Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

70 frá upphafi Alsírstríðsins: Fjörbrot hins franska nýlenduveldis

Þann 1. nóv­em­ber 1954 hóf als­írska Þjóð­frels­is­fylk­ing­in stríð til að hrekja Frakka á brott úr landi sínu. Það tókst en kostaði ægi­leg átök í átta ár.

70 frá upphafi Alsírstríðsins: Fjörbrot hins franska nýlenduveldis
Eftir blóðugt stríð í átta ár gátu Alsíringar fagnað sigri. En Alsír var í rúst og þjóðin í sárum.

Á morgun, 1. nóvember, verður þess minnst í Alsír að 70 ár verða þá liðin frá því að uppreisn hófst þar í landi gegn hinu franska nýlenduveldi sem ráðið hafði Alsír síðan 1830. (Hér er níu ára gömul grein eftir um það.)

Uppreisnin hófst með því að vígamenn alsírsku Þjóðfrelsisfylkingarinnar gerðu árásir víða í landinu og voru skotmörkin margvíslegar bækistöðvar franskra yfirvalda í landinu.

Takmark Þjóðfrelsisfylkingarinnar — sem yfirleitt var kölluð FLN í vestrænum fjölmiðlum — var einfaldlega að reka Frakka burt frá landinu.

Öllum mátti þá vera orðið ljóst að nýlendustefna Evrópustórveldanna hafði runnið sitt skeið á enda og bæði Bretar, Frakkar og fleiri voru vissulega farnir að átta sig á að þeir yrðu að láta stóran hluta af nýlendum sínum af hendi við innfædda íbúa. Frönsk yfirvöld tóku hins vegar ekki í mál að sleppa takinu af Alsír.

Óaðskiljanlegur hluti Frakklands?

Frakkar höfðu stjórnað landinu svo lengi og þar höfðu sest að svo margir íbúar af frönskum (og evrópskum) uppruna að flestir Frakkar voru ósjálfrátt farnir að líta á landið stóra handan Miðjarðarhafsins sem óaðskiljanlegan hluta Frakklands. Því höfðu Frakkar frá upphafi brugðist ókvæða við málaleitan Alsíringa um sjálfstæði og af þeirri ástæðu höfðu vígamenn FLN nú gripið til vopna.

Frakkar svöruðu af mikilli hörku og nú var barist í mörg ár. Sjaldnast var um eiginlega víglínu að ræða enda var hernaðararmur FLN fyrst og fremst skæruliðahreyfing sem gerði árásir úr launsátri, beitti sprengjuárásum, hryðjuverkum, morðum, skyndiáhlaupum á herstöðvar og mannvirki og þess háttar.

Enginn vafi er á því að FLN-menn voru á tíðum sekir um voðaleg illvirki en þó er vart blöðum um að fletta að franski herinn og vígasveitir á hans vegum (OAS) voru enn viðbjóðslegri. Fjöldamorð hermanna voru tíð, ráðist var inn í þorp og íbúar drepnir, konum nauðgað og eftirlifendum smalað í grimmilegar fangabúðir.

Og franskir hermenn og leyniþjónustumenn urðu brátt alræmdir fyrir hrottalegar pyntingar sem þeir beittu af sannkallaðri nautn.

Frökkum blöskrar

Enda fór svo að tvær grímur fóru brátt að renna á franskan almenning sem upphaflega hafði stutt tilraunir til að halda Alsír undir franskri stjórn. Nú fór fólki að blöskra grimmdin og heiftin sem Frakkar beittu.

Konur í Alsír tóku óhikað þátt í stríðinu gegn Frökkum.Þessar fjórar eru hluti af sprengjusveit FNL.

Þegar FLN ákváðu síðan að veita frönskum almenningi innsýn í það sem var að gerast í Alsír með því að hefja hryðjuverk á franskri grundu, þá urðu þær raddir brátt æ háværari í Frakklandi að hætta yrði mótspyrnunni gegn FLN og leyfa Alsírmönnum að ráða sér sjálfir.

Hinir mörgu íbúar í Alsír sem voru af frönsku bergi og litu á sig sem frönskumælandi Alsíringa flæktu málið (af þeim var Nóbelsverðlaunahöfundurinn Albert Camus þekktastur) en að lokum flúðu þeir flestallir til Frakklands.

Franska stjórnkerfið reyndist ófært um að útkljá stríðið og að lokum varð Charles de Gaulle forseti og kom á nýrri stjórnskipan sem tryggði að hann sem forseti hafði nægilegt vald til að semja við FLN eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla í apríl 1962 hafði sýnt fram á að franskur almenningur vildi hætta stríðinu og veita Alsír sjálfstæði.

Stríðinu lokið — en eftir eru örin

Stríðinu var þar með lokið en eftir voru djúp sár, bæði í frönsku þjóðlífi og vitaskuld aðallega í Alsír. Talið er að meira en milljón Alsíringa hafi látið lífið þótt tölur séu á reiki. Frakkar og aðrir Evrópumenn misstu 30.000 manns. Þótt Alsír hlyti sjálfstæði hélt blóðið áfram að renna — OAS stóð fyrir hryðjuverkum bæði í Frakklandi og Alsír til að hefna sín fyrir ósigurinn og ný stjórnvöld í Alsír ofsóttu þá landa sína sem höfðu verið í þjónustu franskra yfirvalda.

Þótt heil mannsævi sé liðin síðan síðan uppreisnin í Alsír hófst og 62 ár frá lokum hennar, þá eru margvísleg sár eftir þessi hryllilegu átök enn á sál bæði Alsíringa og Frakka. Ímyndið ykkur hvað sárin verða lengi að gróa eftir hryllinginn sem nú geisar á Gasa, í Úkraínu, í Súdan og víðar.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár