Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

70 frá upphafi Alsírstríðsins: Fjörbrot hins franska nýlenduveldis

Þann 1. nóv­em­ber 1954 hóf als­írska Þjóð­frels­is­fylk­ing­in stríð til að hrekja Frakka á brott úr landi sínu. Það tókst en kostaði ægi­leg átök í átta ár.

70 frá upphafi Alsírstríðsins: Fjörbrot hins franska nýlenduveldis
Eftir blóðugt stríð í átta ár gátu Alsíringar fagnað sigri. En Alsír var í rúst og þjóðin í sárum.

Á morgun, 1. nóvember, verður þess minnst í Alsír að 70 ár verða þá liðin frá því að uppreisn hófst þar í landi gegn hinu franska nýlenduveldi sem ráðið hafði Alsír síðan 1830. (Hér er níu ára gömul grein eftir um það.)

Uppreisnin hófst með því að vígamenn alsírsku Þjóðfrelsisfylkingarinnar gerðu árásir víða í landinu og voru skotmörkin margvíslegar bækistöðvar franskra yfirvalda í landinu.

Takmark Þjóðfrelsisfylkingarinnar — sem yfirleitt var kölluð FLN í vestrænum fjölmiðlum — var einfaldlega að reka Frakka burt frá landinu.

Öllum mátti þá vera orðið ljóst að nýlendustefna Evrópustórveldanna hafði runnið sitt skeið á enda og bæði Bretar, Frakkar og fleiri voru vissulega farnir að átta sig á að þeir yrðu að láta stóran hluta af nýlendum sínum af hendi við innfædda íbúa. Frönsk yfirvöld tóku hins vegar ekki í mál að sleppa takinu af Alsír.

Óaðskiljanlegur hluti Frakklands?

Frakkar höfðu stjórnað landinu svo lengi og þar höfðu sest að svo margir íbúar af frönskum (og evrópskum) uppruna að flestir Frakkar voru ósjálfrátt farnir að líta á landið stóra handan Miðjarðarhafsins sem óaðskiljanlegan hluta Frakklands. Því höfðu Frakkar frá upphafi brugðist ókvæða við málaleitan Alsíringa um sjálfstæði og af þeirri ástæðu höfðu vígamenn FLN nú gripið til vopna.

Frakkar svöruðu af mikilli hörku og nú var barist í mörg ár. Sjaldnast var um eiginlega víglínu að ræða enda var hernaðararmur FLN fyrst og fremst skæruliðahreyfing sem gerði árásir úr launsátri, beitti sprengjuárásum, hryðjuverkum, morðum, skyndiáhlaupum á herstöðvar og mannvirki og þess háttar.

Enginn vafi er á því að FLN-menn voru á tíðum sekir um voðaleg illvirki en þó er vart blöðum um að fletta að franski herinn og vígasveitir á hans vegum (OAS) voru enn viðbjóðslegri. Fjöldamorð hermanna voru tíð, ráðist var inn í þorp og íbúar drepnir, konum nauðgað og eftirlifendum smalað í grimmilegar fangabúðir.

Og franskir hermenn og leyniþjónustumenn urðu brátt alræmdir fyrir hrottalegar pyntingar sem þeir beittu af sannkallaðri nautn.

Frökkum blöskrar

Enda fór svo að tvær grímur fóru brátt að renna á franskan almenning sem upphaflega hafði stutt tilraunir til að halda Alsír undir franskri stjórn. Nú fór fólki að blöskra grimmdin og heiftin sem Frakkar beittu.

Konur í Alsír tóku óhikað þátt í stríðinu gegn Frökkum.Þessar fjórar eru hluti af sprengjusveit FNL.

Þegar FLN ákváðu síðan að veita frönskum almenningi innsýn í það sem var að gerast í Alsír með því að hefja hryðjuverk á franskri grundu, þá urðu þær raddir brátt æ háværari í Frakklandi að hætta yrði mótspyrnunni gegn FLN og leyfa Alsírmönnum að ráða sér sjálfir.

Hinir mörgu íbúar í Alsír sem voru af frönsku bergi og litu á sig sem frönskumælandi Alsíringa flæktu málið (af þeim var Nóbelsverðlaunahöfundurinn Albert Camus þekktastur) en að lokum flúðu þeir flestallir til Frakklands.

Franska stjórnkerfið reyndist ófært um að útkljá stríðið og að lokum varð Charles de Gaulle forseti og kom á nýrri stjórnskipan sem tryggði að hann sem forseti hafði nægilegt vald til að semja við FLN eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla í apríl 1962 hafði sýnt fram á að franskur almenningur vildi hætta stríðinu og veita Alsír sjálfstæði.

Stríðinu lokið — en eftir eru örin

Stríðinu var þar með lokið en eftir voru djúp sár, bæði í frönsku þjóðlífi og vitaskuld aðallega í Alsír. Talið er að meira en milljón Alsíringa hafi látið lífið þótt tölur séu á reiki. Frakkar og aðrir Evrópumenn misstu 30.000 manns. Þótt Alsír hlyti sjálfstæði hélt blóðið áfram að renna — OAS stóð fyrir hryðjuverkum bæði í Frakklandi og Alsír til að hefna sín fyrir ósigurinn og ný stjórnvöld í Alsír ofsóttu þá landa sína sem höfðu verið í þjónustu franskra yfirvalda.

Þótt heil mannsævi sé liðin síðan síðan uppreisnin í Alsír hófst og 62 ár frá lokum hennar, þá eru margvísleg sár eftir þessi hryllilegu átök enn á sál bæði Alsíringa og Frakka. Ímyndið ykkur hvað sárin verða lengi að gróa eftir hryllinginn sem nú geisar á Gasa, í Úkraínu, í Súdan og víðar.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár