sig fram áður. Fyrir hvaða flokk?
  5. Hvaða íslenski jökull var í fyrndinni kallaður Klofajökull?
  6. Hvað er spænska orðið yfir hund?
  7. Í mannkynssögunni er talað um að járnöld hafi hafist rúmum 1.000 árum fyrir Krists burð. Hvaða öld er talað um á undan henni?
  8. Hvaða íslenski fótboltaleikari hefur náð bestum árangri í kosningunni um besta fótboltamann Evrópu, eða Gullboltann?
  9. Hvað kallast á íslensku fljótið sem borgin Prag stendur við?
  10. Frægur rithöfundur fæddist í Prag og ól mestallan sinn aldur. Hann var lítt þekktur meðan hann lifði enda vann hann mestalla sína tíð á skrifstofu tryggingafélags. Og hann hét ... hvað?
  11. Annar rithöfundur búsettur í Prag skrifaði fræga sögu um óbreyttan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvað hét hermaðurinn?
  12. Hvað eru margir lítrar í hektólítra?
  13. Árið 2007 hófu þau Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvinsson tiltekið starf sem vakti á þeim heilmikla athygli. Páll hefur nú látið af starfinu fyrir allnokkru en Kolbrún er enn að. Hvaða starf var þetta?
  14. Konstantínus mikli, keisari Rómaveldis, er í sögunni kunnur fyrir eitt umfram annað. Hvað er það?
  15. Hve margir einstaklingar hafa gegnt starfi forsætisráðherra á Íslandi á 21. öldinni?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Bengal-köttur en Franklin Roosevelt Bandaríkjaforseti ungur að árum er á seinni myndinni.
Svör við almennum spurningum:
1.  Washington.  —  2.  Adams.  —  3.  Jefferson.  —  4.  Græningja.  —  5.  Vatnajökull.  —  6.  Perro.  —  7.  Bronsöld.  —  8.  Glódís Perla.  —  9.  Moldá.  —  10.  Kafka.  —  11.  Svejk.  —  12.  Hundrað.  —  13.  Þau gerðust bókagagnrýnendur í Kiljunni.  —  14.  Hann leyfði kristni í ríkinu.  —  15.  Átta. Ef þið finnið bara sjö eruð þið að gleyma Sigurði Inga.
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár