Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Sautján ný kærumál vegna leyfa Hvammsvirkjunar

Fjöldi nýrra kæru­mála vegna út­gáfu virkj­un­ar­leyf­is og fram­kvæmda­leyfa sveit­ar­fé­laga við Þjórsá vegna áforma um Hvamms­virkj­un hef­ur borist úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála. Flest­ar kær­urn­ar eru frá íbú­um og land­eig­end­um í og við það svæði sem yrði fyr­ir áhrif­um vegna virkj­un­ar­inn­ar.

Sautján ný kærumál vegna leyfa Hvammsvirkjunar
Í byggð Hvammsvirkjun yrði neðsta virkjun Lansdvirkjunar í Þjórsá og lón að baki stíflu yrði um 4 ferkílómetrar að stærð. Tvær virkjanir til viðbótar eru svo á teikniborðinu enn neðar í ánni. Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun fékk á föstudag tveggja vikna frest til að skila andmælum við sautján ný kærumál sem borist hafa úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna útgefinna leyfa vegna áformaðrar Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsá. Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjun í Þjórsá í byggð en ofar á vatnasviðinu er helsta virkjunarsvæði Landsvirkjunar sem telur sjö virkjanir með nokkrum uppistöðulónum. Landsvirkjun er svo einnig með á stefnuskránni að reisa tvær virkjanir til viðbótar enn neðar í ánni en Hvammsvirkjun; Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.   

„Það er meira íþyngjandi en orð fá lýst að þurfa nú í annað sinn að leita ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar sem svo alvarlegum annmarka er háð, eftir áratuga baráttu til að halda Þjórsá óbeislaðri í miðri sveit, með sínu lífríki“
Íbúar og landeigendur við Þjórsá

Úrskurðarnefndinni hefur verið kunnugt um andstöðu við byggingu Hvammsvirkjunar um hríð enda hefur hún áður fengið fjölmörg kærumál henni tengd inn á sitt borð. Nú í október gáfu bæði Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, sveitarfélögin sem framkvæmdin yrði innan, út framkvæmdaleyfi vegna virkjunarinnar og það bæði í annað sinn. Í september gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun - einnig í annað sinn. Og skýringin er sú að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamál hafði fellt fyrri leyfin úr gildi.

Felldi fyrri leyfi úr gildi

Orkustofnun veitti Landsvirkjun upphaflega virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í desember árið 2022. Það leyfi og síðar framkvæmdaleyfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem veitt var upphaflega í júní 2023, voru ógilt með úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var einkum sú að við undirbúning leyfanna hefði farist fyrir að gæta að löggjöf um stjórn vatnamála. Að mati kærenda nú var ekki brugðist við þessu við undirbúning nýrra leyfa sem gefin voru út á síðustu vikum og því þurfi enn á ný að kæra leyfisveitingarnar þar sem þær séu efnislega í andstöðu við lög og ólöglegar. 

Markmið laga um stjórn vatnamála frá árinu 2011 eru að vernda vatn og vistkerfi þeirra, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Vistkerfi byggja á líffræðilegum, eðlisefnafræðilegum og vatnsformfræðilegu ástandsmati vatnshlota. Samkvæmt lögum um stjórn vatnamála má ástand vatnshlota ekki rýrna þannig að það falli um ástandsflokk.  Undantekningartilvik eru þegar nýtingin er þjóðhagslega mikilvæg en þarf þó að vera sjálfbær og með langtímavernd vatnsauðlindarinnar í huga.

Áratuga barátta gegn virkjun

„Breyting á Þjórsá í Hvammslón er ekki bara breyting á gerð vatnshlotsins heldur einnig á aðstæðum og vistfræðilegum eiginleikum Þjórsár,“ segir m.a. í kæru Vigdísar Erlendsdóttur, landeiganda að Kálfá og félaga í veiðifélagi Kálfár en sú kæra er samhljóða kærum fjölda annarra íbúa og landeigenda á svæðinu. „Það er meira íþyngjandi en orð fá lýst að þurfa nú í annað sinn að leita ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar sem svo alvarlegum annmarka er háð, eftir áratuga baráttu til að halda Þjórsá óbeislaðri í miðri sveit, með sínu lífríki,“ segja íbúarnir sem kæra að auki útgáfu framkvæmdaleyfis sveitarfélagsins Rangárþings ytra.

Vilja vernda laxinn

Til viðbótar við þá einstaklinga sem kært hafa leyfisveitingar hafa þrenn samtök gert slíkt hið sama: Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúrugrið og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF).

Krefjast samtökin þess að allar hinar kærðu ákvarðanir, þar með talið útgáfa framkvæmdaleyfis Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir helgi, verði felldar úr gildi og að fallist verði á að þátttökuréttur sá sem almenningi var veittur við mat á áhrifum framkvæmdar á vatnalíf og jarðminjar hafi ekki samrýmst löggjöf um mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir að leitað verði álits EFTA dómstólsins við meðferð málsins. 

Samtökin telja að vegna þeirra almannahagsmuna er tengdir eru náttúruvernd á Íslandi, í þessu tilviki einkum vernd íslenska laxastofnsins í huga þjóðarinnar, að ekki verði undan því skotist að enn á ný verði látið reyna á lögmæti málsmeðferðar og efni ákvarðananna. 

Landvernd hefur ekki kært leyfisveitingarnar á ný líkt og hin náttúruverndarsamtökin þrjú. „Við vorum ekki með því það gerðist svo hratt en styðjum kæruna og erum sammála henni,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, við Heimildina.

Mál fyrir dómstólum

Fleiri mál eru í gangi vegna leyfisveitinga fyrir Hvammsvirkjun. Dómsmál er rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur af nokkrum einstaklingum og einu félagi, sem öll eru eigendur og/eða ábúendur jarða eða landspildna á bökkum Þjórsár, til ógildingar virkjunarleyfis Orkustofnunar frá 12. september 2024. Það dómsmál er einnig rekið til ógildingar tveimur fyrri ákvörðunum sem varða sömu framkvæmd, það er leyfisveitingu Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar frá því í apríl í ár. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár