Eftir glæsilega byrjun á nauðsynlegri rafvæðingu bílaflotans kom fjármálaráðherra og gekk erinda þeirra sem vilja ekki að krónan styrkist.
Niðurfelling gjalda á rafmagnsbíla og að geta keyrt bíla á rafmagni var gífurleg kjarabót fyrir kaupendur/eigendur bílanna, sérstaklega launafólk og eldri borgara sem eiga ekki að þurfa að velta fyrir sér kostnaði við að komast í vinnu, sundlaugina, ræktina, til læknis, í leikhús, bíó, hitta vini á kaffihúsi eða heimsækja fjölskyldu, fara austur eða norður; þ.e. njóta alvöru lífsgæða sem landið býður uppá.
Við urðum vör við mikinn kipp í sölu rafmagnsbíla sem gaf von um góðan árangur almennra borgara í loftslagsmálum og leit út fyrir að við yrðum fljót að skipta yfir. Bílarnir keyra á ódýru heimarafmagni og auka frelsi og þægindi bæði eigenda og leigjenda (túrista). Að hætta léttingu gjalda af rafmagnsbílum og setja síðan kílómetragjald á bílana, þegar þeir ekki bara spara verðmætan gjaldeyrir heldur minnka kolvetnissporið og spara þjóðinni kaup á kolvetniskvóta, sem gerir meira en að borga upp kostnað þessara bíla af sliti á vegum, var bara algerlega vanhugsuð aðgerð og hægði að sjálfsögðu strax á sölu (sem var kannski markmiðið vegna mikils sparnaðar á innflutningi á olíuvörum sem myndi setja þrýsting á styrkingu krónunnar sem er tabú á Íslandi af öllum þjóðum).
Sama vitleysan á við þegar kemur að því að breyta gjöldum af bensín- og dísilbílum í kílómetragjald. Með því að breyta gjaldtöku í kílómetragjald er jákvæður sparnaður lagður til hliðar og við munum sjá bensín- og olíuháka aftur keyra á ofsahraða, án nokkurrar tillits til sparnaðar á ódýru bensíni og olíu, til jafns við rafmagnsbílana, sem hafa miklu meiri hvata til að spara orku og auka drægni.
Ég skora á fólk að skoða þetta vel og skilja hvílík lífsgæði eru fólgin í því að rafvæða einkabílinn (og alla bíla) og minnka mengun hratt og vel, og með því hafa almenning með í baráttunni gegn loftslagsvánni og jákvæðum sparnaði á verðmætum gjaldeyrir. Gerum okkur grein fyrir að „sparnaður á gjaldeyri” er verðmætara en að þéna gjaldeyri. Og gleymum ekki kolvetninssparnaðinum sem skiptir milljörðum á næstu árum.
En það skiptir máli að frekari orkuframleiðsla á Íslandi verði eingöngu nýtt fyrir íslenska neytendur en ekki fyrir erlend stóriðju fyrirtæki
Ég hef verið með rafmagnsbil í 4 ár og finnst eðlilegt að allir greiði kílómetragjald og þá algjörlega eftir þyngd bílsins og þeim þunga sem bílar geta flutt
Rafmagnsbílar eru ekki góður kostur fyrir Ísland að öllu leitl, og að það sé opinber stefna að það skuli bara rafbílavæða landið eingöngu er eins vitlaus og hægt er, það er mín skoðun að það skuli settir inn tvinbílar og vetnisbílar sem hluti af þessari orkuskipta stefnu á Íslandi.
Og svo því sé haldið til haga þá eru rafmagnsbílar mjög þungir og þar að leiðandi slíta vegum jafnt ef ekki meira enn gamaldags bensín bíll.
Hvað sem viðkemur tvinnbílum þá hlítur það eitt og sér að minka innflutning á jarðefnaeldsneyti, svo er það metanið og miljarðastöðin Gaia, það er ótrúlegt rugl að vera að framleiða allt þetta metan og þurfa svo að nota það í stórumæli við að malbika vegi, einig er verið að framleiða rafeldsneyti á Íslandi, sem er að mestuleiti er flutt úr landi þar sem trúin á "hreina rafbíla,, er svo sterk að það er vonlaust að reyna að tala um aðra möguleka í orku skiftum hér á landi, enn það vita það allir sem einhvað fylgjast með að núverandi stefn gengur ekki upp og verður að endurskoða sem fyrst sama hvort mönnum líkar það eða ekki.