Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík fór af stað í ellefta sinn þann 26. októbermmeð opnunarmyndinni Kisi.
Hátíðin fer fram í Bíó Paradís sem tekur hlýlega á móti gestum og fangar stemninguna í andrúmsloftinu.
Hátíðin hefur nú farið fram ár eftir ár, frá 2013, og stuðlað að úrvali vandaðs kvikmyndaefnis fyrir börn, en lítil fjölbreytni þótti vera í íslenskri kvikmyndagerð fyrir yngstu aldurshópana. Hátíðin var sú fyrsta sem ætluð er börnum hér á landi og þar koma börn saman til þess að upplifa kvikmyndir í hátíðarskapi.
Hátíðin gerir vel í því að bjóða árlega upp á alls konar ólíkar sögur frá öðrum menningarheimum sem hollt er að kynnast og fræðast um. Myndirnar sem verða fyrir valinu ár hvert eru valdar vandlega með áherslu á ákveðið þema, sem er sérvalið fyrir hverja hátíð.
Gæðaflokkur þeirra mynda sem verða fyrir valinu er hár, þar sem þær eru flest allar viðurkenndar erlendar barnamyndir. Margar …
Athugasemdir