Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, er önnur á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er oddviti listans. Lilja Rafney sagði sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í sumar, að sögn, vegna svika flokksins við sjávarútvegsstefnu hans.
Rætur Lilju í vinstrihreyfingunni ná langt aftur en hún var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið tvö kjörtímabil á tíunda áratugnum. Hún var svo varaþingmaður fyrir Vinstri græn um nokkurt skeið þar til hún náði kjöri sem þingmaður í kosningunum 2009. Hún hefur sex sinnum sest á þing fyrir þingmenn Vinstri grænna á yfirstandandi kjörtímabili, en freistar þess nú að ná sæti fyrir annan flokk.
Þriðji maður á lista flokksins er svo Bragi Þór Thoroddsen, sveitastjóri Súðavíkurhrepps.
Listi Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í heild sinni:
- Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri
- Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri
- Bragi …
Athugasemdir (2)